22.3.2013 | 13:10
Öðruvísi mér áður brá.
Sú var tíð að Vinstri grænir gagnrýndu stórfelldar og víðtækar ívilnanir vegna stóriðju og virkjanaframkvæmda í tenglsum við hana. Nú hefur Steingrímur J. Sigfússon skrifað upp á 3,4 milljarða kósningavíxil vegna framkvæmda á Bakka við Húsavík og eru þær framkvæmdir sérstaklega bundnar við það að um "orkufrekan iðnað" sé að ræða.
Orkubruðlinu sem sagt sérstaklega veitt ívilnanir og fríðindi sem lögin um kosningavíxilinn eiga þá væntanlega aðeins við, en ekki ef einhver orkuvænni iðnaður væri á ferðinni.
Í umræðum á Alþingi bendir síðan Sjálfstæðisþingmaður á að ívilnanirnar séu meiri en veittar voru sambærilegum stóriðjuverkefnum á tímum Sjalla og Framsóknar.
Og Steingrimur nýbúinn að skrifa grein um leyfi til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu sem hvaða mjúkmáll ráðherra Sjálfstæðisflokksins hefði getað skrifað um tugmilljarða óafturkræfan gerning sem engin umræða eða umfjöllun hefur farið fram.
Ja, öðruvísi mér áður brá.
Tókust á um ívilnanir til stóriðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hefur greinilega verið samið bak við tjöldin
Steingrímur hættir sem formaður og í staðinn greiða þingmenn VG gegn sinni sannfæringu um fyrigreiðslu til uppbyggingar stóriðju í kjödæmi fyrrum formansins
Grímur (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 13:27
Andsetinn og orkufrekur,
er nú karlinn Sigfússon,
ansi hann er orðinn lekur,
eins og Th. Gunnarsson.
Þorsteinn Briem, 22.3.2013 kl. 13:35
Já, en "Öðruvísi" hlýtur þessi " Bakkastóriðja" að vera,
fyrst að Steingrímur skrifaði undir, og án umhverfispjalla,
eða mengunar, svo og rasks við Mývatn og nágrenni.
Andrés Ingi (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 13:40
Steini, þetta er fín vísa hjá þér.
Steini Briem með stöðugt flím
stuðlum splæsir núna.
Ómar Ragg með arg og gagg
ólmur ræsir frúna.
Sæmundur Bjarnason, 22.3.2013 kl. 15:38
Úps. Hefði þurft að hafa explorerinn uppi. Línuskiptingar og greinaskil fara alltaf í köku í Chrome-vafranum þegar athugasemdast er.
Sæmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 15:44
Shift+Enter, Sæmundur Bjarnason.
Þorsteinn Briem, 22.3.2013 kl. 15:50
Mig rak einnig í rogstans þegar eg sá þetta.
Við eftirgrennslan kom í ljós að hér mun vera um arf frá Byggðastofnun sem er nú á Sauðárkróki og hafi lagt áherslu á að hygla landsbyggðinni.
Mér finnst Steingrímur vera nokkuð brattan að koma með frumvarp um þetta svona rétt fyrir kosningar. Sennilega er þetta mál „dauðadæmt“ hvort sem er en áróðursgildið er engu að síður það sama. Sjálfsagt verður honum núið um nasir að hafa horfið af þröngri braut náttúruverndar, bæði af stjórnarandstæðingum sem og fylgismönnum sínum. Annars hefði eg viljað heyra sjónarmið hans sjálfs í þessu sérkennilega máli áður en tekin sé efnisleg afstaða til málsins. Voru þetta mistök af einhverjum ástæðum? Eða eru þetta kannski blekkingar af einhverju tagi og þá er spurning hver kemur þar við sögu?
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 22.3.2013 kl. 17:27
Álverin auka vaxtatekjur af gjaldeyris mismun vegna vaxta ákvæðis seðlabankans sem sett var eftir að gjaldeyrishöftin voru sett á. Þessvegna skil ég ekki afhverju Samfylkingin er á móti stóriðju á meðan hún styður gjaldeyrishöft.
Renault (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 00:58
Er Samfylkingin á móti stóriðju?!
Þorsteinn Briem, 23.3.2013 kl. 18:42
Frumvarp til laga
um heimild til samninga um kísilver í landi Bakka í Norðurþingi.
(Lagt fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi 2012–2013.)
After quickly glancing through this document, but without reading underlying documents, it seems to me that this agreement " or frumvarp til laga" is a complete rip off and should not be signed by any Icelandic senator.
Thorgeir Hjaltason (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.