Prófið að fylla upp í eyðurnar.

Eftir að bæklingur um þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október hefur verið borinn út til allra (nokkur misbrestur virðist á því enn),  fer það væntanlega eftir aðstæðum hvers og eins hvort hann fer á kjörstað og hvaða spurningum hann svarar í kjörklefanum.

Eftir að ég sá bæklinginn vil ég gefa þeim ráð, sem lítinn tíma hafa til að kynna sér frumvarp stjórnlagaráðs, sem birt er í síðari hluta hans.

Hverri síðu er skipt í tvennt, frumvarpið til vinstri en samsvarandi ákvæði núverandi stjórnarskrár til hægri og þá getur verið fróðlegt að "fylla upp í eyðurnar" sem eru í núverandi stjórnarskrá og sjá hvað það er sem er í þeirri nýju.

Þar blasa við mörg mikilvæg ákvæði sem nýja stjórnarskráin ilmar af, t. d. um mannréttindi, auðlindir og náttúru, upplýsingafrelsi, fjölmiðla og upplýsingagjöf, dómstóla, Lögréttu (stjórnlagadómstóll), Alþingi, valdmörk, valdtemprun og valddreifingu, mikilvægar eftirlitsstofnanir o. s. frv., sem ekki er minnst á í núverandi stjórnarskrá.

Tvær stærstu eyðurnar eru varðandi menningarverðmæti, auðlindir og náttúru og síðan varðandi beint lýðræði.

En mestu skiptir, að enda þótt til séu almenn lög um sum af þessum efnum, mun ný stjórnarskrá tryggja að í stað þess að þingmenn og ríkisstjórnir séu að möndla með þau fram og til baka er valdið til breytinga í þessum mikilverðu málum fært til kjósendanna sjálfra.  

Þegar því er bætt við nýja kaflann um beint lýðræði, blasir við sú framför, umbætur og réttarbætur, sem ný stjórnarskrá á þessum nótum getur fært þjóðinni og hafa reynst vel í stjórnarskrám annarra landa.  


mbl.is Varasamt frumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar.

Í gær heyrði ég að mann segja að ef ég ætlaði að kjósa með nýrri stjórnarskrá þá sé eg að kjósa með ESB.  Spurði ég manninn hvort hann hafi lesið bæklinginn ?  Ég þarf það ekki ég heyrði formann sjálfstæðisflokksins segja þetta á fundi !  Svo var ég í sundi í morgun og þar heyrði ég þetta líka.

Hvað er hægt að segja við fólk, sem maður hélt að væri alveg í lagi ?

JR (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 20:45

2 Smámynd: Tómas

JR: Þú getur bara beðið þau um að segja þér hvernig þau túlka (hvað var það.. 111 greinin í drögunum?). Það er eins og sumir séu blindir á frasana "í þágu friðar og efnahafssamvinnu", "skal ávallt vera afturkræft" og "þjóðaratkvæði" í þessari grein, og sjái bara orðin "Framsal ríkisvalds".

Tómas, 9.10.2012 kl. 10:24

3 identicon

gildir einu hvað mönnum finnst um þetta ákvæði, það hefði verið lágmark að spyrja fólkið sjálft um það leiðbeinandi spurningu

það er pólitísk ákvörðun að spyrja frekar um þjóðkirkjuákvæði en fullveldisframsal/ afsal, þó að Þorvaldur Gylfason segi að um þetta ákvæði hafi enginn ágreiningur verið í ráðinu -

stjórnlagaráðið er ekki fólkið, og ESB-slagsíðan td mun meiri í Stjórnlagaráðinu en meðal Íslendinga almennt

- ef spurt hefði verið um þetta ákvæði, hefði líka mátt komast hjá mörgum þessara efasemda- og úrtöluradda

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 12:38

4 identicon

Ísland er allt of mikið í höndum sjalla mafíunnar. Stjórnsýslan, fyrirtæki, háskólar, stofnanir eins og SA, SI etc, etc, jafnvel Hæstiréttur.

Þeir voru búnir að vera svo lengi við völd, gátu raðað sínu fólki á jötuna og greitt  fyrir því í viðskiptum og atvinnulífi. Lengst gekk þó þessi spilling og cronyismi á valdatíma afglapans Dabba. Það endaði að vísu með einu alsherjar hruni, Davíðshruninu, er líklega þarf annað Davíðshrun svo innbyggjarar vakni til meðvitundar.

Jafnvel þó Vinstri stjórn sé við völd, náðu þeir ekki að brjótast í gegnum “firewall” sjallanna í stjórnsýslunni og víðar. Þetta er orðið hið versta mál.

Maður hafði vonað að fyrsta skrefið í átt að Nýju Íslandi yrði tekið í forsetakosningunum. Ó-nei,  innbyggjarar kusu aftur Óla ræfilinn, því sjallarnir studdu hann. Nú verður spennandi að sjá hvað gerist í atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 20. október. Hvort Íhaldinu takist að blekkja innbyggjara með sinni própaganda maskínu og fjármagni frá LÍÚ, heildsölum og lögfræðinga klíkum?

Öllum ætti að vera ljóst hversu mikið er í húfi 20. okt. næstkomandi.

 

“Wake Up Folks”.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 12:45

5 Smámynd: HOMO CONSUMUS

Haukur: þetta eru drög að stjórnarskrá, ekki pólitískri yfirlýsingu!

ef menn komast ekki útúr þessari brengluðu við/ hinir - hugsun, falla allar varanlegar breytingar á samfélaginu um sjálfar sig

HOMO CONSUMUS, 9.10.2012 kl. 12:51

6 Smámynd: Jakob Ágúst Hjálmarsson

Það er brýnt að koma stjórnarskrármálinu fram. Ég hvet landsmenn til að gjalda jáyrði við frumvarpi stjórnlagaráðs 20. okt.

Jakob Ágúst Hjálmarsson, 9.10.2012 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband