Býður einhver betur? Fyrsta, annað og..!

Nú er byrjað gamalkunnugt uppboð, sem haldið er í kjörklefum landsins á nokkurra ára fresti. 

Fyrir tæpum áratug var haldið uppboð:

Við bjóðum þenslu bankabólu, stóriðju, sterka krónu og háa vexti sem laða erlenda fjárfesta til að leggja inn peninga hjá okkur! Býður einhver betur! Fyrsta, annað og ...!

Nú býður sami aðili eftir að fyrra uppboðið leiddi af sér hrun: Við bjóðum afnám gjaldeyrishaftanna, sem hafa komið í veg fyrir fjárfestarnir fari með peningana úr landinu! Býður einhver betur? Fyrsta, annað og...! 

Skemmtileg mótsögn. Að gera landið að bankalandi sem laðar að sér fjármagn, en á þeim forsendum að innistæðueigendurnir fái aldrei að taka peningana út aftur.  

Og annað tilboð frá sama uppboðshaldara.

Gjaldeyrishöftin, sem eru til þess að halda uppi gengi krónunnar, koma í veg fyrir erlenda fjárfestingu. Það er auðleyst mál. Við bjóðum afnám gjaldeyrishaftanna og að nota krónuna áfram! Býður einhver betur, fyrsta, annað og ...!

Þriðja tilboðið.

Við bjóðum að lækka skatta til þess að ríkissjóður geti borgað skuldir sínar! Býður einhver betur? Fyrsta, annað og...! 

Fyrir tæpum áratug hélt annar flokkur uppboð:

Við bjóðum fólki að geta eignast húsnæði með því að skulda allt kaupverðið! Býður einhver betur? Fyrsta, annað og...! 

Nú býður sami flokkur í kapp við alla hina: 

Við bjóðum fólki að sleppa við að borga skuldirnar, sem við börðumst fyrir og lofuðum fyrir áratug að það gæti tekið á sig! Býður einhver betur? Fyrsta, annað og...!

Svona mætti halda áfram. Byrjað er að afnema kynbundinn launamun hjá einni stétt á einum vinnustað en aðrir eru komnir af stað í sama leiðangur. Það mun koma af stað víxlverkun kaupgjalds og verðlags, verðbólgu, sem rýrir gildi krónunnar svo að það verði jafnvel að herða gjaldeyrishöftin sem keppst er við að lofa að afnema !

Í aðdraganda kosninganna er lofað á báða bóga. Það á að redda öllu strax og helst í gær.

Í fyrradag var frétt um að líklega yrði ekkert af byggingu hótels við Hörpuna vegna þess að erlendir fjárfestar sjá ástandið hérna og óttast það, einkum gjaldeyrishöftin.

Á sama tíma er lofað "aukinni verðmætasköpun", les virkjana- og stóriðjuframkvæmdir til að skapa "mannaflsfrekar framkvæmdir", sem þó gera jafnmarga atvinnulausa þegar þeim lýkur.

Forstjóri Landsvirkjunar upplýsir að útlendir fjárfestar muni halda að sér höndum "þar til sést til sólar" vegna kreppunnar.

Ekki er að sjá að það sjáist til sólar þar.

Í blaði í dag er greint frá hundruðum fyrirtækja sem spretta upp vegna aukins straums erlendra ferðamanna sem vilja upplifa einstæða náttúru landsins. Það er hins vegar ekki efni í uppboð, því að það er "eitthvað annað" en virkjana- og stóriðjuframkvæmdir.  

Þrátt fyrir það og"sólarleysið" vegna kreppunnar er lofað virkjana- og stóriðjuframkvæmdum. Býður einhver betur? Fyrsta, annað og...! 

 


mbl.is Fyrirheit „í þágu heimilanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sauður er hann Bjarni Ben.,
botnlaust er hans fúafen,
bjánans eru gölluð gen,
grútarfýla af þeim Ken.

Þorsteinn Briem, 25.2.2013 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband