Aðeins 3 af 19 svæðum nú til verndarnýtingar.

Aðeins þrjú af nítján háhitavirkjanasvæðum á Reykjanesskaga fara í verndarnýtingarflokk samkvæmt þeirri útgáfu rammaáætlunar, sem nú er lögð fram á Alþingi.

Fyrstu viðbrögð, sem heyrðust um á þingi um þessa útgáfu rammaáætlunar voru þau, að andstaða væri við að setja Norðlingaöldu og fleiri virkjanakosti í verndarnýtingarflokk.

Einn þingmaður Suðurkjördæmis lýsti óánægju með að ekki væri strax vaðið í þrjár virkjanir í Þjórsá, Hagavatnsvirkjun, Hólmsárvirkjun og vildi vaða í það og vera ekkert að tvínóna við það.

Það þarf því ekki að vera óeðlilegt að á móti heyrist frá þingmönnum sem vilja ekki setja allan Reykjanesskagann í þann ruslflokk að einungis þrír virkjanakostir lendi í verndarnýtingu og að allt verði virkjað sundur og saman frá Reykjanestá norðaustur á Hellisheið og njörva allan skagann í net virkjanamannvirkja með tilheyrandi stöðvarhúsum, skiljuhúsum, gufuleiðslum, borholum, virkjanavegum og háspennulínum.

Og að vilja heldur ekki að vaðið sé út í stóra háhitavirkjun örskammt frá byggð í nálægð Mývatns þar sem taka á áhættu um það einstaka sambland lífríkis og jarðminja sem vatnið er auk þess að eitra loftið fyrir íbúum nágrennis virkjunarinnar.

Nú eru gefin svipuð tíu ára gömul loforð um lausnir þar og gefin voru fyrir tíu árum við Hellisheiðarvirkjun og ekki hefur tekist að efna. IMG_0995  

Meðal þess sem nú er inni á aftökulista einstæðra náttúruverðmæta á Reykjanesskaga er Eldvarpavirkjun, þar sem ætlunin er að stunda hröðustu rányrkju, sem möguleg er á Íslandi, og felst í því að stytta líftíma virkjanasvæðisins Svartsengi-Eldvörp úr 50IMG_3389 árum niður í 30 ár og slátra í leiðinni fyrirbæri, sem hvergi finnst í heiminum nema á Íslandi. IMG_3384

Örfáar gígaraðir á borð við Eldvörp finnast á Íslandi og svæðið við þau býr yfir miklum möguleikum ósnortið til mun meiri tekna af ferðamönnum til allrar framtíðar heldur en fæst með rányrkjunni, sem virkjunin felur í sár.  

Vísa til Fréttablaðsgreinar minnar í gær um "Martröð Eldvarpavirkjunar eða draumurinn  um "Eldhringinn".  


mbl.is Vill færa 8 virkjanakosti í biðflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

"Mikil fórn fyrir lítinn ávinning. Eldvörp á Reykjanesi er kynngimagnaður staður. Þar stígur jarðgufan upp úr hrauninu líkt og eldgosi sé nýlokið." Fallegar myndir á myndbandi Ellerts Grétarssonar á You Tube með tilheyrandi tali og tónum. Frá 2.09.2012

Borholan sem er nokkra metra frá aðalgígnum stendur óhreyfð frá 1983. Í núverandi rammaáætlun er þessum töfrum fórnað slái þingmenn ekki skjaldborg um Eldvörp. Gígaröð frá þrettándu öld sveipuð dulúð. Aðstæður eru líkar og við Bitruvirkjun. Náttúrufegurð og einstakir hverir sem nú þykir sjálfsagt að vernda.

Ef menn vilja skapa tekjur eru ótal möguleikar án þess að skerða náttúruminjar. Í nágreni Þorbjarnarfells er hægt að reisa vatnsrennigarð fyrir ferðamenn, án þess að ríki, útlendingar eða bæjarfélög séu að fjárfesta. Lónagarð í ætt við Legoland. Danir kunna á því skil ef ekki heimamenn. Þar er kominn vísir af skógrækt og land tilvalið til útivistar.

Það hefur verið lenska að kalla á útlendinga og selja dýrust djásn fjallkonunnar. Hversu lengi skyldi það ganga?

Sigurður Antonsson, 23.11.2012 kl. 22:44

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Sem fyrr gleymist að minna á það að Bláa lónið er aukaafurð virkjana í Svartsengi.

Bláa lónið - aukaafurðin - er nú talið eitt af mestu undrum veraldar - miklu meira undur og verðmætara en þessi gígar.

Það þarf ekkert að ayðileggja þessa gíga. Það má gera málamiðlun og hafa holur og stöðvar hús fær en áður var ætlað - skáboranir eru auðveldar.

Kostirnir eru að þá kemur almennilegu vegur á svæðið og snyrtingar væru þá aðgengilegar auk annarrar þjónustu við ferðamenn sem nú gera þarfir sínar út um allar trissur vegna aðstöðuleysis.

Ég myndi vilja sjá stóra háhitavirkjjun á hálendinnu - stöðvarhús neðanjarðar og blátt lón á þakinu

Ef við virkjum ekki meira Ómar - og/eða veiðum ekki meira -  er áhættan af þjóðargjaldþroti innan fárra ára yfirvofandi ógnun.

Kristinn Pétursson, 24.11.2012 kl. 12:47

3 identicon

Það gleður mig að börnin mín, og annarra, geti í framtíðinni notið náttúru Íslands í heimsóknum sínum hingað á klakann. Þegar Ísland og lifnaðarhættir hér verða eins framandi afkomendum okkar og okkur þótti Gísli á Uppsölum. Þegar bókahillur afabarnanna skipa heiðurssess með fegurstu bókmenntum Íslands á frummálinu sem fæstir geta þó lesið. Þegar fræðimenn skrifa gáfulegar greinar og tæknilegar bækur um fólk sem friðaði afkomendur sína úr landi vegna fortíðarhyggju, sveitarómantíkur, draumóra og blindu á lífsnauðsynlegar þarfir til afkomu þjóðar.

Það gleður mig að vera það fullorðinn að hafa átt fortíð á Íslandi. Það gleður mig að börn hugsa ekki lengur um það að gera sér framtíð á Íslandi.

Lengi lifi hið Íslenska þúfubarð, lækjarsprænan og bæjarhóllinn.

sigkja (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 22:47

4 identicon

Kristinn, -"þjóðargjaldþrot" ef ekki verður framleidd meiri raforka?

sigkja,-náttúruvernd = "fortíðarþráhyggja"?

Ég get ekki betur séð en að rauði þráðurinn í málflutningi Ómars og argra mannara náttúruverndarmanna sé að "hámarka verðmæti náttúrunnar".

Þetta viðmið kemur vel fram í umfjöllun um 25MW jarðvarmavirkjun við Geysi í Haukadal sem nú er til umfjöllunar í 2. áfanga Rammaáætlunar.

Framleiðsluverð raforku frá Geysi má ætla 600 milljónir á ári og af því að engin innlend eftirspurn er eftir þessari orku skulum við gefa okkur að hún verði seld í álbræðslu þar sem hún skilar engum virðisaukaskatti og gefur af sér 15 störf í verksmiðjunni og 2 ársverk við vélgæslu og viðhald virkjunarinnar.

Fjárfesting á bak við þessa 700 milljóna ársveltu má áætla 15 milljarða mv reynslu af eignamyndun LV

Til samanburðar má geta þess að ferðaþjónustan við Geysi er stærsti vinnustaður í sínu byggðarlagi og þetta einstaka náttúrufyrirbrigði gefur af sér 100-200 störf á landsvísu. Ferðaþjónustan greiðir margfalda skatta á við stóriðjuna og t.a.m. eina atvinnugreinin sem ætlað er að selja Íslenska virðisaukaskatt inn á heimsmarkað.

Er hægt að "selja" náttúruna jafnframt því að virkja hana?

-Að einhverju leyti er það hægt, -en það er ekki markaður fyrir mörg "Bláu Lón" eð gler og marmara virkjanafordyri.

Það er hinsvegar mikið tækifæri framundan við að afla ómældra tekna af mörgum þeim óþekktu náttúruperlum sem enn eru "utangarðs" en þó innan seilingar sbr Eldvörp. Hér skiptir mestu að hafa skýra framtíðarsýn aog standa þannig að verki að náttúran skaðist ekki og geti staðið undir umferð og tekjum um ómunatíð.

Hitt atriðið sem okkur náttúruverndarmönnum er annt um er sjálfbærni gufuvirkjananna.

Það er til skammar að Orkustofnun standi ekki fyrir opinni umræðu um það stórmál og leggi öll mæligögn á borðið.

Eg sé því ekki merka framtíð felast í því að fórna verðmætri náttúru til þess að selja "einnota" raforku á hrakvirði í erlendar málmbræðslu þegar mögulegt er að nýta náttúruna á arðsamari hátt.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 10:19

5 identicon

"argra mannara" = margra annara

:)

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 10:21

6 identicon

Sigurður:

"Það er hinsvegar mikið tækifæri framundan við að afla ómældra tekna af mörgum þeim óþekktu náttúruperlum sem enn eru "utangarðs" en þó innan seilingar sbr Eldvörp. Hér skiptir mestu að hafa skýra framtíðarsýn aog standa þannig að verki að náttúran skaðist ekki og geti staðið undir umferð og tekjum um ómunatíð."

Heyr heyr!!!

Það er ótrúlega mikið til af sniðugum svæðum til skoðunar, - það er verið að nota brot af þeim möguleikum sem eru fyrir hendi. Synd að horfa á það að þegar vegir eru lagðir að fossum og gljúfrum sé það rétt áður en þeim er sökkt, - þá er til fjármagn.
Og veglagningar um óbyggðir, - já, - línuvegir helst.
En penir vegir eingöngu til að komast að mörgum stöðum til að sjá þá....neeeeei.

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband