Skyldi annar eins hálfleikur koma aftur ?

Íslendingar hafa í rúma sex áratugi att kappi af og til við ríkjandi heimsmeistara og kannski var leikurinn slæmi við Dani spilaður við væntanlega heimsmeistara, - hver veit?

En síðari hálfleikur landsleiks Íslendinga og ríkjandi heimsmeistara, Rúmena, í Laugardalshöllinni 1971, var viðburður sem enn á engan sinn líka í sögu handknattleiks á Íslandi. 

Spurningin er hvort íslenskt handknattleikslandslið muni nokkurn tíma leika slíkan hálfleik við ríkjandi heimsmeistara aftur.

Hjalti Einarsson kom þá í markið og lokaði því í heilar 18 mínútur! Heimsmeistararnir skoruðu aðeins þrjú mörk í síðari hálfleik og úrslitinu urðu jafntefli. 652842.jpg

Fyrir vikið var Hjalti kjörinn íþróttamaður ársins þetta ár.

Ég man vel eftir því, að Þorsteinn Björnsson, sem var einnig í fremstu röð íslenskra markvarða, fylgdist með þessari ævintýralegu frammistöðu Hjalta og þegar "lokunin" stóð sem hæst, sagði Þorsteinn við nærstadda:

"Þetta er alveg lygilegt. Nú eru þeir búnir að skjóta bara öðru megin á Hjalta mörgum sinnum og hann fer alltaf í rétt horn og ver! Þetta getur ekki haldið áfram svona, þeir hljóta að fara að skjóta hinum megin."

En í næstu sókn skutu Rúmenarnir enn einu sinni sömu megin og Þorsteinn átti varla orð. 

Í næstu sókn þeirra gerðist það loks, að þeir skutu hinum megin.

En, viti menn, kastaði Hjalti sér ekki einmitt í það horn! Las leikinn greinilega rétt.

Í þessar 18 mínútur varði hann skot af öllum regnbogans litum, hvar sem þau lentu innan rammans.

Nú berst fregn af andláti Hjalta og því þykir mér rétt að rifja upp þetta frábæra afrek hans og senda aðstandendum hans og íþróttafélagi samúðarkveðjur.   


mbl.is Guðjón: Mætum ferskir á móti Katar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband