"Löglegt en siðlaust".

"Löglegt en siðlaust" voru þrjú orð sem Vilmundur Gylfason sagði í sjónvarpsþætti þegar verið var að bera í bætifláka fyrir siðlaust athæfi og því haldið fram að það væri fullkomlega löglegt.

Um það fyrirbæri að Alcoa borgi engan tekjuskatt árum saman þrátt fyrir gróða á bilinu 15-30 milljarða króna á ári er hægt að segja að það sé löglegt, sem og allar ívilnanirnar og fríðindin sem fyrirtækið hefur fengið.

En svo virðist sem allt sé talið leyfilegt, hversu siðlaust sem það er, bara ef hægt er að nota löglegar en siðlausar viðskiptafléttur til þess að gera það. 

Að eitthvað sé siðferðilega rétt eða rangt virðist vera víðsfjarri hugsunarhættinum, sem ræður ríkjum.


mbl.is Nýta sér ekki skattalöggjöf með óeðlilegum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Mörlandanum mikið svindlar,
mórinn sá með enga sál,
fól hér mörg og flokkadindlar,
fá það þegar sjá þeir ál.

Þorsteinn Briem, 22.3.2013 kl. 20:12

2 identicon

Þessi var eitruð Steini.

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 21:54

3 identicon

Sæll.

Hvenær greiða fyrirtæki nógu mikinn skatt að þínu mati? Hversu mikið á að slíta af fyrirtækjum í landinu til að borga fyrir eyðslufyllerí hins opinbera?

Ef umhverfisverndarsinnar hafa ekkert sérstakt að gera ættu þeir að íhuga það að fara til Kína og reyna að bjarga einhverjum grasbalanum þar í stað þess að pönkast í fyrirtækjum hérlendis sem fara að lögum og reglum og halda uppi lifistandard hérlendis.

Helgi (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 16:03

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.8.2012:

"Skattlagning á hagnað fyrirtækja er með minnsta móti á Íslandi af 34 OECD-ríkjum, þó ríkisstjórnin hafi hækkað hana úr 15% 2008 í 20% nú.

Það eru einungis fimm lönd sem hafa lægri skattlagningu fyrirtækja en Ísland árið 2011. Þau eru Slóvakía, Pólland, Ungverjaland og Tékkland með 19% og svo Írland með 13%.

Fjögur lönd eru með svipaða skattbyrði fyrirtækja og Ísland, þ.e. Grikkland, Chile, Slóvenía og Tyrkland. En Japan og Bandaríkin eru með helmingi meiri skattlagningu fyrirtækja en Ísland, eða 39-40%.

Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum leggja allar meiri skatta á fyrirtæki en Ísland.
Samt gengur flest mjög vel í þeim löndum.

Ef við skoðum hverju tekjuskattur á fyrirtæki skilar í ríkissjóð, sem % af vergri landsframleiðslu, þá er Ísland í 4. neðsta sæti 2010.

Fyrir hrun var búið að færa atvinnurekendum, fjárfestum og bröskurum ótrúleg fríðindi í skattamálum á Íslandi. Betri en í sumum erlendum skattaparadísum. Hófleg hækkun skatta á þá eftir hrun hefur litlu breytt. Skilyrðin eru enn góð.

Það eru því staðlausir stafir hjá talsmönnum atvinnulífsins og hægri róttæklingum þegar þeir fullyrða að fyrirtæki séu sérstaklega skattpínd á Íslandi.

Íslensk fyrirtæki eru með einna minnstu skattlagninguna sem þekkist í hagsælli ríkjunum.

Spurningin er þá hvort atvinnurekendur telji að þeir eigi ekki að bera kostnað af hruninu?
Eiga þeir að vera stikkfrí eftir að hafa grætt óhóflega á árunum fyrir hrun og átt sjálfir stóran hluta í orsökum hrunsins?

Margir af forystumönnum atvinnulífsins þá og nú voru framarlega í útrás og braski bulláranna."

Skattpíning fyrirtækja á Íslandi? - Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands

Þorsteinn Briem, 23.3.2013 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband