Kusu ófriðinn sjálfir strax í upphafi.

Frá þeirri stundu, sem gerð nýrrar stjórnarskrár kom inn á borð hjá Alþingi kusu þingmenn Sjálfstæðisflokkinn ófrið þótt friður væri í boði. Til þess að koma í veg fyrir að þingviljinni kæmi fram gagnvart hugmynd Framsóknarmanna um breytingar á stjórnarskránni til þess að auðvelda og flýta fyrir gerð nýrrar stjórnarskrár, tóku þeir upp málþóf og tókst þannig að drepa málið.

Allt frá þessu upphafi afskipta þeirra af stjórnarskrármálinu hafa þeir markvisst unnið að því að tefja fyrir því og drepa því á dreif allt til þessa dags.

Það kemur því úr hörðustu átt þegar þeir ásaka aðra um að kjósa ófrið.

1851 steig Trampe greifi inn á fund þáverandi þjóðkjörins stjórnlagaþings, sem bar nafnið Þjóðfundur, og sleit honum fyrirvaralaust í umboði valdaaflanna, af því að sýnt þótti að stjórnarskráin, sem verið var að semja, væri Dönum ekki að skapi.

Ástæðan, sem gefin var, hljómar kunnuglega í eyrum okkar nú:  Frumvarpið væri ruglingslegt og skapaði hættu á óvisssu í stjórnmálum, - það þyrfti að lagfæra það og stórnlagaþingið væri fallið á tíma.

Aðferðin, sem Trampe greifar okkar tíma hafa notað undir sömu formerkjum til að eyða málinu, hefur verið fólgin í því að koma því í svipað far tímahraks og var notað sem ástæða fyrir því að eyða sama máli 1851.

Þjóðin hafði kostið stjórnlagaþingið, Þjóðfundinn, 1851 og stóð að baki Jóni Sigurðssyni og öðrum þingfulltrúum sem hrópuðu: "Vér mótmælum allir".

Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu í október í fyrrahaust að frumvarp stjórnlagaráðs skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár.

En Trampe greifar okkar tíma munar ekki um að feta í fótspor fulltrúa valdsherranna 1851 og eyðileggja 162ja ára gamlan draum Jóns Sigurðssonar og loforð allra landsfeðranna 1944 um að samin væri ný, heildstæð stjórnarskrá fyrir Ísland.  


mbl.is „Kýs ófriðinn þó friður sé í boði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Ómar
Hæstiréttur dæmdi stjórnlagaþingskosningar ógildar - þanng að stjórnlagaráð hafði ekki umboð frá þjóðinni - þannig að því sé haldið til haga.

Það er ekki svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á nokkurn hátt reynt að koma í veg fyrir þetta mál - það veist þú best sjálfur.

Stjórnarskráin er okkar allra ekki bara þá sem sátu umboðslausir í stjórnalgaráði og stjórnarflokkna.

Þegar á að breyta stjórnarskránni þá verður að að gera það í sátt við alla - það er engin sátt um þetta - það er kannski að hægt að bjarga þessu með því að samþykkja einhverja ákveðna hluti - svo bíður málið næsta þings.

Óðinn Þórisson, 23.2.2013 kl. 17:44

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þeir sem kusu ófrið voru þeir sem eru að reyna að þvinga þessa hjákátlegu hrákasmíð upp á þjóðina með bolabrögðum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.2.2013 kl. 17:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Niðurstaða talningar atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október síðastliðinn um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga:

1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?


Já sögðu
73.408 eða 64,2%."

Þorsteinn Briem, 23.2.2013 kl. 18:01

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Forsetakosningar í Bandaríkjunum eru sem sagt ekki leynilegar, að mati Hæstaréttar Íslands.

Atkvæði greidd í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2012 - Mynd

Þorsteinn Briem, 23.2.2013 kl. 18:05

5 identicon

Stjórnlagaráð var kosið af þjóðinni. Íhaldið lét hæstarétt ógilda kosningarnar, það vita allir.

Það næst aldrei sátt við kvótalið LÍÚ eða hádegismórann, þessvegna er tómt mál að tala um að afgreiða frumvarpið í sátt.

það þarf að klára þetta mál strax eins og þjóðaratkvæðagreiðslan í haust sýndi. það er tími til þess, þó þing starfi fram í apríl.

Trausti (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 18:07

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dómsvaldið og framkvæmdarvaldið er ekki stjórnarskrárgjafinn.

Meirihluti
Alþingis fyrir og eftir alþingiskosningarnar nú í vor getur breytt stjórnarskránni.

Ómar Ragnarsson
getur þá kosið stjórnmálaflokk sem vill breyta stjórnarskránni.

Davíð Oddsson
getur hins vegar kosið stjórnmálaflokk sem ekki vill breyta stjórnarskránni.

Þannig hefur hvor þeirra eitt atkvæði varðandi breytingar á stjórnarskránni.

Meirihluti
þeirra sem taka þátt í alþingiskosningunum nú í vor getur því breytt stjórnarskránni og yrði því í raun stjórnarskrárgjafinn.

Þorsteinn Briem, 23.2.2013 kl. 18:21

7 Smámynd: Sigurður Antonsson

Áríðandi að menn muni eftir því að það þarf meirihluta Alþingis fyrir og eftir alþingsikosningar til að breyta stjórnarskrá. Eins og Steini Briem orðar það. Hef ekki getað rengt Steina eða séð hann fara með rangar staðreyndir. Minni hann þó á að þeir sem búa á Vestfjörðum hafa tvöfaldan atkvæðisrétt á við kjósendur í Suðurvesturkördæmi. Tvö akvæði til að velja þingmann sem kemur til að taka afstöðu með eða móti nýrri stjórnarskrá.

Sigurður Antonsson, 23.2.2013 kl. 21:15

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver og einn hefur hér eitt atkvæði í alþingiskosningum en þau hafa mismunandi vægi, það er rétt.

Í síðustu alþingiskosningum voru að meðaltali 2.888 atkvæði á bak við hvern þingmann á öllu landinu en 1.848 atkvæði í Norðvesturkjördæmi.

Munurinn er 56%!!!

Þorsteinn Briem, 23.2.2013 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband