"Afætur og ónytjungar" sem "ættu að vinna almennilega vinnu."

Fróðlegt er að sjá tölurnar um hundruð milljóna króna veltu vegna erlendra ferðamanna sem komu hingað í nóvember, á árstíma sem hefur verið talinn "ómögulegur" og "vonlaus", til að vera á Iceland Airwawes hátíðinni og sköpuðu 61% fjölgun ferðamanna í mánuðinu.

Þessa hátíð héldu íslenskir tónlistarmenn sem hafa mátt þola það, jafnvel úr ræðustóli Alþingis, að vera kallaðir ónytjungar, sem "ættu að vinna almennilega vinnu".

"Afætur og baggi á þjóðinni, sem eiga ekki skilið að fá krónu fyrir höfundarrétt af því að hver sem er getur farið út í bílskúr og spilað á gítar, sungið og tekið það upp," voru ein af mörgum svipuðum ummælum um tónlistarfólk sem viðmælendur í spjallþætti létu falla þegar yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem létu í ljósi álit sitt á höfunarrétti voru á þessari skoðun.

Tónlist, kvikmyndagerð og aðrar listgreinar eru nú orðin stærri hluti af þjóðarbúskapnum en landbúnaður, og skapa gjaldeyristekjur upp á tugi milljarða, en áfram tala margir í fyrirlitningartóni um um þennan geira efnahagslífsins, "lattelepjandi kaffihúsalýður", "ómagar á þjóðinni."

Með sama áframhaldi koma um milljón ferðamenn til landsins á ári eftir tvö ár og kynningarmáttur íslenskrar tónlistar, kvikmyndagerðar, skáldsagna og annarra lista hafa átt afar stóran þátt í því.

En samt tala enn svo margir niður til þessa og kalla það "eitthvað annað" með fyrirlitningartóni.   


mbl.is Airwaves hafði mikil áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef lúmskan grun um að þeir sem kallaðir eru afætur á þjóðfélaginu séu rithöfundar sem skrifa bækur sem engin vill kaupa og þeir sem búa til einhver svo kölluð listaverk sem enginn vill sjá eða eiga,,þú býrð ekki til hæfileika í skóla,,,,ísland á marga mjög góða tónlistamenn,sem allflestir geta brauðfætt sig með eigin vinnu og þurfa ekki að þyggja ölmusu af almannafé,,

Alfreð (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 00:55

2 identicon

Til eru ónytjungar á mölinni fyrir sunnan sem ættu að vinna almennilega vinnu, vissulega.

En það er sko ekki tónlistarfólkið, sem hefur yfirleitt lágar tekjur.

Nei, ónytjungahópur sá kennir sig við lögfræði og er orðinn risikofaktor fyrir þjóðina.

 

Jónas skrifaða einn frábæran pistil snemma í morgun. Líklega óþarfi að kópí-peista hann, hjá mest lesna bloggara landsins, geri það samt.

Jónas. 7.12.12. Hagsmunagæzla sérfræðingann.

Töluvert af svokölluðum sérfræðingum landsins eru partur af yfirstéttinni, einkum lögmenn. Flestir þeirra gæta hagsmuna yfirstéttarinnar, en alls ekki þjóðarinnar. Finna allt til foráttu þeim breytingum, sem fela í sér skert forréttindi og fríðindi yfirstéttarinnar. Eru þess vegna andvígir þjóðareign kvótans og nýrri stjórnarskrá. Hvort tveggja felur í sér tilfærslu á valdi frá þeim, sem ekki lúta sömu reglum og takmörkunum og aðrir landsmenn. Við skulum hafa þetta í huga, þegar við heyrum gagnrýni sérfræðinga á þjóðareign kvóta og nýrri stjórnarskrá. Sú gagnrýni er fyrst og fremst hagsmunagæzla.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 09:44

3 identicon

Þeir sem þiggja bætur af ríkinu eða "listamannalaun" eru baggi.  Þeir eru á "sveitinni".

Gamall sannleikur breytist ekki.

En það er annað mál að listafólk er líka margt mjög duglegt og hæfileikaríkt á Íslandi.  Óþarfi að blanda því saman við sveitarómagana.

jonasgeir (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 11:24

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar eg sem unglingur var sendur í sveit á sumrin máttum við krakkarnir „af mölinni“ heyra sitthvað sem kemur annarlega fyrir sjónir eða öllu heldur heyrnir ef svo má til orða taka.

Faðir minn sem starfaði við að aka bifreiðum. Sagði gamla sveitafólkið að slíkir menn „sætu á rassgatinu“ við eitthvað dútl. Í dag sitja bændur í sætum velbúinna traktora og vinna á methraða miðað við það sem áður tíðkaðist þegar túnin voru slegin með orfi og ljá og hey unnið með hrífum. Arðsemin á einum degi jafnast kannski við erfiði margra vikna fyrrum. Og ekki batnaði umtalið og viðhorfin til okkar „þéttbýlinganna“ þegar sagt var að ekki þyrfti annað en að skjótast fyrir næsta horn til að kaupa nál eða tvinna og annað sem fólk vanhagaði um. Eg minnist þess að hafa einhvern tíma spurt í sakleysi mínu: „Af hverju flytjið þið ekki til Reykjavíkur fyrst allt er betra þar“?

Ekki var þessari fávísu spurningu vel tekið.

Nú er þetta að breytast sem betur fer. Þó er eitt sem enn ætlar ekki að breytast og það er sem fólgið er í óvenjulegum stuðningi ríkisvaldsins við tvær tegundir atvinnustarfsemi í landinu. Annars vegar er það mjólkurframleiðsla og vinnsla. Hins vegar sauðfjárbúskapurinn. Skiljanlegt er að veita þarf einhvern stuðning við mjólkina þó mýmörg dæmi um vægast sagt einkennilegt fyrirkomulag sé á í þeim málum. Þannig er mjólk framleidd á Vestfjörðum flutt suður til vinnslu og sömu leið til baka til neytenda!

Í haust urðu nær 10.000 sauðfjár úti á Norðurlandi. Bændur fá góðar bætur fyrir, jafnvel meira en þeir hefðu fengið ella við venjulegar kringumstæður. Við Íslendingar verðum að fara að breyta þessu: Af hverju ekki að hafa færra fé en ala það í skjólgóðum beitarskógum þar sem grös og gróður eru gjöfullri? Hvarvetna erlendis er búfé í girðingum en ekki uppi um öll fjöll og firnindi eins og hér tíðkast. Hvað skyldi það kosta að vera með 20-30 manns í viku eða jafnvel lengri tíma við smölun á afrétti í nánast hverju einasta sveitarfélagi landsins? Sveitarfélögin verða eðlilega af útsvarstekjum ef allt þetta fólk væri tímabundið við annað launað starf. Margir kalla þetta „sport“ að fara í göngur! En það er nú oft svo að göngur og réttir fara fram á þeim árstíma að allra veðra er von. Hefur alloft borið við að gangnamenn hafi lent í hrakningum og jafnvel lífshættu. Stundum hafa björgunarsveitir verið kallaðar til aðstoðar og leitar. Eins og fólk geti ekki farið í fjallaferðir um sumrin þegar alla vega er von á betra veðri. Og ekki þarf að eltast við þessar hundleiðinlegu rollur!

Í nútímasamfélagi er hagræðing alltaf að verða mikilvægari og kappkostað að gera vinnuna arðmeiri. Að hafa fólk hundruðum saman við göngur verður að teljast mjög arðlitla og vafasama iðju. Þá mætti reikna tjón sem beit sauðfjár og rask vegna smölunar á viðkvæmum tíma og stöðum veldur.

Ætli „dútl“ listamanna og rithöfunda sé ekki jafnvel orðið arðmeira en stússið kringum rollur landsmanna?

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 7.12.2012 kl. 22:44

5 identicon

Ég hef átt því láni að fagna að kynnast mörgu tónlistafólki í gegnum árin. Því að baki lágu vissar aðstæður, sem óþarft er að rekja hér. En í stuttu mál sagt er þetta mesti úrvalshópur sem ég kynnst. Þessir einstaklingar hafa lagt í langt og strangt nám, hlúað og ræktað mjög sérstaka hæfileika með alúð og dugnaði. Vita samt að tekjuháir verði þeir aldrei. Nokkrir verða fastir meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands, þó aðeins með meðal laun.

Nei, afætur og ónytjungar eru ekki þar að finna. En sú manngerð er til í samfélaginu og kemur nær undantekningarlaust úr röðum lögfræðinga. Slitastjórnir bankanna, lögfræðingar útrásarglæpóna, varðhundar hagsmunahópa, braskara og fjárglæframanna.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 05:56

6 identicon

Guðjón Sigþór: Stuðningur við mjólkurframleiðslu og Sauðfjárframleiðslu hét í eina tíð NIÐURGREIÐSLA (til neytenda), og hafði þann tilgang að lækka verðið á vörunni. Þessu var breytt í stuðning beint í rótina, til að lækka verðið í rótina, - allar prósentuálagningar á eftir yrðu þá minni, - en þær hækkuðu snarlega í staðinn.
Mjólkin myndi þurfa að hækka um svona 50 kr. ef þessu væri sleppt, og lambið um svona 200-300 kr.

Svo einfalt er það.

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband