Ómetanlegar heimildir.

Gamlar fjölskyldumyndir og myndir úr daglegu lífi þykja kannski ekki merkilegar fyrst eftir að þær eru teknar. En það getur breyst með tímanum.

Gott dæmi er ljósmynd af núverandi forseta Íslands, þar sem hann stendur sem lítill snáði við hlið þáverandi forsetabíls af Packard gerð þegar Sveinn Björnsson var í opinberri heimsókn vestra.  

Fyrir 53 árum tók móðurbróðir minn, Gunnlaugur Þorfinnsson, nokkrar kvikmyndir af fjölskylduboðum og fleiri atburðum í hversdagslífinu.

Þegar Sigrún Gísladóttir, kona hans, varð áttræð í maí, fékk hún þessar myndir og fleiri að gjöf frá börnum sínum. Þau höfðu grafið þær upp og yfirfæra þær í stafrænt form.

Þessar myndir geyma ómetanlegar heimildir.

Sem dæmi má nefna um 5 sekúndna myndskeið af föður mínum, þegar hann gengur niður útidyratröppurnar heima hjá sér.

Þessar fáu sekúndur segja meira um manninn en þótt gerð hefði verið um hann tveggja klukkustunda heimildarmynd, því að þessi tröppugangur hans, þegar galsinn grípur hann, er engu lagi likur.

Hann kemur með hatt á höfði út í dyrnar, sér skemmtilegt fólk fyrir neðan tröppurnar, og ákveður að spinna upp 5 sekúndna langt grínleikrit á leiðinni niður tröppurnar og nota hattinn sem samleikara.  

Eitt erfiðasta verk þeirra sem framleiða myndefni er að ákveða hvað eigi að geyma og hverju er að henda.

Þetta er eiginlega óframkvæmanlegt, því að í núin er ómögulegt að sjá hvað verði merkilegast eftir t. d. hálfa öld.

Þegar ég kom úr Flateyrarleiðangri mínum 1995 safnaði ég saman 50 spólum, sem teknar voru þar vestra. Þær eru geymdar, hver einasta, í vinnuherbergi mínu í Útvarpshúsinu.

Enginn veit hvort eftir einhverja áratugi mun sjást þar snáði eða telpa, sem á eftir að verða forseti Íslands.


mbl.is Fann fjársjóð á gamalli filmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Packard Óli stífur stóð,
stóran vildi svona skrjóð,
svo hann í sig trosi tróð,
og tíkin Póli át viðbjóð.

Þorsteinn Briem, 23.2.2013 kl. 21:35

2 identicon

Þetta eru skemmtilegar myndir en hver heilvita maður hlýtur að sjá að þær eru ekki frá 6. áratugnum heldur frekar frá því kringum 1980, 78 - 83, líklegast.

Speedo sundskýlur.

Hárgreiðslan

Plastfatan,

buslulaugin.

kristján emil guðmundsson (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband