"Séríslenskar aðstæður"?

Hve oft notum við ekki ofangreind orð um ýmis fyrirbæri hér á landi. Oft eiga þau rétt á sér, vegna þeirrar sérstöðu landsins að vera eyland, langt norður í hafi, byggða mjög lítilli þjóð.

En allt of oft eiga þessi orð ekki við. Þau voru notuð í andófi gegn lögleiðingu bílbelta af því að hér á landi væru "séríslenskar aðstæður" í þeim efnum og meira segja í upphafi, þegar ekki var lengur hægt að gera okkur að athlægi í augum umheimsins, voru sett inn undantekningarákvæði þar sem ekki þyrfti að nota bílbelti, eins og til dæmis þar sem vegir lægju um mikinnn halla lands.

Það var gaman að sjá í morgun að í fyrstu virtist sem "séríslenskar aðstæður" í veðurfari væru okkur efst í huga varðandi blæðingar veganna. 

Sem betur fer beinist athyglin núna að efninu í vegunum, enda eru aðstæður í veðurfari undanfarinna daga alls ekki "séríslenskar" heldur algengar um öll lönd á norðurhjaranum. 


mbl.is „Svakalegt að lenda í svona“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Ég hlustaði nú á skýringar á Bylgjunni í dag þar sem upplýsingafulltrúi sagði að vegna þess að það hefði verið notuð hálkuvörn,sand og verið miklar breytingar á veðri hefði vegurinn ekki þolað það .Af hverju þolir þá keflavíkurvegurinn að vera baðaður í salti alla daga og ekki blæðir honum og er margföld umferð um hann en um vegi þar sem blæðingar eru,ekki trúanlegar skýringar.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 22.1.2013 kl. 20:31

2 identicon

Það er einfaldlega vegna þess að þar er notað annað efni en í þjóðvegi almennt, og margfalt dýrara.  Klæðing er notuð á vegi sem ekki ná tiltekinni umferð en malbik á umferðarmestu vegi.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 22:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.1.2013 (í gær):

"Á þeim köflum þar sem mestu blæðingarnar eru var lífolía notuð í malbikið."

Veginum hætt að blæða


Janúar 2013:


Íslensk lífolía notuð til vegagerðar - Vegagerðin

Þorsteinn Briem, 23.1.2013 kl. 04:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband