Klassískasta fornsagan?

Ég hef allt frá bernsku haft meira dálæti á Laxdæla sögu en öðrum Íslendingasögum og jafnvel tekið hana fram yfir Njáls sögu.

Ástæðan er einkum sú að þessi saga um ástir og örlög Guðrúnar Ósvífursdóttur og ástmanna hennar er svo sígild að hún höfðar jafnt til allra kynslóða á öllum tímum.

Sagan er rakin undirstaða fyrir hvers kyns túlkun, upplestur, leikgerð, brúðuleikhús, söngleik eða kvikmynd og að því leyti felst í henni mikill efniviður fyrir listamenn nútíðar og framtíðar.

Fyrir rúmum áratug hóf ég gerð söngleiks með heitinu "Guðrún" og kláraði titillagið en knýjandi verkefni fyrir íslenska náttúru hafa stöðvað frekari vinnu við þennan söngleik eins og svo margt annað sem ég hélt að tími myndi vinnast til að gera á efri árum mínum.


mbl.is Guðrún Ósvífursdóttir fer loks utan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Fer ekki bráðum að koma út gamalt og gott "stand up" með þér????

Sigurður I B Guðmundsson, 20.8.2012 kl. 14:45

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Oft hefur mér verið hugsað til Gauks sögu Trandilssonar sem annað hvort var síðasta handritið etið upp til agna í einhverri hungurplágunni eða brunnið í stórbruna Kaupinhafnar 1728.

Sú saga sagði frá sennilega einhverjum frægasta kvennaflagara íslenskrar sögu, okkar Don Giovanni.

Einn besti vinur Njáls á Bergþórshvoli, Ásgrímur Elliða-Grímsson fóstbróðir hans er sagður hafa orðið Gauki að bana en hann hafði verið í tygjum við húsfreyjuna á Steinsstöðum, nána frænku Ásgríms. Öxi Gauks kemur við sögu við rúnaristu í Orkneyjum á 12. öld.

Sennilega hefði sitthvað verið fróðlegt í Gauks sögu hefði hún varðveist og farið eftir ráðleggingum í athugasemd í Möðruvallabók, eins merkasta handrits af Njáls sögu.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 20.8.2012 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband