Hvítasykur og koffein = tvö fíkniefni.

Í Coladrykkjum eru tvö fíkniefni: Hvítasykur og koffein. Ég er einn af fíklunum og ef ég fær ekki "stöffið" mitt fæ ég fráhvarfseinkenni. Coca-Cola reyndi einu sinni að framleiða koffeinlaust kók. Ótrúlegt að þeim skyldi detta þetta í hug því að enginn vildi drekka þetta, - ekki frekar en að drekka koffeinlaust kaffi. 

Hitaeiningatalan er hins vegar frekar lág, 44 hitaeiningar á 100 grömm, en til samanburðar má nefna að í flestum tegunum súkkulaðis og morgunkorns er magnið 9-10 sinnum meira og fituinnihaldið í súkkulaði er um 40% sem er álíka mikið og í rjóma og meira en tvöfalt meira en í matreiðslurjóma.

Ein hálfs lítra kók og tvö súkkulaðikexstykki gefa meira en 600 hitaeiningar, og tvær hálfs lítra kók með þremur stykkjum af kexi, sem margir "fíklar" neyta daglega, gefa samtals um 1200 hitaeiningar, sem er um það bil helmingur af orkuþörf fullorðins karlmanns. 

Coladrykkur með súkkulaði ( kók og prins ) gerir sem sé málið margfalt verra ef þynging neytandans er vandamál. 

Gervisykur með engri orku er þrautalausn margra en gallinn bara sá að bragðið og áhrifin eru ekki þau sömu og löngunin eftir "real" stöffi eykst bara og verður illviðráðanlegri, sem aftur kallar á aukna neyslu og hugarangur þess sem finnst hann vera að berjast vonlítilli baráttu við aukakílóin.

Auk þess má heyra kenningar um það að gervisykurinn skekki efnaskiptin, sé hans neytt í miklum mæli; - líkaminn láti ekki plata sig óhæfilega og hætti að framleiða insúlín þegar áreitið er "plat" og að hættan sé á að fá áunna sykursýki, alveg eins og þegar hvítasykurs er neytt í óhófi.

Já, óhófsneysla á öllum sviðum er orðið versta bölið sem mannkynið glímir við. 

Það þarf sterk bein til að þola góða daga, segir máltækið. 

 

 

 

 


mbl.is Coca-Cola varar við offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að bæði "góðu" áhrifin og vondu áhrifin séu ofmetinn hjá þér...

Arnar E. (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 02:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver og einn sinn djöful dregur,
og drattast með sinn lók,
Ómar var nú efnilegur,
en eina fékk sér kók.

Þorsteinn Briem, 17.1.2013 kl. 04:48

3 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband