"...tíu sinnum meira en hún þarf...", rafmagn frá eldfjöllum fyrir bresk heimili.

Fyrir tíu árum var talið gulltryggt fyrirfram að leyst yrðu öll vandamál varðandi loftmengun og affallsvatn frá Hellisheiðarvirkjun og ekki minnst á möguleikana á manngerðum jarðskjálftum.

Nú er beðið um átta ára frest til að reyna að uppfylla hin sviknu loforð, sem voru byggð á óskhyggju en ekki reynslu, en jafnframt gefin sömu loforð varðandi Bjarnarflagsvirkjun, þótt hún sé sex sinnum nær byggð en Hellisheiðarvirkjun.   

Fyrir áratug var talið að upp væri að renna ný fimmfalt til tífalt betri orkunýting en áður með tilkomu djúpborana.

Margir, þeirra á meðal ég, lögðu trúnað á þetta sem og hin gulltryggðu úrræði sem veifað var vegna Hellisheiðarvirkjunar.

Í dag er ekki að sjá að djúpboranirnar séu neitt nær en þær voru fyrir áratug en þvi lofað að búið sé að leysa það verkefni að virkja hitinn frá eldfjöllum Íslands fyrir heimili í Bretlandi !   

Fyrir 35 árum var talað um að handan við hornið væri lausn á sýruvandamálum í borholum í Kröflu.

Enn, 35 árum síðar, er þetta fullyrt án þess að lausnin láti bæra á sér.

Forstjóri Landsvirkjunar veifar nú hinum gulltryggðu lausnum þrátt fyrir allt þetta og bætir bara í eins og sjá má til þess að lokka Breta til að taka þátt í hernaðinum gegn íslenskri náttúru með því að bæta ofan á allar virkjanirnar fyrir "orkufrekan iðnað" virkjunum fyrir orku um sæstreng til Bretlandseyja.

Í viðtali við blað Háskólans í Reykjavík segir hann blákalt: "Sú þjóð sem býr við að hafa tíu sinnum meiri orku en hún þarf hlýtur að skoða alla möguleika hlýtur að skoða alla möguleika til að selja orkuna." 

Já, þetta er bara ákveðið í huga forstjórans, að láta ekki nægja að við framleiðum 4-5 sinnum meiri orku en við þurfum sjálf til að seðja orkuhungur "orkufreks iðnaðar", heldur framleiða tíu sinnum meira!

Það er búið gulltryggja þetta allt, leysa öll mengunar-, affallsvatns-,jarðskjálfta-, sýru-, djúpborunar,- og eldfjallavirkjanavandamálin og framleiða tíu sinnum meiri orku en við þurfum!


mbl.is Orka frá íslenskum eldfjöllum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband