25.3.2013 | 20:37
"Öfugt þjóðarmorð". Íslendingar setja met að endemum.
Nú hefur komið betur fram en nokkru sinni fyrr, já, meira að segja í fyrsta skipti í meira en 30 ára sögu eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, að lengd gæsluvarðhalds, einangrunar og yfirheyrslna í þessu máli var "glæsilegt" heimsmet í borgaralegu réttarfari, að minnsta kosti meðal siðaðra þjóða.
Munurinn á þessum þáttum í þessu máli og í þeim málum erlendum, sem næst koma, er svo margfaldur að við Íslendingar munum getað "yljað" okkur við það að enginn muni geta slegið þessu meti við.
Ekki ónýtt fyrir okkur að eiga slíkt met, slíkt endemi, eða hvað?
Þessi frægð hefði getað orðið enn meiri ef þeir, sem sátu saklausir í varðhaldi í 105 daga, einn fimmtánda hluta af því sem Sævar Ciesielski sat, hefðu setið þar lengur, vegna þess að þeir sögðu frá því síðar, að litlu hefði mátt munað að þeir játuðu á sig allar þær sakir, sem á þá voru bornar, vegna þess að þeir voru að brotna niður.
Annar þeirra var kominn á þá skoðun, að hann gæti ekki hafa verið settur í fangelsi og einangrun í svona langan tíma nema vegna þess að hann hlyti að hafa tekið þátt í þessum glæpum.
Hinn var kominn á fremsta hlunn með að játa, vegna þess að ef hann gerði það, þá yrði hann laus úr prísundinni og að þá hlyti að koma í ljós við réttarhöld að hann væri saklaus.
Stundum er talað um þjóðarmorð þegar reynt er að útrýma þjóðflokkum eða þjóðum. Allt frá upphafi Guðmundar- og Geirfinnsmálsins hef ég verið þeirrar skoðunar að það hafi verið nokkurs konar "öfugt þjóðarmorð", þ. e. þjóðin krafðist þess að þetta fólk yrði neglt, enda væru þetta "engir kórdrengir" eins og sumir orðuðu það.
Nornaveiðar í anda galdraofsókna 18. aldar.
Enda sagði dómsmálaráðherrann, þegar dómurinn var kveðinn upp: "Það er þungu fargi létt af þjóðinni". Sem sagt, þjóðinni létti ósegjanlega þegar dómsmorðið var komið í höfn.
Hugsanlega er líka um að ræða "glæsilegt" met í því að ganga gegn einu af grundvallaratriðum réttarfars, sem felst í latnesku orðunum "in dubio pro reo", þ. e. allan vafa skal meta sakborningi í vil.
Fyrir tíu árum skrifaði ég heilt handrit að bók, sem byggð á Geirfinnsmálinu. Kannski er kominn tími til að blása rykið af handritinu og gefa það út? Hefði kannski átt að gera eitthvað í því fyrr?
Ekkert hjarta í Sævari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Málið snýst ekki um afturköllun játninga, heldur að játningarnar í málinu virðast hafa verið samdar af rannsóknaraðilum og togaðar út úr sakborningum með pyntingum.
Rannsakendurnir sýndu nefnilega fram á með óyggjandi hætti að þeir gátu fengið sakborninga til að játa hvaða þvælu sem var með því að fá þá alla í einangrun til að játa útgáfuna sem varð til að fjórir saklausir menn voru hnepptir í gæsluvarðhald mánuðum saman.
Það er líka fáránlegt, eins og bent hefur verið á, að hamra á því að það þurfi ný sönnunargögn til að málið verði tekið upp aftur, því það voru einmitt aldrei nein sönnunargögn í málinu.
Að krefjast nýrra sönnunargagna er að snúa sönnunarbyrðinni við og ætlast til að sakborningar finni gögn sem sanni sakleysi þeirra."
Geirfinnsmálið, Brynjar Níelsson og réttarríkið
Þorsteinn Briem, 25.3.2013 kl. 20:51
2.12.2009:
"37 Íslendingar hafa horfið sporlaust hér á Íslandi frá árinu 1970 [einn á ári að meðaltali].
Allt eru þetta karlmenn og þrjú málanna tengjast hugsanlegum sakamálum."
"Í svörunum kemur fram að séu mannshvörf á sjó ekki tekin með í reikninginn, sé fjöldi horfinna á landi, í fossum og vötnum síðustu 39 ár 37."
"Meðalaldurinn við hvarf er 34 ár."
Þorsteinn Briem, 25.3.2013 kl. 20:52
Undir sönnunarbyrðinni - William O'Connor
Þorsteinn Briem, 25.3.2013 kl. 20:57
Hvað eftir annað kom í ljós að sagan, sem rannsóknarmenn fengu sakborninga til að játa, gekk ekki upp, og þá voru þeir aftur teknir í yfirheyrslur þar sem féllust á að breyta atriðum, og var þá farið létt með að breyta Wolkswagen í Toyota eða öfugt. Beinlínis grátbroslegt að sjá þetta í gögnum málsins.
Ómar Ragnarsson, 25.3.2013 kl. 20:59
"Karl Schütz var að eigin sögn sérfræðingur í að "vernda æðstu ráðamenn Sambandslýðveldisins og upplýsa mál sem vörðuðu öryggi ríkisins".
Þegar hann var farinn af landi brott lýsti hann því yfir í viðtali við þýskt síðdegisblað að meðferð gæsluvarðhaldsfanganna hafi minnt sig á blómatíð nasismans í Þýskalandi og að hlutdeild hans í málinu hafi bjargað íslensku ríkisstjórninni."
Hliðverðir dómsmorðs? - Greinasafn Sigurfreys
Þorsteinn Briem, 25.3.2013 kl. 20:59
15.9.1976:
"Karl Schütz kom hingað til lands fyrir nokkrum vikum að ósk ríkisstjórnarinnar í þeim tilgangi að veita aðstoð við rannsókn Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins."
Alþýðublaðið 15.09.1976
Ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar 1974-1978
Þorsteinn Briem, 25.3.2013 kl. 21:04
Mér þykir furðu sæta hve þáttur síðdegisblaðanna er lítið nefndur þegar þessi mál ber á góma. Þau voru tvö á þessum tíma og hörð samkeppni milli þeirra. Á þeim tíma sem Geirfinns- og Guðmundarmál risu hæst var kjaftasögugangurinn þannig að það blaðanna sem kom með meira krassandi "frétt" um þessi uppdiktuðu morðmál,, var sigurvegari þess dags. Á þessum tíma var ekkert internet og Ríkisútvarpið og Morgunblaðið fóru varlega en síðdegisblöðin tvö, Vísir og Dagblaðið óðu á súðum ásamt nokkrum pólitíkusum. Helzta vonin var að tengja klíku einhverra framsóknarmanna við þetta mál og ekkert til sparað við þær tengingar. Það sem þyrfti að kanna er að hve miklu leyti þetta mál var upprunnið hjá þessum blöðum.
Skúli Víkingsson, 25.3.2013 kl. 22:20
Síðdegisblöðin eru ekki stjórnmálamenn, lögreglan, fangaverðir og dómstólar.
Þorsteinn Briem, 25.3.2013 kl. 22:34
Stjórnmálamenn eiga opinbera fjölmiðla og síðdegisblöðin, og hafa alla tíð átt og ráðið þeim. Það vita nú líklega flestir núorðið.
Það er ekki, og hefur líklega aldrei verið öfundsverð staða, að vera fréttaþræll þessara miðla!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.3.2013 kl. 22:46
Í október 1975 komu fram nýjar upplýsingar.
Ung kona skýrði lögreglunni frá því að faðir hennar hefði trúað sér fyrir því að hann hafi verið með Geirfinni hið örlagaríka kvöld.
Þeir hefðu verið saman á bát undan Keflavík og notað þar köfunarbúnað til að ná upp smygluðu áfengi en köfunarbúnaður Geirfinns hafi bilað og hann drukknað.
En þegar lögreglan yfirheyrði manninn nokkrum dögum síðar dró hann þessa frásögn til baka.
Undir sönnunarbyrðinni - William O'Connor
Þorsteinn Briem, 25.3.2013 kl. 23:03
Þetta mál virðist hafa farið gersamlega úr böndunum vegna pólitísks þrýstings og réttur þessara einstaklinga ekki virtur.
Ómar dustaðu rykið af og komdu með bókina þó seint sé.Það er ekki of seint fyrir þá sakborninga sem hafa þurft og þurfa enþá að burðast með dóma þeirra sem ekki þekkja málið.
Sigurdur V.Gudjonsson (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 02:53
Ómar, í stað þess að sýkna fólk svona á blogginu, væri ekki sniðugt að láta dómstólana um það. Karl Th. Birgisson hefur nú fundið nýjan sökudólg í málinu Ragnar Hall, en hefur jú það á samviskunni að hafa gert athugasemdir við Svavarssamninginn.
Þetta er sagt verandi þér sammála að vera undrandi og jafnvel reiður vegna málsmeðferðarinnar.
Sigurður Þorsteinsson, 26.3.2013 kl. 05:59
Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.
"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði á Bretlandi og í Hollandi."
"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.
Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmarkar ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."
Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 08:26
Þeir sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins eru allir saklausir, þar sem sekt þeirra hefur ekki verið sönnuð.
Og á þeim voru framin gróf mannréttindabrot.
"Rétturinn til réttlátra réttarhalda byggir á mörgu, eins og því hvernig sönnunargögnin eru kynnt, hegðun réttarmeðlima, almennings og fjölmiðla."
"Að vera álitinn saklaus þar til sekt er sönnuð
Réttur þessi byggir á því að dómarar gæti þess að fordómar hafi ekki áhrif á úrskurð þeirra. Þetta á einnig við um aðra opinbera starfsmenn.
Í þessu felst að opinber yfirvöld, sérstaklega lögregla og saksóknarar, láti ekki í ljós skoðanir sínar á sakhæfi sakbornings fyrr en að réttarhöldum loknum.
Jafnframt felur rétturinn í sér að yfirvöldum beri skylda til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar eða valdamiklir hópar í samfélaginu hafi áhrif á framvindu málsins."
Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi - Ýmis mannréttindi
Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 08:59
Steini Briem; í fyrsta lag er fyrir LÖNGU búið að fella Z- niður í íslensku rit- og talmáli og svo kemur Icesave-glæpamálið þessu ekkert við.
Halldóra Waage (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 14:13
Halldóra Waage,
Í fyrsta lagi var ég að svara hér Sigurði Þorsteinssyni varðandi Icesave-málið og í öðru lagi er "z" í nafninu Schütz, fáráðlingurinn þinn.
Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 14:40
"... LÖNGU búið að fella Z- niður í íslensku rit- og talmáli ..." segir Halldóra Waage.
Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 15:31
Steini ég er alls ekki viss um að Icesave reikningarnir hafi verið ólöglegir, og nokkuð sannfærður um að svo var ekki. Það má hins vegar ræða um hvor það hafi verið siðferðilega rétt að safna peningum í Hollandi og Bretlandi til þess að leysa lausafjárvanda bankans hérlendis.
Ragnar Hall var hataður af vinstra liðinu vegna þess að hann benti réttilega á að við værum að taka á okkur að óþörfu tugi milljarða króna með því að greiða vexti aftur í tímann. Þetta átti þjóðin að borga. Það stóð ekki á vinstra liðinu að ráðast að Ragnari, síðar vildu allir Lilju kveðið hafa. (Fyrir utan harðasta vinstri kjarnann sem hata Ragnar ennþá)
Menn skal dæma fyrir dómstólum og menn eru saklausir þangað til að þeir séu dæmdir. Það er fólk sem hefur verið dæmt og er því sekt samkvæmt lögum þar til málið hefur verið tekið upp. Ef önnur niðurstaða fæst í þeirri upptekt þá eru þau saklaus samkvæmt lögum.
Svo getum við haft skoðanir á málsmeðferðinni á sínum tíma og erum eflaust mjög nærri hvor öðrum hvað það varðar.
Sigurður Þorsteinsson, 27.3.2013 kl. 06:55
Já, Steini. Vel á minnst mjög margir telja að þau Jóhanna og Steingrímur hafi brotið lög með því að reyna að neyða Svavarssamninginn í gegnum Alþingi. Við getum að sjálfsögðu varið sammála að það voru afglöp hjá getulausum stjórnmálamönnum. Til þess að fá úr þessu skorið þarf að draga þau fyrir Landsdóm. Ég er sannfærður um að þau muni leita sér ráðgjafar hjá Árna Johnsen hvernig best er að haga dvölinni á Kvíabryggju að dómi loknum. .
Sigurður Þorsteinsson, 27.3.2013 kl. 07:09
11. október 2008:
"Sama dag var birt svohljóðandi yfirlýsing íslenskra og hollenskra stjórnvalda:
"Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á Icesave-reikningum Landsbankans.
Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta. Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu.
Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr.
Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.
Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur.
Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna."
Fjármálaráðuneytið: Annáll efnahagsmála 2008
Þorsteinn Briem, 27.3.2013 kl. 09:03
19.5.2001:
"Lög um Seðlabanka Íslands og heimild til að selja hlut ríkissjóðs í Landsbanka og Búnaðarbanka voru samþykkt á Alþingi í gærkvöldi."
"35 þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með frumvarpinu en fimm þingmenn Vinstri grænna voru á móti. Nítján greiddu ekki atkvæði.
Þrír þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að Samfylkingin hefði lagt fram breytingartillögur við frumvarpið sem miðað hefðu að því að standa með eðlilegri hætti að sölu á ríkisbönkunum miðað við markaðsaðstæður, m.a. í því skyni að þjóðin fái hámarksverð fyrir eign sína og koma í veg fyrir einokun og markaðsráðandi stöðu í bankakerfinu og tryggja starfsöryggi starfsmanna.
Þessar tillögur hefðu allar verið felldar og því treystu þingmenn Samfylkingarinnar sér ekki til að styðja málið í óbreyttum búningi og sitji því hjá við lokaafgreiðslu málsins."
Samþykkt að selja hlut ríkissjóðs í Landsbanka og Búnaðarbanka
Þorsteinn Briem, 27.3.2013 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.