Fær fyrsti marsfarinn að æfa sig í Gjástykki?

Neil Armstrong og félagar æfðu sig fyrir tunglferðina í Öskju, sem valin var sem ákjósanlegur staður til þess að búa sig undir framandi aðstæður.

Í dag er Askja á lista virkjanamanna sem vilja gera þetta "tunglsvæði" Íslands að virkjanasvæði í Hellisheiðarstíl. Fyrir löngu hefði átt að vera búið að ákveða að taka Öskju og umhverfi hennar út af lista um hugsanlega virkjanakosti. En hún er enn á lista Rammaáætlunar sem og Gullfoss, Dettifoss og Geysir. 

Ef búið hefði verið að virkja í eða við Öskju fyrir 1967 hefði enginn Armstrong verið þar að æfa sig og sækja sér innblástur fyrir þau viðbrögð á tunglinu að segja: "Lítið skref fyrir manninn en risaskref fyrir mannkynið."

Alþjóðasamtök áhugafólks um marsferðir hafa valið stað í Gjástykki til svipaðrar notkunar fyrir marsfara framtíðarinnar og af svipuðum ástæðum.

1969 var Askja algerlega ósnortin á víðernum þess eldfjallasvæðis á jörðinni sem fjölbreyttast er og magnaðast.

Gildi Gjástykkis og næsta umhverfis þess er hins vegar ógnað af þungri sókn virkjanamanna inn á það, sem mun koma í veg fyrir að gildi þess ósnortins fái að njóta sín, en í því felast miklu meiri gróðamöguleikar en með virkjunum, ef menn vilja endilega mæla einstæða náttúru Íslands á mælikvarða peningalegs gróða.

Hart er sótt eftir því að fara inn í Gjástykki og enn harðar og óvægnara í skjóli gamalla landamerkja að sækja norður fyrir Kröflu með virkjanir sem skráðar verða sem stækkun og framlenging Kröfluvirkjunar en eru í raun eyðilegging á landslagsheildinni Leirhnjúkur-Gjástykki.

Einhverjir munu segja að það séu órar einir að fyrstu marsfararnir muni æfa sig í Gjástykki. Slíkar ferðir séu ekki á dagskrá og ekki mögulegar.

Þeir hinir sömu ættu að minnast viðbrögðanna sem urðu við útvarpsþætti árið 1954 þar sem raktar voru áætlanir vísindamanna um geimferðir með notkun eldflauga.

Þá varð til orðið "geimórar" sem átti að tákna þá fráleitustu vitleysu og geggjun sem óðir og firrtir menn gætu látið sér detta í hug.

Síðsumars 1957 var þetta talið jafn fjarlægt bull en í október um haustið fór Sputnik sína fyrstu ferð.

Samt var talið langt í land með að maður gæti farið út í geiminn, en aðeins fjórum árum síðar kom annað í ljós.

Ferðir til annarra hnatta voru eftir sem áður taldar órar einir.

Árni Gunnarsson, sem fylgdist með Neil Armstrong 1967 í Öskju, sagðist í samtali í fréttum Stöðvar tvö í kvöld ekki hafa órað fyrir því þá, að aðeins tveimur árum síðar stæði Armstrong á tunglinu og mælti sín fleygu orð.

Fyrir tólf árum kom helsti forvígismaður marsferða, Bob Zubrin, hingað til lands til að undirbúa val á æfingasvæði fyrir marsfara. Ég flaug meðal annars með hann yfir Kverkfjöll og til Mývatnssveitar.

Tímaritið Time birti opnugrein með forsíðumynd um það, að ekkert væri tæknilega því til fyrirstöðu að maðurinn næmi land á mars og gæti jafnvel haft þar byggð.

Helsti viðmælandinn í greininni var Bob Zubrin.

Ég hitti sendinefnd samtaka hans fyrir norðan þegar hún valdi sér svæði í Gjástykki tveimur árum síðar og þótt þetta fólk kallaði sig áhugafólk af svipuðu lítillæti og einkenndi Neil Armstrong, voru þetta hámenntaðir vísindamenn í fremstu röð.

En að sjálfsögðu verður keppt að því ötullega að taka nokkra tugi starfa í "orkufrekum iðnaði" á Bakka fram yfir það gildi sem svæðið hefur ósnortið sem einstætt á heimsvísu, - eina svæðið í heiminum þar sem hægt er að upplifa sköpun Íslands sem afleiðingu af reki meginlandsflekanna og jafnfram hefur verið valið fyrir marsfara framtíðarinnar.

Þá verður sjálfhætt við það að nokkur Neil Armstrong marsferðanna æfi sig þar í að standa andspænis eins framandi aðstæðum og jörðin okkar getur boðið upp á til þess að fá innblástur fyrir fyrstu orðin, sem mannleg vera mælir við það að stíga fæti á mars.

   


mbl.is „Örninn er lentur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar leigubílstjóri verður sendur til Mars eftir æfingar í Gjástykki.

One way ticket.


Eins og tíkin Laika.

Þorsteinn Briem, 26.8.2012 kl. 21:41

3 Smámynd: The Critic

Þeir sem þekkja til geimvísinda sjá strax í gegnum þennan blekkingaleik sem bandaríkjamenn tóku upp í sjónvarpsstúdíói árið 1969 til að vinna rússana í geimhlaupskapphlaupinu. Neil Amstrong hefur aldrei farið til tunglsins frekar en ég og þú. Hann lék aðalhlutverkið í þessum rándýru sjónvarpsþáttum.
Í dag búum við ekki yfir tækninni til að komast til tunglsins.

The Critic, 27.8.2012 kl. 01:11

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sex Apollo-geimför lentu á tunglinu milli 1969 og 1972 og samanlagt söfnuðu geimfararnir 382 kg af tunglgrjóti, jarðvegi og öðrum sýnum af tunglinu.

Sýni voru tekin á sex mismunandi rannsóknarsvæðum.


Þar að auki sneru þrjú ómönnuð sovésk geimför til jarðar með um 300 grömm af sýnum frá þremur stöðum á tunglinu."

Þorsteinn Briem, 27.8.2012 kl. 15:49

6 Smámynd: The Critic

Geri líka ráð fyrir því að þú trúir á jólaveinin Steini, það eru meiri líkur á að hann sé til en að menn hafi farið til tunglsins árið 1969 þegar öflugustu tölvurnar sem til voru höfðu minna minni en einfaldur vasareiknir.

The Critic, 28.8.2012 kl. 00:31

8 Smámynd: The Critic

þú ert mjög auðtrúa maður Steini. Horfðu á þennan þátt sem stiklar á staðreindum

The Critic, 28.8.2012 kl. 21:08

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

The Critic,

Ég trúi einmitt ekki hverju sem er og allra síst vesalingum eins og þér, sem ekki þora að birta hér athugasemdir undir eigin nafni, elsku kallinn minn.

Og tala þar að auki niður til annarra undir dulnefni.

Þorsteinn Briem, 29.8.2012 kl. 13:21

10 Smámynd: The Critic

Það er alltaf sama sagan með þig Steini, úttúðar þeim sem ekki eru þér sammála. Tunglendingin er eins og trúarbrögð hjá þér, sumir trúa öllu því sem stendur í Biblíunni og verða alveg brjálaðir ef einhver segir að hún sé skáldskapur.

Þú trúir því að menn hafi farið til tunglsins árið 1969 þrátt fyrir að tæknin til þess að fara þangað sé ekki til í dag. Neitar að horfast í augu við það að kaninn hafi blekt þig og hafi haft þig að fífli.

The Critic, 30.8.2012 kl. 01:03

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

The Critic,

Þú ert fífl, ræfill og aumingi, sem þorir ekki að skrifa hér undir eigin nafni!!!


Þú heldur náttúrlega að tunglgrjótið hafi komið úr rassgatinu á pabba þínum, eins og þú sjálfur!!!

Þorsteinn Briem, 30.8.2012 kl. 03:49

12 Smámynd: The Critic

fólk eins og þú Steini er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég kem ekki fram hér undir nafni, þú ert það klikkaður að ég gæti átt von á símhringingum frá þér um miðjar nætur eða að þú birtist heima hjá mér!

The Critic, 30.8.2012 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband