Mjallhvít og dvergarnir sjö ?

Þegar ævintýrið Mjallhvít og dvergarnir sjö varð til var fátækur almúginn yfirleitt fólk, sem var útitekið og sólbrúnt af stritinu útivið en aðalsfólkið frekar ljósleitt, af því að það var meira innandyra.

Þess var líklega ekki tilviljun að Mjallhvít var mjallhvít í ævintýrinu, því að það var toppurinn á tilverunni og tákn um velgengni og auð að vera ljós á hörund.

Nú er öldin önnur. Í borgunum vinna flestir innandyra og það er merki um velgengni að vera sólbrúnn og sællegur eins og það er kallað. ´

Mér datt því í hug að á okkar dögum myndi ævintýrið heita Sólbrún og dvergarnir sjö.

En konan mín segir mér raunar að hjá stórstjörnunum, söngkonum, kvikmyndadisum og fyrirsætum sé það tíska að þær séu hvítar og mikið málaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mórinn Davíð mjallahvítur,
á myndum er sem hundaskítur,
aldrei sekkur, ætíð flýtur,
út'í Móum boðorð brýtur.

Þorsteinn Briem, 24.11.2012 kl. 13:37

2 identicon

Góðir saman.

Strowser (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 15:38

3 identicon

Merkilegt hvað ómerkilegheitin rata saman í eina kjaftaforáttu.

Ericson (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband