Eldgos sem bjargar landhelginni ?

Kolbeinsey er að hverfa vegna ágangs sjávar en þetta smásker gefur Íslendingu þúsundir ferkílómetra landhelgi. Hægt er að gæla við hugmyndir um að styrkja skerið með því að steypa það upp og jafnvel járnbinda steinsteypuna svo hún haldi það er auðvitað óraunhæft.

En úr því að þar hefur gosið, síðast 1372, er kannski ekki vonlaust að náttúran grípi til eigin ráða og geri það sem mannlegur máttur ræður ekki við?


mbl.is Tengist gliðnun Eyjafjarðaráls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.6.2010:

"Þótt Kolbeinsey hverfi brátt í sæ kemur það ekki að sök, því samið var um miðlínuna [á milli Íslands og Grænlands] árið 1997."

Þyrlupallurinn í Kolbeinsey er horfinn og eyjan sjálf mun brátt heyra sögunni til

Þorsteinn Briem, 22.10.2012 kl. 20:23

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er fyrir löngu síðan búið að teikna þessu línu á landakort.

Og það er það eina sem hún er, lína á landakorti. (Enginn hefur séð hana á sjó!)

Mun sú lína hverfa af landakortum þó að einn klettur brotni? Neibb.

Árnes- og Rangárvallasýslur yrðu ekki heldur að einni ef Þjórsá myndi þorna.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.10.2012 kl. 00:31

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og Skeiðararbrú verður áfram á sínum stað í allri sinni lengd, þótt áin sé stungin af.

Ómar Ragnarsson, 23.10.2012 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband