3.1.2013 | 23:37
Stundum sérstakt ástand rétt fyrir kosningar.
Þegar komið er að kosningum fer oft að myndast ókyrrð í stjórnarsamstarfi. Í samsteypustjórnum þurfa aðilar að fylgja stefnu, sem mörkuð var í upphafi stjórnarsamstarfs með málamiðlun, og núverandi stjórn er dæmi um það.
En þegar horft er fram á kosningar á næsta leyti verða aðilar stjórnarsamstarfsins að huga að því að marka sérstöðu sína í kosningunum, einkum ef staðan í skoðanakönnunum er ekki sterk.
Nokkur dæmi eru um þetta í íslenskri stjórnmálasögu.
Þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur höfðu verið í stjórnarsamstarfi í fimm ár, frá 1950 til 1955, var komin þreyta í samstarfið, sem hafði hafist í þvinguðu umhverfi sem Kalda stríðið hafði mikil áhrif á að því leyti að "lýðræðisflokkarnir" þrír voru sammála um það að "kommúnistar" mættu ekki vera í ríkisstjórn. .
Við lá að Sveinn Björnsson forseti þyrfti að mynda utanþingsstjórn i upphafi ársins 1950 af því að stjórnarkreppa var í landinu, mest vegna þess að afar bagalegur trúnaðarbrestur hafði verið í átta ár á milli formanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Hvorugur þeirra leiddi stjórnina 1950 en Ólafur leiddi stjórnina 1953.
Eftir tveggja ára setu þeirrar stjórnar og fimm ára samstarf flokkanna var vaxandi fylgi við það innan Framsóknarflokksins að hann yrði að losna "úr klóm íhaldsins" eins og stjórnarandstaðan orðaði það og reka það af sér að vera talinn orðinn hægri flokkur.
Veturinn 1955 til 1956 fór stjórnin að missa tök á efnahagsmálunum og í mars 1956 hafði Framsókn samstarf við stjórnarandstöðuflokkana um að móta nýja utanríkisstefnu þess efnis að varnarliðið færi úr landi.
Því olli meðal annars fylgi Þjóðvarnarflokksins sem fékk 10,5% fylgi í bæjarstjórnarkosningunum í Reykjavik og sótti fylgi að hluta frá Framsóknarflokknum.
Ríkisstjórnin sagði samt ekki af sér þótt brestirnir blöstu við strax síðari hluta ársins 1955 og undiraldan til vinstri hjá Framsókn dyldist ekki fyrir neinum.
Samstarf og samband Jóhönnu og Steingríms hefur að vísu verið annað og betra í þessari ríkisstjórn en í stjórn Ólafs Thors 1953 til 1955, og stjórnin á eftir að sitja fram að kosningum, en auðséð er að fyrir kosningar þurfa flokkarnir, einkum Vg, að marka sér sérstöðu á málefnasviðinu án þess þó að hleypa öllu upp í loft, því að á því myndu þeir báðir tapa.
Óumflýjanlegt að endurmeta stöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað ættlar svo Ómar að kjósa núna,=Samfylginguna??????//Kveðja
Haraldur Haraldsson, 4.1.2013 kl. 00:06
ESB-sinnar segja að þjóðin eigi að sjálfsögðu að bíða eftir "samningnum" sem býðst. Hljómar skynsamlega ef ekki væri meinbugur á;
Það er enginn "samningur" í boði.
VG á að biðja kjósendur sína afsökunar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2013 kl. 00:19
25.8.2012:
"Á flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Hólum í Hjaltadal var meðal annars samþykkt ályktun um að ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingar hafi skilað miklum og ótvíræðum árangri."
"En betur má ef duga skal og þessum árangri þarf að fylgja eftir með áframhaldandi samstarfi vinstri manna í íslenskum stjórnmálum á næsta kjörtímabili," segir í ályktuninni."
Vinstri grænir vilja áframhaldandi samstarf vinstri manna á næsta kjörtímabili
Þorsteinn Briem, 4.1.2013 kl. 00:35
Tek undir með Gunnari, það er enginn samningur í boði einungis innlimun og upptaka regluverk ESB.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2013 kl. 00:36
Það þarf ekki mikla söguþekkingu eða lestur, til þess að átta sig á hatursamandi flokkanna á vinstri vægnum. Eftir hrun austurblokkarinnar óskaði Jón Baldvin eftir upplýsingum um kommúnistana frá Austur Þýskalandi, Svavar Gestsson og félaga, Höfðu þeir verið á mála hjá Stasi? Jafnaðarmenn lögðu ekki mikla trú á þær upplýsingar sem fengust, Hefði Jón Baldvin getað fengið sönnun á meintum ávirðingum þeirra félaga, þá hefði VG ekki verið til í dag.
Í hruninu lagði Geir Haarde til að VG yrði teknir inn í ríkisstjórnina, Ingibjörg Sólrún umturnaðist og tók það ekki í mál.
Það var því stórmerkilegt þegar þessir fjandvinaflokkar mynduðu ríkisstjórn. Eitraða peðið í samstarfinu var ESB. Annar flokkurinn myndi augljóslega hrynja í framhaldinu. Um þetta bloggaði ég á sínum tíma.
Nú sýna skoðanakannanir að VG muni bíða afhroð. Umræðurnar um ESB í komandi kosningabaráttu, mun þýða að harðir ESB andstæðingar munu ekki kjósa VG. Flokkurinn er í alvarlegri hættu á að þurrkast út. Svanhvít Svavars og Katrín Jakobs, vildu taka á málinu í haust, en Árni Þór og Steingrímur vildu bíða. Nú er Árni Þór dottinn út af þingi, og formannsstóll Steingríms farinn að hitna ískyggilega. Jafnvel þó að Steingrímur taki á ESB málinu í janúar, er það sennilega orðið of seint. Eftir janúar, skiptir það engu máli lengur. Dómurinn er þá fallinn.
Þjóðvakaarmur ríkisstjórnarinnar kalla á Steingrím ,,dansaðu fíflið þitt dansaðu" og Steingrímur á að halda ESB vegferðarinnar áfram.
Ómar Ragnarsson sem fylgi með þegar Íslandshreyfingin var tekin yfir í ,,stuldsettri yfirtöku" , er nú umvafinn sósíalistum ríkisstjórnarinnar, því jafnaðarmennirnir eru flúnir yfir í Bjarta framtíð. Vilji Ómar þennan félagskap, á hann miklu frekar heima í VG, en þeir vilja jú ekki selja kínverskum auðmönnum landið eða ESB auðlindir okkar.
Sigurður Þorsteinsson, 4.1.2013 kl. 00:42
Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar hér, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 4.1.2013 kl. 01:17
Á Spáni og í einhverjum A-Evrópulöndum hækkaði matur og þjónusta upp úr öllu valdi eftir ESB innlimun.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2013 kl. 01:22
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:
"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.
Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna, þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi.
Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna."
Þorsteinn Briem, 4.1.2013 kl. 01:31
"STÓRRÍKIÐ":
"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.
Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."
Þorsteinn Briem, 4.1.2013 kl. 01:38
Já, Steingrímur aldrei of seint að fara á atkvæðaveiðar.
Þeir fiska sem róa. Það bara verst að svo margir eru farnir frá borði skútunnar!!!!
jóhanna (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 06:05
Sammála þér Ómar, nú gera menn sig gilda fyrir kjósendum sínum og kasta öllu frá sér sem kalla megi heilbrigða skynsemi.
Fyrir þá hina hér sem fara hamförum á veraldaravefnum og fara endalaust fram með niðrandi ummæli um ESB samstarf Evrópuþjóðanna 27 og ganga út frá því að allir sem þar eru með stjórnvölin, og um leið 500.000.000 íbúa sambandsins, séu með eindæmum miklir vitleysingar segi ég:
Þeir gusa mest sem grynnst vaða.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 09:34
Þú virðist halda Jón, að íbúar ESB landanna sé ánægðir með veruna í sambandinu. Staðreyndin er sú að í mörgum landanna er mikil óánægja meirihluta fólksins. Það eru helst betlilöndin sem eru ánægð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2013 kl. 10:07
Skoðanakannanir eru ekki kosningar, hvorki hér á Íslandi né í Evrópusambandsríkjunum, eins og Sjálfstæðisflokkurinn virðist halda.
Capacent Gallup 3.1.2013 (í gær):
"Um 3% segjast myndu kjósa Dögun, tæplega 3% myndu kjósa Hægri græna, sama hlutfall myndi kjósa Pírata og rúmlega 1% segist myndi kjósa Samstöðu.
Nær 13% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og 10% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag."
Samtals 33%, eða þriðjungur þeirra sem svöruðu í könnuninni.
"Niðurstöður sem hér birtast um fylgi flokkanna á landsvísu eru úr netkönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 28. nóvember til 28. desember 2012.
Heildarúrtaksstærð var 6.860 einstaklingar 18 ára eða eldri af öllu landinu og svarhlutfall var 60%."
Þorsteinn Briem, 4.1.2013 kl. 10:45
Tek undir með Gunnari, það fólk sem maður ræðir við í ESB löndum eru flestir sáraóánægðir með veruna þar. Og vara okkur við að fara þar inn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2013 kl. 12:15
"samningur um aðildina" er nú eitthvað það allra þreyttasta sem maður hefur séð. Það er enginn samningur um neitt nema tímann sem það má taka til að innleiða regluverkið, - hversu við erum tilbúin til að ganga yfir í klabbið eins og það er.
Evrópubúar innan ESB eru nú hver með sína skoðun á ágæti ESB. Það sem gott má upp draga er það, að vel gengur milli þeirra ríkja sem mörgu deila, - t.d. Frakklands, Þýskalands & BENELUX. En svo versnar aðeins í málinu þegar kemur að austur-Evrópuríkjum eða Syðri löndum.
Ég vinn m.a. við ferðamennsku, og mikill meiripartur af mínum kúnnum eru Evrópumenn. Aðild Íslands ber því oft á góma. Og það get ég sagt alveg hreint út að það er varla nokkur sem kemur upp með þá skoðun að við eigum erindi þarna inn. Ástæðan? Við erum of lítil þjóð og sitjum á of miklum auðlindum. Eigum alla sjénsa sem e-k fríríki utan í bandalögum og ekki inni í þeim.
Og p.s........hann er líka þreyttur brandarinn um það að við þurfum að ganga í ESB til að losna við verðtrygginguna. Þar dugar bara lagasetning með meirihluta alþingis. Eitthvað eru Framsóknarmenn að vinna í því þessa dagana (frumvarp held ég) en við lítinn hljómgrunn. Vinsælt að kasta þessu fram en greiða svo atkvæði á móti.
Jón Logi (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 16:14
Jón Logi einmitt mín upplifun fólk varar okkur við að fara þarna inn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2013 kl. 16:36
Þetta er akkúrat mín upplifun á afstöðu þeirra Evrópubúa sem ég hef rætt við um málið, og þeir eru þó nokkuð margir. Síðast voru það hollensk hjón sem ég hitti í Tyrklandi um daginn. Þau fórnuðu höndum og báðu Guð að forða okkur frá inngöngu.
Vissulega eru einhver smámál sem við getum hugsanlega samið um, en engin sem skipta einhverju verulegu máli.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2013 kl. 18:04
3 önnur Evrópuríki sem ekki eru í ESB eru.....
Lichtenstein, Sviss, Noregur...
Ég kynntist skemmtilegum "Lichtensteinerum" 2011 & 2012 og las mér þá aðeins til um þetta smáríki.
Þeir eru í góðum málum á eigin forsendum. Lykilatriði eru skattfríðindi, en þeir eru samt harðir í afstöðu sinni varðandi peningaþvott og svoleiðis nokk.
Landsvæði innan við 1/600 af Íslandi (minna en Grímsstaðir), íbúar ca 1/9 af Íslendingum. Og efnahagur góður. Eiga spes samning við Sviss og eru í EES, en ekki á leið inn í ESB.
Þessi 3 ríki eiga það sammerkt að spila vel úr sinni stöðu. Eitthvað sem við ættum að skoða vel.
Jón Logi (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 07:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.