13.8.2012 | 19:33
Gat og getur stóriðjan ekki "vaxið á almennum forsendum, án afsláttar"?
Listinn yfir afslætti, niðurfellingar og ívilnanir hvers konar til handa stóriðjunni var og er mjög langur.
Svo langt gekk þetta að sem dæmi má nefna, að þegar borarnir stóru voru að störfum við Kárahnjúkavirkjun fékk Impregilo alla raforku ókeypis og það í svo miklum mæli að virkjanirnar, sem fyrir voru fyrir austan, Lagarfoss- og Grímsárvirkjun, nægðu ekki, heldur varð að taka líka raforku af landsnetinu frá öðrum notendum til handa þessum dekurrófum.
Allt var á þessa lund enda var farið í virkjanirnar upp úr síðustu aldamótum eftir að búið var að senda sérstaka kynnningarbæklinga til helstu stóriðjufyrirtækja undir yfirskriftinni "Lægsta orkuverðið - sveigjanlegt mat á umhverfisáhrifum" og þurfti að standa við það allt.
Nú er að vísu kveinað mikið yfir kolefnisskattinum sem byggist á alþjóðlegum skuldbindingum og grátbeðið um að stóriðjan, ein atvinnugreina, fái afslátt af honum.
Að öðru leyti virðist engin hreyfing uppi um að breyta öllu ívilnanakraðakinu til handa stóriðjunni en ferðaþjónustan hins vegar tekin fyrir. Já, það er munur að vera Jón og séra Jón.
Tímabært að afnema afslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki eðlilegra að snúa sér að stóriðjunni næst frekar en að vera að væla yfir því að ferðaþjónustan fari að borga eðlilegan arð til samfélagsins?
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 20:10
Mér finnst gott að til eru dæmi um gestrisni okkarg gagnvart erlendum ferðamönnum. T.a.m. endurgreiðslur á vaski og jafnvel niðurfellingu í tilviki hótelgistinga. Það er svo langt síðan að ég las eitthvað fréttnæmt um ívilnanir okkar gagnvart útlendingum, Þeir eru gestir! og líka útlendsku fyrirtækin :)
kv,
J.
Jonsi (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 21:25
Þessi svokallaði afsláttur sem þú kallar svo, hefur verið borgaður upp margfalt til baka af stóriðjunni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.8.2012 kl. 21:32
Sæll.
Þú ert með stóriðjuna á heilanum. Nr. 3 hittir naglann á höfuðið.
Vinstri menn vilja skattlegggja allt í drep.
Nefni hér nokkuð sem stjórnmálamenn mættu hafa í huga en vita ekki vegna þess að obbi þeirra hefur því miður ekki gripsvit á efnahagsmálum. Á árunum 1991-2001 voru skattar á fyrirtæki hérlendis lækkaðir í þrepum úr 45% í 18%. Hvað gerðist? Tapaði ríkið tekjum? Nei!!! Skatttekjur ríkisins (af þessum tekjustofni) þrefölduðust á þessu tímabili!! Betra dæmi um skaðsemi skattheimtu fæst varla. Fyrirtækjum í dag er drekkt í alls kyns opinberumgjöldum sem gera það auðvitað að verkum að erfitt er að hækka laun og ráða til sín fleira fólk.
Gjaldeyristekjur okkar árið 2010 af álútflutningi námu 225 milljörðum, þar af þurfti að flytja inn súrál fyrir 63 milljarða sem þýðir að áliðnaðurinn skilaði um 120 milljörðum nettó í þjóðarbúið. Það er kannski ekki nóg fyrir þig?
Lækka á alla skatta og hætta þessu ívilnana rugli.
Helgi (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 22:20
Helgi.
Hér á Íslandi er framleitt ál í erlendum álverum.
Raforkan sem þessi álver nota er hins vegar íslensk og til að framleiða hana þurfa íslensk fyrirtæki að taka gríðarlega há lán erlendis, greiða af þeim afborganir og vexti.
Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka voru rekin með tapi á síðastliðnu ári.
Landsvirkjun er í eigu íslenska ríkisins og Sjálfstæðisflokkurinn heimtar sífellt mikil ríkisafskipti af atvinnulífinu og gríðarlega há erlend lán til að búa til störf sem eru margfalt dýrari og meira en tvöfalt færri en í ferðaþjónustunni.
Það er nú allt "frelsið" sem flokkurinn boðar.
Fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér eru hins vegar einkafyrirtæki.
Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 23:11
Langtímaskuldir Landsvirkjunar í árslok 2008 voru um þrír milljarðar Bandaríkjadala, eða 370 milljarðar króna, andvirði þriggja Kárahnjúkavirkjana.
Vaxtagjöld Landsvirkjunar árið 2008 voru 178 milljónir Bandaríkjadala, um 20 milljarðar króna.
Og Landsvirkjun tapaði árið 2008 345 milljónum Bandaríkjadala, um 40 milljörðum króna.
Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 23:13
21.11.2008:
"Orkuveita Reykjavíkur tapaði nærri 40 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, samkvæmt árshlutauppgjöri sem samþykkt var af stjórn fyrirtækisins í dag.
Skýrist þessi niðurstaða alfarið af 64 prósent gengisfalli íslensku krónunnar, eftir því sem segir í tilkynningu til Kauphallarinnar."
"Þá reyndust skuldir félagsins 183 milljarðar króna en voru 102 milljarðar í lok síðasta árs."
Fjörutíu milljarða tap Orkuveitu Reykjavíkur
Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 23:14
Ég skil ekki því þú þarft alltaf að snúa umræðunni, þegar að eitthvað fer miður hjá ferðaþjónustunni þá þarft þú að blása uppiðnaðinn eins og hann sé eitthvað tabú.
Ferðaþjónustan á samúð mína alla með þetta skattaþrep, sem er ósanngjarnt eins og allt sem kemur frá þessari ríkisstjórn sem vill drepa alla atvinnustarfsemi, sem er aðeins öðruvísi en þú villt gera, það eina sem þú villt er að ferðaþjónustan gangi, og að iðnaður sem skilar miklu til þjóðarbúsins, engu síður en ferðaþjónustan, sé helst drepinn niður þó svo að fullt af fólki eigi lífsviðurværi sitt af því.
Þú skalt ekki gleyma því að ef enginn væri iðnaðurinn, fiskvinnsla, eða landbúnaður, þá væri enginn ferðamaður hér á landi. Allir þessu ríku ferðamenn sem allir vilja fá hingað eru einmitt frá stórfyritækum sem byggja allt sitt á iðnaði.
Og ef þú villt kolefnisskatt á mengandi iðnað, þá skalt þú ekki gleyma því að það er ekkert smáræði sem ferðamenn menga með þessu eiturspúandi ál- fuglum sem flytja þá hingað til landsins.
Nei ég held við ættum að komast aðeins niður á jörðina og reyna að lifa í sátt og samlyndi. Því að málið er það að ef að ein atvinnustarfsemi gangi upp þarf aðra til að bakka hana upp. Ef ekki væri framleitt ál, væru flugvélar ansi þunglamalegar og sennilegra miklu færri ferðamenn og miklu meiri mengun frá þeim. Og ekki gleyma því að við uppbyggingu kárahnjúkavirkjunnar og álversins þarna fyrir austan skilaði fullt af farþegum sem skiluðu miklum gjaldeyri til okkar.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 23:19
13.3.2009:
"Tap HS Orku (Hitaveitu Suðurnesja) á síðasta ári nam tæplega 11,7 milljörðum króna."
"Skuldir nema hins vegar 30,5 milljörðum króna."
HS Orka tapaði 11,7 milljörðum króna
Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 23:21
Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.
Að auki einkennist orðræða fasismans af mikilli þjóðernishyggju.
Fasismi
Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 23:23
Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi.
Hér á Íslandi eru þrír íbúar á hvern ferkílómetra og hingað til Íslands kemur nú um hálf milljón erlendra ferðamanna á ári.
Miðað við að hver erlendur ferðamaður dveljist hér á Íslandi í eina viku eru hér að meðaltali um tíu þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.
Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands árið 2009 og gistu þá að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.
Að meðaltali voru því um ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum innanlands á degi hverjum árið 2009.
Að meðaltali voru því FLEIRI ÍSLENDINGAR á ferðalögum hérlendis en erlendir ferðamenn á degi hverjum árið 2009.
Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.
Langflestir menga því mun meira í sínum heimabæ en utan hans, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.
Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.
Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.
Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.
Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 23:24
Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 22.675 milljarðar króna í árslok 2008 en 15.685 milljarðar króna í árslok 2007.
Jamm, stefna Sjálfstæðisflokksins er tær snilld!
Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 23:41
@SB:
Þú þvælist úr einu í annað og átt erfitt með að halda þig við efnið.
Hvernig ber einn stjórnmálaflokkur ábyrgð á skuldum fyrirtækja? Segir einn stjórnmálaflokkur stjórnendum fyrirtækja fyrir verkum? Þú bara fullyrðir! Hvaða opinbera stofnun ræður stýrivöxtum og hefur þannig áhrif á skuldsetningu? Annars er ég ekki kjósandi Sjallanna, þeir eru og langt til vinstri fyrir mig.
Það sem þú nefnir um stöðu orkufyrirtækjanna er gott dæmi um skaðsemi þess að opinberir aðilar séu í atvinnurekstri, á þetta er komin löng reynsla bæði hér og erlendis. Menn fara að jafnaði verr með annarra manna fé en eigið. Þú virðist því vera, án þess að gera þér grein fyrir því, að prédika hægri stefnu :-)
Sala raforku til áliðnaðar hefur verið með arðsömustu starfsemi raforkufyrirtækja hér á landi um árabil samkvæmt nýlegaum upplýsingum OR og Landsvirkjunar. Sem dæmi má nefna að arðsemi eiginfjár Landsvirkjunar hefur að meðaltali verið um 15% á ári undanfarin 10-12 ár. Það er nokkru meiri arðsemi en að meðaltali hjá skráðum bandarískum orkufyrirtækjum á sama tímabili samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið. Um 80% af raforkusölu Landsvirkjunar er til stóriðju. Þá hefur Landsvirkjun gefið það út að félagið geti greitt upp allar skuldir sínar á 10-12 árum. Hvað er svona slæmt við þetta?
Hvernig tengir þú Sjallana við allt þetta samhengislausa þvaður í þér? Flokkurinn er einfaldlega ekki nógu burðugur til að gera nokkurn skapaðan hlut - þingmenn Sjallanna eru flestir óttalega slappir og virðast ekki nenna neinu.
@8: Sammála með skattinn á ferðaþjónustuna. Höfum eitt í huga: Hindrar kolefnisskattur mengun? Hann gerir það auðvitað ekki heldur er bara afsökun fyrir vinstri sinnaða stjórnmálamenn að hrifsa til sé fé. Lítill hluti þess fjár (um þriðjungur) sem aflað er með skattheimtu sem á að fara í vegaframkvæmdir gerir það. Svo gleymist alltaf að álfyrirtækin hérlendis standa sig afar vel í mengunarvörnum. Skattur á ferðaþjónustuna er bara ein leið fyrir stjórnarliða til að komast í meira fé en um leið vinna verulegan skaða á atvinnugrein sem er okkur nauðsynleg.
Helgi (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 07:21
Jahérna hér. Er maður ekki barasta sammála næstum öllu því sem mr. Briem setur fram.
Nú skal ég varpa smá ljósi á það sem var höfuðatriði fréttarinnar, sem er hinn svokallaði "afsláttur" á ferðaþjónustuna.
Þetta er í raun "afmarkaður afsláttur" á ferðamanninn, þar sem sumt sem hann nýtir, t.a.m. gisting ber lægri VSK.
En....mikill partur af því sem ferðamaðurinn nýtir ber fullan VSK. Túristi á bílaleigubíl sem gistir vítt um land er að eyða meira í bíl & bensín en nokkurn tímann í gistingu. Allt ber það hressilega skatta.
Svo kaupir greyjið eitthvað í sjoppunni, fer á markað og kaupir sér lopapeysu o.s.frv., - allt á topp-skatti.
Það að hægt var að lækka verð á ákv. þjónustu með því að skralla niður vaskinn hefur hugsanlega skilað tekjuaukningu í ríkissjóð. Nú er því fleygt að það sé ekki svo dýrt að fara til Íslands. Fallin króna og lækkaður VSK, þá er Ísland ódýrast norðurlanda, og afraksturinn af því erum við að sjá í sumar, - svona hlutir gerast ekki alveg í hvelli, heldur einhver ár, og kallar á samspil margra þátta.
Núna er komið að með skatt, og hann er alveg eins á ferðaþjónustuna eins og á ferðamanninn, því margir eru þegar búnir að gefa út brúttóverð næsta árs.
Slóðinn hann ég slepp, því ég var ekki búinn, en þetta kostar töluverða hækkun pr. gistirými, og áður var líka kominn á gistináttaskattur, sem er eitthvað það ömulegasta fyrirbrigði í lögum sem lengi hefur verið á sett.
Afleiðingin af þessu? "Svartur á leik", og svo fælist traffíkin frá, - tekjur ríkissjóðs pr. ferðamann munu minnka.
Jón Logi (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 08:03
Jón Logi #14
Hverskonar orðaleppafræði er þetta "afmarkaður afsláttur" eiginlega ? Ertu semsagt að viðurkenna að um afslátt sé að ræða en að það sé í lagi vegna þess að hann er "afmarkaður" ?
Hann er samt ekki afmarkaðri en svo en að það er 7% vaskur á matinn sem þeir borða...vörugjöld á bílaleigubíla og fólksflutningabíla eru lægri en til einkabíla...og það er enginn skattur á laxveiðileyfum.
Við niðurgreiðum því kostnað við ferð ferðamannsins hingað til lands með ýmsum hætti !!
Fyrir utan það að ferðamennska er án efa einhver versti atvinnuvegurinn í umhverfislegu tilliti sem hægt er að finna og sá eini sem beinlínis hefur það að markmiði sínu að ganga á hverja náttúruperluna á fætur annarri...og eyðileggja hana undir fótum ferðamannsins.
Nýjasta fórnarlambið...Þríhnjúkagígur !!
Auk þess hefur það verið reiknað út að kolefnislosun per milljón í tekjur af ferðamanni er hærri en per milljón í tekjur af áliðnaði.
Um þetta þegir Ómar "flugvallarsmiður" þó þunnu hljóði...
Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 10:24
Meðallaun í 72 löndum - Ellefu Evrópusambandsríki fyrir ofan Ísland, þar á meðal Kýpur og Ítalía, en Spánn og Grikkland í næstu sætum
Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 10:30
Hér á Íslandi er mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.
Og stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu. Þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.
Og hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.
15.5.2012:
"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.
Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.
Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum
Ef vextir væru hins vegar mjög neikvæðir hætta Íslendingar að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fá stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.
Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 10:43
"19. nóvember 2008:
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.
Íslenskt efnhagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.
Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."
Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 10:48
Sjálfstæðisflokkurinn - TRAUST efnahagsstjórn, stærsta velferðarmálið!
Framsóknarflokkurinn - ÁRANGUR ÁFRAM, ekkert stopp!
Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 10:50
Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":
"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."
"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many.
Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.
I formulated it with a little help from Hollywood movies:
"You ain't seen nothing yet!""
Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 10:51
Undirbúningur að Kárahnjúkavirkjun hófst árið 1999 og framkvæmdir hófust árið 2002 en virkjunin var formlega gangsett 30. nóvember 2007.
Til verksins voru fengnar þúsundir erlendra iðnaðarmanna og aðalverktakafyrirtækið, Impregilo, er ítalskt.
Samtök atvinnulífsins í ársbyrjun 2005:
"Það er staðreynd að á atvinnuleysisskrá er ekki að finna iðnlærða byggingamenn, menn með réttindi á stórvirkar vinnuvélar eða vana byggingaverkamenn, þ.e. menn í þeim starfsgreinum sem nauðsynlega þarf til verka við virkjunarframkvæmdir.
Vinnumálastofnun hefur ítrekað staðfest þetta og nú síðast í nýrri skýrslu þar sem fram kemur það mat stofnunarinnar að gefa þurfi út 1.800 atvinnuleyfi vegna yfirstandandi og fyrirhugaðra virkjana- og stóriðjuframkvæmda.
Framboðið er einfaldlega ekki til staðar hér innanlands."
Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 10:59
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.
Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 11:06
Þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt matvælaverð hér hæst í Evrópu árið 2006, borið saman í evrum, eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.
Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki
Við kaupum hins vegar mat og drykkjarvörur hér á Íslandi í íslenskum krónum en ekki evrum og frá ársbyrjun 2006 til ársloka 2011 hækkaði hér vísitala neysluverðs, sem verðtrygging lána er miðuð við, úr 249,7 í 386 stig, eða 54,6%.
Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 11:17
Heyrðu Steini sprelli....hérna er heimildarmynd um nafna alheimsins sem þú hefðir gott af því að berja augum...
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Bjorn_Jon/glaeny-heimildarmynd
Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 11:55
Ísland og Noregur eiga LANGMEST viðskipti við önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu og eru 70% í Evrópusambandinu.
Er allt á niðurleið hér á Íslandi og í Noregi?!
Er allt á niðurleið í Svíþjóð og Sviss, sem eiga MEST viðskipti við ríki í Evrópusambandinu?!
Er allt á niðurleið í Austurríki, Hollandi og Þýskalandi?!
Evran er galdmiðill þeirra allra.
Í Austurríki er MINNA atvinnuleysi en hér á Íslandi og nú í sumar var JAFN MIKIÐ atvinnuleysi í Þýskalandi og hérlendis.
Í Þýskalandi, fjölmennasta RÍKI Evrópusambandsins, búa 82 milljónir manna en 320 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Þýskalandi.
Í sumum fylkjum Bandaríkjanna hefur verið mikið atvinnuleysi en í öðrum lítið.
Samt er Bandaríkjadollar gjaldmiðill þeirra allra.
Stýrivextir eru nú 5% LÆGRI á evrusvæðinu en hér á Íslandi og hafa verið MUN LÆGRI en hérlendis.
Og MUN ÓDÝRARA er að taka húsnæðislán í til að mynda Frakklandi en hérlendis.
Á evrusvæðinu eru nú 17 ríki og Eistland bættist í hóp þeirra Í FYRRA.
EKKERT þeirra ætlar að hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn.
Og EKKERT ríki ætlar að segja upp aðild að Evrópusambandinu.
Og hvorki Noregur né Ísland ætla að segja upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.
Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 12:26
Gengi íslensku krónunnar HRUNDI þegar íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands urðu GJALDÞROTA haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.
Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.
Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 12:32
Steini í kasti, greinilega
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.8.2012 kl. 16:12
Þarna setti Steini plötuna á B-Hliðina.
Vildi annars svara Magnúsi Birgissyni varðandi "orðleppafræði". Því að þessi staðhæfing:
"Við niðurgreiðum því kostnað við ferð ferðamannsins hingað til lands með ýmsum hætti !!"
Á sér engin rök. Það er engin niðurgreiðsla í gangi, bara vægari sköttun á nokkrum atriðum, hver hafa afgerandi áhrif í að fá ferðamanninn hingað yfirleitt. Þarna vantar til dæmis eldsneytisverð o.þ.h. Þar fer mestur partur beint í ríkissjóð.
Skili ferðaþjónusta hagnaði er á henni tekjuskattur, svo gildir og um alla starfsmenn.
Á öllum þungaflutningum er og þungaskattur. Það er í stuttu máli skattur á skatt ofan einhversstaðar í systeminu, og argasta öfugmæli að nefna minna VSK stig á sumum hlutum sem NIÐURGREIÐSLU.
Og ekki verð ég var við náttúruskemmdir af túristatrampi, mig grunar að íslenskir jeppistar toppi allan þeirra troðning.
Jon Logi (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 12:31
Vægari sköttun sem sumir vilja kalla afslátt eða niðurgreiðslu, er það alls ekki. Tilgangurinn með vægari sköttun er að fá meiri skatttekjur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.8.2012 kl. 14:59
Takk Jón Logi fyrir svarið...
Örstutt varðandi túristatrampið....horfðu bara á Þingvelli, Geysi, Gullfoss, Lakagíga, Mývatn, osfrv....osfrv...þetta eru allt perlur sem hafa verið eyðilagðar til að geta troðið að sem flestum túristum.
Við erum því ekki að tala um jeppa þó vissulega sé það vandamál líka.
...mér finnst t.d. alltaf svolítið spaugilegt að sjá súperjeppana á 44" keyra í halarófu upp Ártúnsbrekkuna vitandi að þeir eru að fara í 300 kílómetra hringferð með viðkomu á Langjökli þar sem raunveruleg "jeppaferð" er kannski 20 kílómetrar. Restin er öll á malbiki eða möl....
En...allur "iðnaður" sem ekki þrífst nema við annað og hagstæðara skattaumhverfi en annar er niðurgreiddur af þeim sem þurfa að taka á sig auknar skattbyrðar til þess að standa undir þjónustu ríkisins. Svo einfalt er það...
Við getum þess vegna spurt okkur...ef það er svo gráupplagt að hafa bara 7% skatt á gistingu vegna samkeppni erlendis frá..afhverju er ekki það sama gert fyrir allar greinar í samkeppni við erlendan innflutning? Skipasmíðar ?...framleiðslu á málningu ?...húsgögnum ?...fötum ?
Þessar greinar greiða líka tekjuskatt af hagnaði !...Starfsmenn í þessum greinum greiða líka tekjuskatt !!..og jafnvel meiri heldur en í undaskotsgrein einsog ferðamannaiðnaðinum.
Afhverju er ekki bara 7% vsk stig á Íslandi ?
Jú..ástæðan er sú að við höfum ekki efni á því og við þurfum að hafa hærri vsk á sumum greinum til að standa undir afslátt sem veittur er öðrum.
Þessvegna er ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi niðurgreiddur...vegna þess að hann greiðir ekki til samneyslunnar til jafns á við það sem aðrar greinar eru neyddar til að gera.
Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 14:59
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.
Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.
Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% flytjast úr landi."
Þorsteinn Briem, 15.8.2012 kl. 16:18
Ferðaþjónusta er í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.
Stóriðja er hins vegar og verður á örfáum stöðum á landinu.
Hún þarf gríðarlega mikla raforku til framleiðslu sinnar.
CCP á Grandagarði við Gömlu höfnina í Reykjavík selur útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði, sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hérlendis laun og launatengd gjöld.
Þorsteinn Briem, 15.8.2012 kl. 16:28
Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum í fyrra en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki til annars en að hann sé í góðu lagi.
Yellowstone National Park
Þorsteinn Briem, 15.8.2012 kl. 17:03
Maður nennir ekki að vakta innleg hérna út af steina brím. endalaust að skrolla niður geðsýkiskastið hans
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.8.2012 kl. 18:19
Gunnar Th. Gunnarsson,
Ómar Ragnarsson var búinn að vara þig við að kalla menn hér ekki geðsjúklinga, enda þótt á þessu bloggi séu birtar athugasemdir sem þér er ekki að skapi.
En þú vilt greinilega að ég hirði af þér milljónir fyrir meiðyrði!!!
Ég hef birt hér athugasemdir í fimm ár og ef þú vilt ekki lesa þær er þér í lófa lagið að sleppa því!!!
Og troddu nú allri raforku landsins upp í rassgatið á þér, ræfillinn þinn!
Þorsteinn Briem, 15.8.2012 kl. 18:42
Ja hérna!
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.