Keyrt á fullt í áhættuspilinu um einstakt lífríki Mývatns

Nú dugar ekkert minna en "tveir stórir borar á sama tíma" til að hægt sé að keyra af stað í áhættuspil með helstu náttúruverðmæti Norðausturlands í nafni atvinnuuppbyggingar.

Ullað verður á skuldbindingar Íslendinga vegna Ríósáttmálans um sjálfbæra þróun (andstæðan við rányrkju) og það að náttúran njóti vafans.

Einn af þremur möguleikum varðandi Hveraröndina í Námaskarði, eina hverasvæðið við hringveginn, sem gefinn var upp í mati á umhverfisáhrifum Bjarnaraflagsvirkjunar, var sá, að hverirnir í Hveraröndinni myndu hverfa. Það verður í góðu lagi að gambla með það.

Mývatn á engan sinn líka á jarðríki varðandi einstakt samspil lífríkis og jarðmyndana. Vatnið er hryggjarstykki í ferðaþjónustu á Norðausturlandi. En töfraorðið "atvinnuuppbygging" á greinilega ekki við um það í hugum  ráðamanna, heldur er einblínt á tímabundnar "mannfrekar framkvæmdir" (annað töfraorð) , sem að vísu skapa störf á meðan á þeim stendur, en skapa síðan jafn marga atvinnuleysingja þegar framkvæmdum lýkur.

Nú hefur verið upplýst að í stað 50 ára endingar Hellisheiðarvirkjunar séu 40 ár nær lagi. Kannski lækkar það í 30 ár fyrr en varir. Hvaða tölur verða nefndar og þeim síðan breytt eftir aðstæðum við Mývatn?

Við Mývatn á að keyra af stað með stærstu fáanlegu tækjum með sama rányrkjuhugsunarhættinum og hér syðra með svipuðum loforðum um enga loftmengun, ekkert vandamál vegna affallsvatns og enga manngerða jarðskjálfta, - allt loforð sem hafa reynst haldlaus.

Ofan á þetta á síðan að gefa loforð og engin áhrif á lífríki Mývatns, sem byggist á aðrennsli hæfilega kísilblandaðs vatns neðanjarðar.

Inn í þessu viðkvæmu heild á nú að ráðast með stærstu finnanlegu tækjum á grundvelli áratugs gamals mats á umhverfisáhrifum þótt nú sé komið í ljós að hliðstætt mat á Hellisheiðarvirkjun hefur ekki staðist.

Það á að 15-30 falda núverandi orkuvinnslu í 2,8 kílómetra fjarlægð frá byggðinni og láta sem ekkert C, svo að notuð sé framsetning Halla og Ladda í nafni grínplötu þeirra.

Lífríki Mývatns og tilvist þessarar stærstu náttúruperlu Norðausturlands er víst bara grín.  


mbl.is Tveir stórir borar á sama tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Heimskan ríður ekki við einteyming hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Til hvers var verið að rífa verksmiðjuna þarna ef það á svo að reisa einhvern óskapnað þar í staðinn? Tali maður ekki um áhrif á hverina og vatnið allt í kring, sem og mögulega jarðskjálfta sem orsakast af svona.

Sumarliði Einar Daðason, 23.10.2012 kl. 08:28

2 identicon

Drill, baby, drill.

Spill, baby, spill.

Kill, baby. Kill!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 09:24

3 identicon

- mér var bent á athyglisverðar upplýsingar í erlendu tímariti um meiri tíðni krabbameins í Hveragerði og Skútustaðahreppi en á köldu samanburðarsvæði!

http://www.ehjournal.net/content/11/1/73/abstract

"Adjusted HR in the high-temperature geothermal area for all cancers was 1.22 (95% CI 1.05 to 1.42) as compared with the cold area. The HR for pancreatic cancer was 2.85 (95% CI 1.39 to 5.86), breast cancer 1.59 (95% CI 1.10 to 2.31), lymphoid and hematopoietic cancer 1.64 (95% CI 1.00 to 2.66), and non-Hodgkin s lymphoma 3.25 (95% CI 1.73 to 6.07). The HR for basal cell carcinoma of the skin was 1.61 (95% CI 1.10 to 2.35). The HRs were increased for cancers of the nasal cavities, larynx, lung, prostate, thyroid gland and for soft tissue sarcoma; however the 95% CIs included unity."

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 12:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólgan hér á Íslandi var 4,3% í september síðastliðnum og stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75% en í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans, var verðbólgan hér 18,6% og stýrivextir Seðlabankans 18%.

Og árið 2006, í miðju "góðærinu", var 2,9% atvinnuleysi hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 23.10.2012 kl. 14:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Starfandi Íslendingum hefur fjölgað um 7.500 á einu ári.

Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar nú í september var atvinnuleysi komið niður í 5% (en mældist 6% fyrir ári) og skráð atvinnuleysi hjá Vinnumálastofnun nú í september var 4,9% (en var 6.6% fyrir ári).

Og samkvæmt könnun Hagstofunnar fyrir september síðastliðinn hefur starfandi fólki fjölgað um 7.500 frá september í fyrra."

Þorsteinn Briem, 23.10.2012 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband