Sameining Reykjavíkur og Kópavogs nærtækari.

Eitt af stórum póltískum og skipulagslegu mistökum síðustu aldar var að sameina ekki Reykjavík og Kópavog strax um miðja öldina. Mörk þessara bæjarfélaga eru einfaldlega þannig, að ekki var eða er heil brú í þeim, og þetta hefur valdið miklum vandræðum við uppbyggingu byggðar og gatnakerfis.

Þarf ekki annað en að horfa á mörk Salahverfis í Kópavogi og Seljahverfis í Breiðholti til að sjá þetta, en þetta er aðeins eitt atriði af fjölmörgum.

Ástæðurnar voru eingöngu pólitískar fyrir 60 árum eins og verst verður á Íslandi. Í Reykjavík var Sjálfstæðisflokkurinn við völd en kommarnir í Kópavogi.

Þegar sameiningin hefði orðið, 1954, er lang líklegast að báðir flokkarnir hefðu misst sinn elskaða meirihluta og konungsríki ef sveitarfélögin hefðu verið sameinuð.

Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hefðu sennilega náð meirihluta í Reykjavík, ef miðað er við kosningatölur 1954, en kommarnir hins vegar ekki verið lengur eins og kóngar í ríki sínu í Kópavogi, heldur einn af fjórum andstæðingalistum Sjallanna í Reykjavík, því að í kosningunum 1954 fékk Þjóðvarnarflokkurinn 10,5% fylgi í Reykjavík.

Miðað við reynsluna af tímabilinu 1978-82 er líklegast að Sjallarnir hefðu unnið stórsigur 1958, því að þá fengu þeir 10 af 15 borgarfulltrúum í Reykjavík einni, og Kópavogur var ekki það fjölmennur að vinstra fylgið þar hefði breytt því.

En ef á annað borð er verið að huga að sameiningu væri best að öll sveitarfélögin frá Kjalarnesi til Straumsvíkur yrðu sameinuð og í leiðinni aukið sjálfstæði hvers sveitarfélags innan heildarinnar og stóru hverfin í Reykjavík settar í svipaða stöðu.


mbl.is Sameining er ekki tímabær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fáir hafa áhuga á að sameinast Kópavogi og enn síður Kópavogsbúum.

"Danski fræðimaðurinn Kristian Kålund segir svo frá jörðinni Kópavogi í ferðalýsingu sem gefin var út á árunum 1877-82:

"Bærinn er á leiðum og ömurlegum stað; umhverfis hann eru lág grýtt hæðardrög og dökkleitar þýfðar mýrar.""

Þorsteinn Briem, 11.10.2012 kl. 22:30

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sameining sveitarfélaga eða félaga hafa lengi verið skoðaðar.  Hérlendis vísa menn oft í kannanir í Danmörku þar sem ,,besta stærðin" var talin um 30 þúsund manns. Það sem hér er verið að skoða er fjárhagsleg hagkævmni og félagsleg hagkvæmni.  Þeir sem þurfa að eiga við Borgarapparatið í Reykjavík finna oft fyrir því að kerfið er þunglammalegt. 

Ómar þú bendir á tengls milli hverfa milli Reykjavíkur og Kópavogs og ég tek heilshugar undir með þér að þar mætti standa betur að málum. Í þessu sambandi þarf ekki sameiningu við, samstarf getur dugað. Vinnubrögð sem oft eru kölluð klasaverkefni, þ.e. samvinna með samkeppni, getur leyst mörg slík verkefni af hólmi. 

Það sem skiptir þó mestu máli er vilji íbúanna. Ég á ekki von á að  slíkar hugmndir verði samþykktar í Kópavogi. 

Annars ræddi ég sameiningu með fulltrúum beggja sveitarfélaganna.  Fulltrúar Reykjavíkurborgar virtust vilja sameiningu. Ég skaut því þá að,  að nöfnin væru oft ein af hindrunum. Það þótti öllum fáránlegt. Þá lagði ég til að úr nöfnunum Kópavogsbær og Reykjavíkurborg, kæmi Kópavogsborg. Þetta dugði til þess að eyða umræðunum. 

Sigurður Þorsteinsson, 11.10.2012 kl. 22:56

3 identicon

Sameining 120.000 manna höfuðborgar og 31.000 manna nágrannasveitarfélags. Það er alveg ljóst að sveitarfélögin mundu ekki sameinast. Kópavogsbær gengi inn í Reykjavík.

Jói Kalli (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 23:02

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Upp úr miðri öldinni sem leið vildu flestir Kópavogsbúar sameinast Reykjavík. Fyrir flesta var mest ákallandi að fá þjónustu, ekki aðeins rafmagn heldur einnig samgöngur,  heilbrigðisþjónustu, skóla, vatn, sorphreinsun og sitthvað sem nútímasamfélagi tilheyrir. Þetta gekk svo langt að meirihluti hreppsnefndar sendi erindi til bæjarstjórnar Reykjavíkur. En íhaldinu í Reykjavík leist ekki betur á en það að erindinu var hafnað enda væru „tómir kommúnistar“ í Kópavogi. Íhaldsmenn voru ragir við að missa meirihlutann í Reykjavík og þessi ótti þeirra leiddi til að kringum Reykjavík byggðust upp nokkur „smákóngaveldi“.

Skipulagsmál, sameiginlegar samgöngur og fleira þróaðist á sínum forsendum hvers sveitarfélags fyrir sig og það skýrir óskapnaðinn.

Fyrir löngu var vitað að sameiginleg þróunarmál var nauðsyn. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann 1978 var efnt til samvinnu um skipulag á höfuðborgarsvæðinu. En 1982 komst Sjálfstæðisflokkurinn aftur til valda með Davíð sem leiðtoga og þá varð hlé á því starfi sem þá var hafið.

En veturinn 1954-55 fluttu Sjálfstæðismenn frumvarp um kaupstaðaréttindi til handa Kópavogshrepps. Sennilega var það dýrasta leiðin til að útvega Kópavogsbúum sjálfsagða þjónustu. Þeir stóðu frammi fyrir 3 möguleikum:

1. sameinast aftur Seltjarnarneshreppi sem ekki var talin sérlega raunhæf.

2. stofna nýtt sjálfstætt sveitarfélag sem var dýr og erfið. 

3. sameinast Reykjavík. Því miður var skynsamlegasta og hagkvæmasta leiðin ekki farin.

Svona getur pólitík fyrri tíma dregið dilk á eftir sér.

Guðjón Sigþór Jensson, 12.10.2012 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband