"...Björn á Skjónu geysti´um gil..."

"..voru Hljómarnir á toppnum, Björn á Skjónu geysti´um gill

 og gullöld var á landi hér, ja, svona hér um bil..."

 

Þessar línur úr laginu "Í þá gömlu góðu daga" eru dæmi um það að líklegast hefur verið deilt um eignarhald á hestum allt frá landnámi, og eru deilur Björns Pálssonar um eignarhald á hryssunni Skjónu gott dæmi um það. Þau mál stóðu árum saman og fóru bæði fyrir sýslumanninn á Blönduósi og hæstarétt. 

Björn var eitt sinn heiðursgestur á Kútmagakvöldi hjá Lionsklúbbnum Ægi og fór á kostum. Ég man stóran hluta af því þegar hann svaraði spurningum gesta, meðal annars um Skjónumálið og fer það hér fyrir neðan. Spurningarnar eru skáletraðar.

 

"Af hverju ertu að eyða tíma og peningum í það að standea í öllum þessum málaferlum fyrir dómstólunum? 

Af því ég vinn þau öll. 

Af hverju vinnurðu þau öll? 

Af því að ég er með besta lögfræðing á Íslandi, Jón E. Ragnarsson. 

Af hverju segirðu að hann sé besti lögfræðingur á Íslandi? 

Af því að hann gerir allt sem ég skipa honum að gera. 

Ein samviskuspurning: Þið Framsóknarmenn lendið oft í erfiðum málaferlum. Hermann Jónasson var sakaður um að hafa skotið æðarkollu ólöglega þegar hann var lögreglustjóri en slapp frá því, og þú ert sakaður um að eiga ekki Skjónu þótt þú eignir þér hana. Segðu okkur nú í trúnaði hver er sannleikurinn í þessu. 

Það skal ég gera. Ég á Skjónu en Hermann skaut helvítis kolluna." 


mbl.is Deilt um Mánastein fyrir dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já... bragðvit er hátt metið

á landi hér.

Skuggi (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband