Eru fleiri smáhlutir frá gamlárskvöldi tímasprengjur?

Fréttin um Atla Viðar Gunnarsson vekur aðallega tvær spurningar:

1. Hvað verður um alla smáhlutina sem skotið er upp eða hent á gamlárskvöld?  Verða einhverjir þeirra að tifandi tímasprengjum?

2. Fram kemur í fréttinni að ekki hafi verið vilji til að taka mynd af Atla Viðari. Það rímar við fréttir síðustu daga um að sparnaðurinn sé víða kominn á það stig í heilbrigðiskerfinu og annað hvort sé talið of dýrt að rannsaka sjúklinga eða þá að þeir eru sendir heim með bráðabirgðaumbúnað og sagt að koma síðar.


mbl.is „Frekar glaður að vera ennþá á lífi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.7.2012:

"Þó Ísland hafi skorið einna mest niður í heilbrigðismálum af öllum OECD-ríkjunum árið 2010 er landið engu að síður með þriðja besta heilbrigðiskerfi í Evrópu.

Það kom fram í sænskri skýrslu sem unnin var á árinu."

"Á Íslandi var einkum hagrætt í rekstrinum eins og hægt var, í stað þess að fara í almennar launalækkanir.

Einnig náðist nokkur árangur í lækkun lyfjakostnaðar."

Þorsteinn Briem, 26.7.2012 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband