Er þetta þá rétt eftir allt saman?

Ég hef heyrt deilt um þá kenningu að sætuefni auki líkurnar á sykursýki. Mér skildist að rökstuðningurinn fyrir því að sætuefnin hefðu þessi áhrif væri, að með mikilli notkun sætuefna í stað sykurs væri líkaminn blekktur í hvers sinn sem sætuefnisins væri neytt til þess að bregðast við því eins og um raunverulegan sykur væri að ræða.

Með langvarandi neyslu gæti líkamsstarfsemin skekkst hvað snertir insúlínsframleiðsluna.

Ef rannsóknir leiða í ljós skaðsemi sætuefna, sem rímar við þessa kenningu, er það merkileg niðurstaða, sem kippir fótunum undan þeirri kenningu, að neysla sætuefnanna hafi aðeins kosti en enga galla.

Aðalatriði málsins er það, að of mikil neysla á sykri er einhver varasamasta og skaðvænlegasta fíkn nútímans, og veldur hugsanlega jafn miklu heilsutjóni og reykingar þegar allt er dregið saman.  


mbl.is Sætuefni auka líkur á sykursýki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

The findings are published in the latest issue of the American Journal of Clinical Nutrition.

Its authors admitted the study had limitations.

"Information on beverage consumption was not updated during the follow-up, and dietary habits may have changed over time," the paper said.

"We cannot rule out that factors other than ASB (artificially sweetened beverages)... are responsible for the association with diabetes."

The authors urge further trials to prove a causal link.

Eyjólfur (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 21:34

2 identicon

Auðvitað er einhver óvissuþáttur í öllum rannsóknum. Þetta er allt byggt á líkum. Hins vegar er mjög dæmigert að bandaríski iðnaðurinnn komi með efasemdir.

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 10:50

3 identicon

Það sem er jafnvel merkilegra en niðurstaðan er einmitt þessi fyrirvari sem Eyjólfur bendir á. Þarna er verið að tala um 14 ára rannsókn og það er eins og það hafi ekki verið greint 100% hvað gerðist hjá þessu fólki á þeim tíma. Svo er stokkið til og haldið því fram að þetta sé bara sannað mál. Ég er skeptískur að eðlisfari og kaupi þetta ekki ennþá.

Jón Flón (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 19:12

4 identicon

The article "Consumption of artificially and sugar-sweetened beverages and incident type 2 diabetes in the Etude Epidémiologique auprès des femmes de la Mutuelle Générale de l'Education Nationale–European Prospective Investigation into Cancer and Nutrition cohort" by Guy Fagherazzi, Alice Vilier, Daniela Saes Sartorelli, Martin Lajous, Beverley Balkau, and Françoise Clavel-Chapelon, was published on line one week ago.

Their results demonstrated a clear correlation between consumption of both sweetened and artificially sweetened beverage and diabetes of type 2. The authors are scoentists and therefore they declare possible fallacies concerning causal relations. This does NOT inply that they are dishonest, on the contrary, they thereby demonstrate a good scientific thinking. Correlations and causality is not the same thing.

More research is required to clarify the causal relations.

Björgvi hjörvarsson (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 10:46

5 identicon

Hárrétt hjá Jóni og Björgvini (geri ég ráð fyrir). Það má segja að vafinn njóti vafans. Það er hin vísindalega aðferð! Niðurstaðan er að frekari rannsókna er e.t.v. þörf.

Eyjólfur (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 01:16

6 identicon

Mínus auka i! Biðst forláts. :)

Eyjólfur (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 01:18

7 Smámynd: Njörður Helgason

Sakkarínið var einu sinni bót allra mála. Alvöru sykrið er skárra en að vera með blekkingu við líkamann.

Neyslan skiptir mestu máli. Magnið og hvort það er lifibrauð eða til bragðbótar.

Njörður Helgason, 10.2.2013 kl. 10:42

8 identicon

"The authors also pointed out that obese people were more likely than thin ones to drink artificially sweetened drinks in the first place. Fagherazzi told journalists on Thursday the evidence was not sufficient "to advise people to stop consumption of one or the other type of drink" -- urging further trials to prove a causal link."

Þarna var heldur ekki fylgst með annarri neyslu kvennanna. Ef ég fæ mér Coke-Light og tel mér þannig trú um að ég "eigi inni" Mars stykki, þá er það væntanlega ekki gerfisykrinum að kenna ef ég fæ sykursýki, er það?

Valdís (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband