Öskurykið smaug alls staðar, fínna en vatn.

Öskurykið sem kom frá gosinu í Eyjafjallajökli í hitteðfyrra var svo fíngert, að það smaug inn í tæki, sem voru vatnsheld og héldu vatni, bæði á undan og eftir. Þegar bankað var á gluggakistuna við gluggann á FRÚnni gaus upp reykur, eins og það væri kviknað í henni. En þetta var öskurykið úr fjallinu.

Tölvan mín hætti að virka og virtist svo sem að askan hefði smogið inn í hana og valdið því að hreyfanlegir fletir inni í henni hefðu límst saman.

Engan þarf að undra þótt askan hafi haft áhrif á fólk og fénað og smogið inn í augnkróka, nef og munn.

Ég hef aldrei fyrr kynnst svo fíngerðu ryki og þannig var askan frá Grímsvatnagosinu í fyrra allt annars eðlis.


mbl.is Eldgosið skaðaði heilsu fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Ómar þessi aska var alger viðbjóður fékk að reyna það þegar ég var staddur á Efri-Ey í Meðallandi þar sem ég var kallaður neyðarkalli út af öskunni frá jöklinum sem hamlaði því að hægt væri að sétja út lambfé.

Sigurður Haraldsson, 5.9.2012 kl. 00:14

2 identicon

Þetta er leiðinda-aska, hárfín, járnrík og hvöss. Og þetta er ekki búið enn, þótt að mikið af henni sé komið í svörð og út á haf.
Blessað graslendið er duglegt að gleypa hana, og ef eitthvað má segja jákvætt, þá er smá jurtanæring (P) í henni.

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband