Þegar búið að kosta meira fé en framkvæmdirnar myndu kosta.

Þrefalt banaslys kostar samfélagið að meðaltali langleiðina í milljarð króna að meðaltali ef beitt er viðurkenndu, ísköldu og tilfinningalausu mati og ekkert tillit tekið til þjáninga og missis sem ekki verður metið til fjár.

Enn er verið að kveinka sér  yfir því hve dýrt sé að koma í veg fyrir yfirvofandi manntjón í viðbót við það sem þegar hefur orðið.

Það er ömurlegt og grátlegt.


mbl.is Slysagildra á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt Ómar það er ótrúlegt að þurfa að lesa frétt með þessum orðum: "Setja þyrfti upp vegrið á allri Reykjanesbraut til að koma í veg fyrir svona slys, en það kostar milljónir". Gs.

Guðlaugur (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 01:44

2 identicon

Fólkið sem ræður för má ekki vera að því. Það er svo upptekið við að hækka launin sín sem gerir það að verkum að hvorki eru til peningar né ástæða til að gera eitthvað fyrir launagreiðendur ríkisstarfsmannanna (þ.e.a.s. hina ALMENNU skattgreiðendur hér á landi, sem eiga sér ekki skjól í einhverjum skattaskjólum í heiminum). Viðbjóðurinn heldur áfram.

Bára (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 01:55

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það er óljóst í þessari frétt hvort Guðjón er að tala um vegrið beggja vegna og á báðar akstursstefurnar. Vegna geilarinnar á milli akbrautanna þarf að setja vegrið við vegaxlir á miðju á báðar. Það eru samtals 80 km. Þar má ekki láta staðar numið því hætturnar sem leynast utan við veginn kalla líka á vegrið hægramegin. Það eru aðrir 80 km.

Hvað kostar þá vegriðið á veginn allan? Er hægt að ná niður kostnaði með því að bjóða verkið út og fá til dæmis kínverska verktaka tli að taka það að sér.

Miðað við að 10.000 fari um veginn á hverjum degi og veggjald (innifalið í verði bensínlítranns) skili ríkinu 8 krónum fyrir hvern ekin kílómetra þá eru tekjur ríkis af þessari umferð um 1,46 milljarðar á hverju ári.

Það hefur marg ítrekað verið kallað eftir þessu vegriðið rétt eins og kallað hafði verið eftir því á veginn þar sem þrír létu lífið í Garðabæ.

Þessi frétt í Morgunblaðinu mun sennilega ekki vera nóg til þess að vegrið verður sett upp. Til þess þarf banaslys. Reyndar held ég að Ómar verðleggi of lágt, miði við tölur frá því fyrir síðustu gengisfellingu.

Birgir Þór Bragason, 13.10.2012 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband