Má hann ekki lengur hafa heitið Nói?

Nú er að verða svo komið, að engu líkara en að búið sé að banna íslensk heiti á erlendum kvikmyndum.

Hingað til hefur það þótt í lagi að tala um Örkina hans Nóa. Smiður hennar hefur hingað til verið kallaður Nói hér á landi. En nú er það ekki nógu fínt. Noah skal hann heita, skrifað upp á enskan máta.

Og skipið þá væntanlega the Ark, ekki Örkin.

Var Nói þó ekki enskumælandi né af engilsaxneskum ættum.

Listin yfir ensk skylduheiti á kvikmyndum er endalaus. Til dæmis eru nokkur ágæt íslensk orð til yfir hugtakið "oblivion", meðal annars "óminni" samanber líkinguna um óminnishegrann. Nei, enskan er verða skyldutungumál í kvikmyndum og Oblivion er "algert must."

Myndin af tökustaðnum gæti verið tekin viða og sýnist við fyrstu sýn vera á stað þar sem hraun hefur runnið meðfram brattri brekku, þakið mosa. Afsakið, slope, lava and moss.


mbl.is Fyrsta myndin af tökustað Nóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Þeir" segja núna að það þurfi að þróa málið. Það gengur sem betur fer furðuvel. Til dæmist heyrist þetta hallærislega já varla nú orðið.

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 02:54

2 identicon

Mér finnst sorglegt að fjöldamorð manna sé hafin upp eins og þessi saga um Nóa og fjöldamorðin hans Gudda.
Við sáum flóðbylgjurnar hér um árið, það var ekki fögur sjón; En kristnir upphefja svona hrylling, já og lofa þykjustu guðinn sinn fyrir fjöldamorðin þar sem allt var myrt, börn, konur og menn.. dýrin; allt myrt vegna meintrar óhlíðni einstaka manna.

Ómar, þú trúir nú varla á söguna um hann Nóa, er það nokkuð? Ég vill meina að þetta sé ein heimskulegasta og hryllilegasta saga allra tíma.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband