"Túrbínutrixið": Já, Stjórnarskráin: Nei.

Kosningar eru yfirvofandi og nú þarf að redda stórum kosningavíxlum með öllum tiltækum ráðum.

Búið er að gera það með 3,4 milljarða kosningavíxli fyrir norðan og "túrbínutrixið", allar finnanlegar leiðir til þess að þvinga fram álver í Helguvík án þess að búið sé að finna orku eða semja við á annan tug sveitarfélaga, er í forgangi fyrir sunnan. ("Túrbínutrixið" kenni ég við það þegar stjórn Laxárvirkjunar hóf ólöglegar virkjanaframkvæmdir 1970 með því að kaupa allt of stórar túrbínur í virkjunina)

"Túrbínutixið" í Helguvík var sett af stað með skófustungu og viljayfirlýsingum fyrir sex árum og áltrúamönnum þykir hægt ganga. Þeir reyna því að keyra málið áfram fyrir þessar kosningar, rétt eins og þeir hafa gert alla tíð svo að hægt sé að binda hendur sem flestra.

Stóru frumvörpin á þingi, sem Sjálfstæðismenn nefna "gælufrumvörp", eru hins vegar komast undir þingsályktunartillögu um þingfrestun, helst í gær.

Einingin um þessa forgangsröðun breiðist hratt út þessa dagana, því að það þarf að redda stuðningi stóriðjusinna og kaupa þingsæti í þeim kjördæmum þar sem lykilþingmenn eru í framboði.


mbl.is Samningar um Helguvík í nánd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband