26.7.2012 | 22:27
Eru fleiri smáhlutir frá gamlárskvöldi tímasprengjur?
Fréttin um Atla Viðar Gunnarsson vekur aðallega tvær spurningar:
1. Hvað verður um alla smáhlutina sem skotið er upp eða hent á gamlárskvöld? Verða einhverjir þeirra að tifandi tímasprengjum?
2. Fram kemur í fréttinni að ekki hafi verið vilji til að taka mynd af Atla Viðari. Það rímar við fréttir síðustu daga um að sparnaðurinn sé víða kominn á það stig í heilbrigðiskerfinu og annað hvort sé talið of dýrt að rannsaka sjúklinga eða þá að þeir eru sendir heim með bráðabirgðaumbúnað og sagt að koma síðar.
Frekar glaður að vera ennþá á lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
11.7.2012:
"Þó Ísland hafi skorið einna mest niður í heilbrigðismálum af öllum OECD-ríkjunum árið 2010 er landið engu að síður með þriðja besta heilbrigðiskerfi í Evrópu.
Það kom fram í sænskri skýrslu sem unnin var á árinu."
"Á Íslandi var einkum hagrætt í rekstrinum eins og hægt var, í stað þess að fara í almennar launalækkanir.
Einnig náðist nokkur árangur í lækkun lyfjakostnaðar."
Þorsteinn Briem, 26.7.2012 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.