10.2.2013 | 20:57
Heil bókahilla um Amalíu.
Hvarf og dauði fólks, sem er kippt í burtu án þess að nokkur viti með vissu, hver örlög þessu urðu, verður ævinlega að miklu dramatískari og frægari en ella. Hvarf séra Odds frá Miklabæ, Reynistaðbræðra, Roald Amundsens, George Mallorys (týndur í 75 ár) Irvines á Everest, Glen Millers og Guðmundar og Geirfinns eru ágæt dæmi um þetta.
Í kringum þessi hvörf spinnast oft miklar sögur og vangaveltur og jafnvel eftirmál eins og Guðmundar- og Geirfinnsmálið er gott dæmi um.
En hvarf Amalíu Erhardt var einstakt hvað það snerti, að víðátturnar sem hún hvarf í, voru þær víðfeðmustu sem um gat og konan alveg einstök, án nokkurrar hliðstæðu í sögunni.
Sennilega hafa verið skrifaðar heilu bókahillurnar um þetta dularfulla hvarf og kenningarnar um það ótal margar og svo fjölbreytilegar að með ólíkindum er.
Meira að segja kom sú kenning fram að Japanir hefðu "rænt" Amalíu enda mikil togstreita og síðar stríð á milli Japana og Bandaríkjamanna. Mér finnst þetta ein langsóttasta tilgátan.
Þótt lík George Mallorys fjallgöngugarps sem hvarf á fjallinu Everest 1924, fyndist 75 árum síðar, er nokkurn veginn útilokað að sama gerist varðandi Amalíu Erhardt, því að langlíklegast er að vél hennar hafi lent í Kyrrahafinu.
Og ef hún hefur brotlent á skeri eða eyju hafa heitt loftslagið og dýra- og fuglalíf séð til þess að eyða líkamsleifum hennar fljótt, gagnstætt því sem var um lík Mallorys í frera Everestfjalls.
Hetjan sem hlaut dularfull örlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.