17.11.2012 | 01:43
Umræða á lágu plani.
Mitt Romney færir stjórnmálaumræðuna niður á lágt plan með því að láta að því liggja að Bandaríkjaforseti hafi í raun misnotað aðstöðu sína með því að láta konum og Bandaríkjamönnum af afrískum og latnesum uppruna í té ókeypis getnaðarvarnir og heilbrigðisþjónustu.
"Ókeypis" þýðir að ríkið borgar og þá liggur beint við að álykta í samræmi við hugsunarhátt Romney, að Obama hafi notað ríkisfé til þess að múta stórum þjóðfélagshópum.
Þessum þjóðfélagshópum fjölgar meira en öðrum í Bandaríkjunum og því er Obama í raun að hamla gegn þessari fjölgun með því að láta þeim í té getnaðarvarnir og ætti Romney að vera ánægður með það, þótt hann sé óánægður með það að hinir fátækari fái aðstoð í heilbrigðiskerfinu og stuðli þar með að því að lifa af í stað þess að drepast.
Romney hefur áður dottið í þann pytt að fara niður á þetta lága og ógeðfellda plan og að því leyti á ég erfitt með að skilja það hve langt þessi maður hefur náð.
Romney: Obama jós gjöfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gefum Sjálfstæðisflokknum smokka.
Þorsteinn Briem, 17.11.2012 kl. 03:14
Stórgóður útgangs púntur hjá þér Ómar....afhverju eru ekki fleiri eins og þú sem vekja athygli á (sem eru kölluð litlu auðveldu málin).....máli eins og þessu frá USA...er þetta ekki bara inn á okkar orði sem óafgreitt mál???? eins og annað sem er ekki hyrt um að skrifa um??
Þorgeir (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 05:06
Trúarhópar vilja fá eins mikið af börnum og mögulegt er til að fá stóran sauðahóp
DoctorE (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.