Hvað um þjóðfélagslega og stjórnmálalega meðvirkni?

Meðvirkni í daglega lífinu í samskiptum okkar við þá sem okkur standa hæst er viðurkennt fyrirbæri og hefur verið rannsakað vel.

Nú þarf að taka næsta svið þessa fyrirbæris fyrir, en það er meðvirkni í þjóðfélagsmálum og stjórnmálum.

Hve mikill hluti af því mikla vantrausti og vandræðum, sem ríkir með þingi og þjóð, með kjörnum fulltrúum og umbjóðendum þeirra er til kominn vegna meðvirkni sem skapast við vanvirkni, ófullkomleika og getuleysis okkar á þessum sviðum? 

Hvernig gat nær endalaus meðvirkni okkar með spilltu stjórnkerfi mestalla síðustu öld rist svona djúpt að engu varð um þokað?

Ég hef einstaka sinnum sungið lag með viðlagi sem allir hafa alltaf tekið undir, þar sem tæpt er á einu atriði þessa í fyrsta erindinu, sem hljóðar svona:

 

Skattasvindlið er svakalegt,

menn sveia því lon og don 

en játa, að þetta sé þjóðaríþrótt

og það er ei nema von.

 

Svona gengur það.

Svona er það.

Allir vita það

en enginn sér það.

 

Já, hvernig má það vera að í Bandaríkjunum tókst að negla nokkra helstu glæpaforingja þar, svo sem Al Capone, með því að sanna á þá skattsvik?

Slíkt væri óhugsandi hér á landi.  Það má íhuga það.


mbl.is Er meðvirknin að eyðileggja líf þitt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meðvirkni?

Hver er glæpamaðurinn, opinberi starfsmaðurinn sem hækkar bara skattana sem hann þarf til að greiða sjálfum sér laun, eða hinn óopinberi sem svindlar á skattinum, til að geta greitt sjálfum sér laun?

Íslenska skattkerfið er ríkisrekið þjófafélag, þar sem sjálftökuhugsunin ræður ríkjum.

Hvaða heilbrigður einstaklingur borgar með glöðu geði í kerfi sem borgar margfalt hærri upphæðir með "flóttamönnum" en ellilífeyrisþegum og atvinnulausum?

Hver vill ekki sjá peninginn í eigin vasa, en í vasa stjórnarmanna Hörpu?

Ég er eiginlega hneykslaður á því, að skattaundanskot séu ekki víðtækari.

Hvernig í veröldinni gerðist það, að fjármálaráðherra Íslands yrði manneskja sem telur lægra skattþrep á einhverju vera ígildi ríkisstuðnings?

Hvernig fórum við að því að byggja upp þetta kerfi fáráðlinga?

Hilmar (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 11:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 54 ár, eða 80%, af þeim tíma sem liðinn er frá stofnun lýðveldis hér.

Ríkisstjórnatal


Og þessi gríðarlega langi valdatími Sjálfstæðisflokksins endaði með gjaldþroti íslensku bankanna OG Seðlabanka Íslands haustið 2008.

Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 11:56

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hverjir létu reisa Hörpu, Ráðhúsið í Reykjavík og Perluna?

Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 11:58

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn árið 2002 og Tómas Ingi Olrich var menntamálaráðherra 11. apríl 2002:

"11. apríl 2002 náðist sá stóri áfangi að samningur um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar var undirritaður af fulltrúum ríkis og borgar.

Stefnt var að einkaframkvæmdarútboði í árslok og að framkvæmdir gætu hafist árið 2004.

Áætlaður heildarkostnaður var sagður tæpir 6 milljarðar króna. Ríkið greiddi 54% og borgin 46%."

Starfsfólk Hörpu greiðir að sjálfsögðu útsvar og tekjuskatt og greiddur er mikill virðisaukaskattur vegna starfseminnar.

Sama gildir að sjálfsögðu um hótel, sem reist verður á næsta ári við hlið Hörpu, svo og önnur hótel og ferðaþjónustu hérlendis.

Og fjölmargir þeirra sem unnu við að reisa Hörpu hefðu fengið greiddar atvinnuleysisbætur, ef ekki hefði verið lokið við bygginguna, en hún var að sjálfsögðu þáttur í allri ofþenslunni hér.

22.3.2011:


"Starfsmenn á verkstað [við Hörpu] eru nú 490 til 510, breytilegt frá degi til dags. Þar af eru erlendir starfsmenn 75."

Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 12:01

5 identicon

Ég sé að svarið við síðustu spurningunni minni kom um hæl

Hilmar (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 12:02

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkið og Reykjavíkurborg eiga Hörpu og hún er ekki einkafyrirtæki frekar en til að mynda Þjóðleikhúsið eða Þjóðminjasafnið.

Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 12:05

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég gæti náttúrlega haldið því fram að hægri buxnavasinn minn sé rekinn með tapi ef ég færi peninga úr honum yfir í þann vinstri.

Ríkið fær virðisaukaskattinn af starfsemi Hörpu, svo og tekjuskatt fastra starfsmanna þar og annarra en Reykjavíkurborg útsvarið og fasteignagjöldin.

Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 12:17

8 identicon

Ástæðan fyrir því að yfirvöld í USA náðu Capone á skattsvikum er að þar er öfug sönnunarbyrði í skattamálum. Capone hafði tekist að sleppa undan ákærum í glæpamálum með hjálp færra lögmanna, en þeir dugðu ekki í skattamálunum þegar þeir þurftu að færa sönnur á hlutina.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 18:30

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

þrefalt húrra fyrir þér Steini!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.8.2012 kl. 20:12

10 identicon

Það er stöðugt verið að segja okkur að vera svona en aðallega hinsegin

Þú átt að vera á móti þessu

en með hinu

Hörður Torfa setti persónulegt met í meðvirkni

þegar hann dissaði verðlaun  um daginn

ekki af því aðilinn átti hann ekki skilið

heldur vegna þess að hann var hinsegin

Grímur (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 21:26

11 identicon

Hótelið við hlið Hörpu verður í erlendri eigu, ekki rétt?

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 07:59

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

13.3.2012:

"Samningur um byggingu Marriott hótels við hlið tónlistarhússins Hörpu verður undirritaður um miðjan næsta mánuð, að sögn Péturs J. Eiríkssonar, stjórnarformanns Sítusar, eiganda Austurhafnarlóðanna.

Það er svissneskt fjárfestingafélag, World Leisure Investment, sem átti hæsta tilboðið í lóðina við Hörpu, um 1,8 milljarða íslenskra króna, en það er í samstarfi við Marriott hótelkeðjuna.

Pétur segir samningaviðræðum nánast lokið, nú sjái lögfræðingar um lokafrágang og stefnt sé að því að undirritun fari fram um miðjan apríl. Áætlanir World Leisure Investment geri ráð fyrir að hægt verði að hefja byggingu hótelsins í lok ársins eða strax upp úr áramótum.

Sex tilboð bárust í lóðina en Sítus hóf viðræður við World Leisure Investment í október. Félagið sérhæfir sig í að byggja lúxushótel um allan heim. Fyrirtækið vinnur hugmynda- og þróunarvinnu og fylgir henni allt til opnunar hótelsins."

Þorsteinn Briem, 15.8.2012 kl. 16:10

13 identicon

Sem sagt, jafn útlent og Fjarðarál?

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 16:34

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjarðaál greiðir hér skatta og hótel við Hörpu greiðir hér virðisaukaskatt og fasteignagjöld.

Þar að auki greiðir starfsfólk Fjarðaáls og hótelsins útsvar hér og tekjuskatt.

Og greiddir eru 1,8 milljarðar króna fyrir lóðina við Hörpu.

Íslenska ríkið þarf hins vegar ekki að reisa vegna hótelsins gríðarstóra virkjun og leggja langar og miklar raflínur með tilheyrandi kostnaði og lántökum erlendis.

Þorsteinn Briem, 16.8.2012 kl. 19:26

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 16.8.2012 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband