"...unnin af færustu sérfræðingum á hverjum tíma..."

Áætlanir um Svartsengisvirkjun, Helllisheiðarvirkjun og Kröfluvirkjun voru "unnar af færustu sérfræðingum á hverjum tíma" svo að notað sé orðalag sveitarstjórnar Skútustaðahrepps.

Nú hefur reynslan sýnt stórfellda misbresti virkjanirnar hér syðra, sem eru á skjön við þær áætlanir "færustu sérfræðinga á hverjum tíma" um undirbúnings- og rannsóknarvinnu vegna Bjarnarflagsvirkjunar.

Ætlunin er að 15-30 falda Bjarnarflagsvirkjun frá því sem hún er nú, en þó rennur affallsvatn þegar í átt að Mývatni, sem er aðeins fjóra kílómetra í burtu.

Bjarnarflagsvirkjun verður fimm sinnum nær byggð en Hellisheiðarvirkjun er frá Hveragerði en nú eru höfð uppi sömu loforðin nyrðra og voru gefin fyrir sunnan "af færustu sérfræðingum á hverjum tíma" og stóðust engan veginn.

Kanntu annan?


mbl.is Fagnar framkvæmdum í Bjarnarflagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er athygli vert að sveitarstjórninni datt í hug að setja inn í þessa samþykkt að Kísiliðjan hafi verið stærsti notandi jarðgufu í heiminum!

Notkun Kísiliðjunar var e-h tugir prósenta af notkun Kröfluvirkjunar og í Bandaríkjunum, Japan og Nýja Sjálandi voru starfræktar virkjanir á 7. áratugnum sem notuðu margfallt meiri gufu en kísiliðjan.

Sennilega er þetta sett fram með þessum hætti til að koma því inn hjá lesendum að losun á jarðhitavatni og H2S sé gamalgróin og viðbótin af Bjarnarflagsvirkjun sé lítil.

Raunin er sú að náttúrleg losun brennisteinsvetnis beggja vegna Námafjalls er talin vera 500 tonn á ári.

Kísiliðjan og gamla gufustöðin losuðu 1.000 tonn á ári.

Bjarnarflagsvirkjun mun hinsvegar losa 8.300 tonn á ári.

Einhverja þarf að áminna um sannsögli.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 21:52

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst Mývetningar nokkuð brattir. Eru þeir tilbúnir að fórna lífríki Mývatns ef illa tekst til? Vitað er að umtalsvert magn er af brennisteinsvetni á þessu svæði og ber lyktin í Námaskarði/Hverarönd þess greinileg merki.

Vitað er að það kostar offjár að skilja út brennisteinsgufurnar. Á kynningarfundi um væntanlega Bitruvirkjun á sínum tíma var kynnt að á þessu brennisteinsmáli yrði tekið. Leyfði eg mér að spyrja hvers vegna ekki væri tekið á þessu brennisteinsmáli í Hellisheiðarvirkjun. Svarið var: Gerirðu þér grein fyrir því hvað þetta er dýrt?

Kæruleysi og léttúð hefur einkennt mjög framkvæmdagleði sumra Íslendinga. Slíkt var ofurkappið með Kárahnjúkavirkjun og framkvæmdir í Reyðarfirði að annars vegar var friðlýsing Hraukanna gerð að engu og Alkóa leyft að fara ódýrustu leiðina í mengunarvörnum. Nú örfáum árum síðar eru mengunarvarnir ófullkomnar ef ekki handónýtar. Á meðan græðir Alkóa óhemjuauð vegna léttúðar nokkurra íslenskra íhaldsmanna.

Nú virðist þeim standa á sama um Mývatn. Bara að unnt sé að byggja enn eitt orkuverið sem kann að leysa úr læðinga mikla mengun og röskun á náttúru.

Nokkrir fræðimenn gerðu sér áhyggjur af vexti barrtrjáa á nokkrum hekturum lands í Þingvallaskógum. Töldu þeir að niturmengun Þingvallavatns gæti stafað af þessum barrtrjám. Þetta eru smámunir miðað við brennisteinsógnina sem vofir yfir lífríki Mývatnssveitar. Og samt vilja þeir taka áhættuna!

Nú vantar Hermóð og Starra í Garði að koma vitinu aftur Mývetninga. Þeim litist ábyggilega ekki á blikuna þar sem skyndigróðinn virðist vera farinn að tröllríða húsum.

Góðar stundir en án fleiri álbræðslna.

Guðjón Sigþór Jensson, 12.10.2012 kl. 08:23

3 identicon

Ómar. Þú vegur hérna að heiðri færustu sérfræðinga á sviði jarðvarmaorkuvinnslu. Þetta er lágkúrulegur málflutningur hjá þér og vinnur gegn því að lyfta umræðunni upp á hærra plan. Hvers vegna viltu fara í þennan sandkassaleik? Ég hef mun meira álit á þér en þetta.

En fyrst þú opnaðir þessar dyr þá vil ég benda á það að nokkrar fullyrðingar þínar eru vafasamar og gefa þér síður en svo efnivið að vega að heiðri ""færustu sérfræðinga á hverjum tíma"". Þú gefur til kynna að affallsvatn nýrrar Bjarnarflagsvirkjunar komi til með að renna í Mývatn. Það eru hrein ósannindi.

Þú rökstyður þetta með því að benda á reynslu frá Hellisheiði og núverandi Bjarnarflagsvirkjun. Ný Bjarnarflagsvirkjun verður hvorki byggð upp á sama hátt og Hellisheiðarvirkjun né verður affallsvatn losað á yfirborði eins og gert er í núverandi Bjarnarflagsvirkjun.

Eftir stendur innantóm fullyrðing hjá þér. Ef þú ætlar að vega að heiðri sérfræðinga þá er lágmarkskrafa að þú kynnir þér málið betur.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 12.10.2012 kl. 11:01

4 identicon

Sparaðu háa C-ið Ragnar.

Skv MÁU átti ekki að dæla niður skiljuvatni og það átti að fá að flæða eins og tíðkast hefur í Bjarnarflagi.

Nú er LV að e-h leyti búin að átta sig að slíkt er ósæmilegt athæfi og eru að undirbúa e-h niðurdælingu og þar með að gera virkjunina samskonar og Hellisheiðarvirkjun.

Ákvarðinar um virkjanastærðir hafa yfirleitt verið teknar af embættismönnum og pólitíkusum en ekki jarðfræðingum.

Á þessu er tæpt í nýlegri rannsóknarskýrslu OR þar sem segir að vafi leiki á því að orkugeta jarðhitasvæðanna standi undir Hellisheiðarvirkjun.

Málflutningur Ómars hefur að mínu mati verið til fyrirmyndar og hann ekki gert úlfalda úr mýflugum eða hallað réttu máli.

Frekar að þínar fullyrðingar séu umfram nafnverð og þarnist frekari rökstuðnings -og jarðsambands.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 12.10.2012 kl. 23:31

5 identicon

Gleymdi að ég hafði skrifað athugasemd hingað inn.

Hvaða máli skiptir mat á umhverfisáhrifum hönnunar sem er ekki lengur í gildi? Hvaða máli skiptir orkugeta jarðhitasvæðis Hellsiheiðar fyrir Bjarnarflagsvirkjun sem á að byggja upp sem einn 45 MW áfanga í einu? Við skulum frekar halda okkur við staðreyndir. Það er það sem ég á við með að ná jarðsambandi með umræðunni.

Og ég dreg ekkert í efa að málflutningur Ómars geti verið til fyrirmyndar. Það var bara í þessari færslu sem það var ekki til fyrirmyndar.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband