22.1.2013 | 12:46
Hvernig getur svona gerst ?
Blæðandi þjóðvegir svo hundruðum kílómetra skiptir í heilu landshlutunum hlýtur að vera einsdæmi í heiminum og spurningarnar hrannast upp.
Um lönd heims liggja milljónir kílómetra af bundnu slitlagi og stór hluti þeirra vega liggur um lönd, sem eru á norðurhveli og með veðurskilyrði sem eru oft lík því sem hér er, til dæmis á Norðurlöndunum.
Af hverju gerist þetta allt í einu út um allt og það bara í einu landi? Og söngurinn hans Bubba byrjar strax að hljóma: Ekki benda á mig.
Í lögfræði er hugtakið bona fide viðurkennt, að menn séu í góðri trú, - grandalausir. Þeir ökumenn, sem hafa orðið fyrir tjóni gátu ekki annað en verið í góðri trú þegar þeir fóru út á vegi, sem eiga að standast sömu kröfur og vegir í öðrum löndum.
En myndin, sem fylgir fréttinni á mbl.is segir mikla sögu. Hvernig í ósköpunum gat ökumann bílsins, sem tættist í sundur, átt von á öðru eins?
Raunar er "þetta reddast" hugsunin víða í gerð samgöngumannvirkja hér á landi. Til dæmis er notað lélegt grágrýti í bundna slitlagið á götum Reykjavíkur margfalt endingarminna en er í nágrannalöndunum og myndi líklegast ekki staðist kröfur í þeim löndum.
Þess vegna slitna göturnar í Reykjavík svo hratt að djúpar og varasamar vatnsfylltar rásir myndast á götunum og svifryk er miklu meira af völdum slits sem negldir hjólbarðar valda en vera þyrfti.
Blæðandi þjóðvegur stórhættulegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
EES samningurinn sem bannaði stuðning við strandsinglingar var mikill happafengur og ESB verður vart verri. Bráðum kemst maður ekki norður nema siglandi..
GB (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 12:54
Lestu hérna Ómar.
Ísland er eina landið í heiminum í dag sem notar klæðningar á vegina sem mest umferð er á. Í öðrum löndum er þetta hreinlega bannað.
Jack Daniel's, 22.1.2013 kl. 14:17
Þetta skil ég nú ekki alveg Jack minn.Hvað með alla malbikuðu vegina í Noregi.Hvað meinarðu?
Jósef Smári Ásmundsson, 22.1.2013 kl. 15:07
Ætli þetta sé enn ein afleiðingin á einu mesta efnahagshruni vesturheims, sparnaður á vegaefni eða eitthvað þvíumlíkt sem leiðir til þessa.
Ari (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 15:08
Líklegt er að einhvers konar fúsk hefur viðgengist við efnisnotkun í vegagerð.
Mjög vel ígrunduð skýring á hvað gerist má lesa í færslu Ágústar H. Bjarnasonar:
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1278311/
Umferð þungra ökutækja er allt of mikil miðað við hvernig stofnvegir voru lagðir fyrir um 20-25 árum. Þeir þola einfaldlega ekki alla þessa þungu umferð.
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 22.1.2013 kl. 18:45
Malbik og klæðning eru 2 ólíkir hlutir og þessi handabakavinnubrögð eru til skammar ,það er betra að fara hægar í hlutina og gera það almenninnilega.
Það er alveg rétt Guðjón eftir að strandsiglingar lögðust af þá urðu vegirnir á Íslandi ónýtir og reynt að lappa upp á þá með bráðabirgðaviðgerð.Það er sjaldan horft til lengri tíma í þeim efnum samanber suðurstrandarveginn á hann var lögð klæðning hvað má búast við að hann endist lengi?
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 22.1.2013 kl. 20:25
Jósef Smári. Hér á landi er notuð tjörudrulla sem er sullað niður á undirlagið og síðan hörpuð möl sett yfir og þetta kallað malbik. Á mannamáli heitir þetta klæðning og búið er að banna þetta á vegum í Evrópu þar sem þungaumferð er mikil svo ég tali nú ekki um hraðbrautir og aðra vegi þar sem umferðarþungi er mikill. Það má nota þetta til viðgerða í neyðartilfellum en ekkert annað.
Malbik er bik sem er soðið saman og flutt á staðinn á vörubílum og lagt með sértökum vélum sem eru til þess gerðar í 10 til 20 cm lögum. Oftast eru notuð tvö þykk lög, 20 cm að jafnaði og síðan sett slitlag ofan á sem er um 7 til 10 cm þykkt. Slík vegagerð þekkist ekki hér á landi enn sem komið er en væri farið að ESB reglum væri skylt að leggja þannig malbik á hringveg 1.
Jack Daniel's, 22.1.2013 kl. 20:33
Hvað ætli vegur með malbiksslitlagi samtals 47-50 sentimetra þykku kostaði?
Er ekki eitthvað saman við þessar tölur?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 03:45
Steypa er einnig mikið notuð á stórar umferðaræðar erlendis, Reykjanesbrautin hin eldri var steypt og ekkert alltof langt síðan malbik var lagt ofan á það. Annars voru það mikil mistök að steypa ekki nýju tvöföldunina, færa umferðina yfir og rífa malbikið upp af gömlu steypunni og gera hana steypta aftur.
Karl J. (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 10:12
Þakka þér fyrir þessar upplýsingar Jack.Þetta vissi ég ekki.En það kemur fram hjá vegagerðinni að repluolía hefði verið notuð sem íblöndunarefni í malbikið.Hvernig má það vera ef ekki hefur verið malbikað.Hafa þeir sett þetta á undirlagið í stað tjörudrullunnar og síðan mölina yfir?
Jósef Smári Ásmundsson, 23.1.2013 kl. 10:48
Komið hefur í ljós að kadmíumblönduðu iðnaðarsílikonmalbiki var um að kenna.
FME og seðlabankinn hafa nú þegar gefið út tilmæli um leiðréttingu: hærri vexti.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2013 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.