Sjálfsprottin aðgerð hjá öllum, sem ég þekki.

Allt frá því að Búsáhaldabyltingin var í gangi hefur verið í gangi samfelld viðleitni til að tala hana niður og búa til samsæriskenningar um það að henni hefði verið stjórnað og hún skipulögð, og þar með að það fólk, sem hópaðist þúsundum saman niður á Austurvöll hafi verið strengjabrúður annarlegra afla. 

Svo langt hefur verið gengið að halda því fram að innan úr þinghúsinu hafi Álfheiður Ingadóttir stjórnað því hvernig og hvert fólkið utanhúss hreyfði sig og fór.

Ég fór á alla nær alla fundina og hitti hundruð fólks sem ég þekki og flest af því var fólk sem ég hefði aldrei átt von á að hitta þarna, en var þangað komið af því að því blöskraði hvernig komið var hjá þjóð okkar og vildi láta óánægju sína í ljósi.

Allt í einu var líkt og þetta fólk sprytti upp úr jörðinni.  

Ekki einn einasti meðal þessa fundarfólks sem ég hitti var þarna af því að einhver hefði stjórnað því eða skipað því til verka.  

Ástæða þess að margir fóru vestan megin við þinghúsið og inn að því bakatil kom af sjálfu sér, til dæmis hvað mig varðar.

Ég fór einfaldlega í kringum húsið og valdi eftir það sjálfur, hvert ég færi og tæki myndir.

Alveg hefur gleymst hvernig fundirnir byrjuðu. Til hins fyrsta boðaði Hörður Torfason og það var ekki fjölmennur fundur.  Bubbi Morthens var með fund líka, og næstu helgi var líka annar fundur við Ráðherrabústaðinn þar sem ég frumflutti lagið "Styðjum hvert annað" með undirleik Halla Reynis. 

Síðar sungum við það inn á disk með öðru tónlistarfólki sem síðar var seldur á þann óvenjulega hátt, að hver einasta króna, sem kom inn rann til Mæðrastyrksnefndar, ekki bara nettóágóði, enda gáfu allir sitt.

Af minni hálfu var þetta verk sjálfsprottið en ekki undir annarra stjórn.

Smám saman urðu fundirnir á Austurvelli undir forystu Harðar Torfasonar fjölmennari og fjölmennari og áfram hitti maður þar hið ólíklegasta fólk, sem vildi láta í sér heyra með pottum og pönnum og stuðningi við málflutning ræðumanna.

Mér finnst fráleitt að halda því fram að þúsundir fólks hafi komið vikulega niður á Austurvöll út af einhverju öðru en sjálfsprottnum áhuga. Og satt að segja þarf mikið til að hinn venjulegi Íslendingur hafi sig í slíkt. 

Sjálfur átti ég ekki von á nema 5-700 manns í Jökulsárgöngunni 26. september 2006. Göngumenn urðu samt 13 - 15 þúsund og mér finnst langsótt og lélegt þegar látið er að því liggja að fólk sem tekur þátt í aðgerðum á borð við mótmælafundi og mótmælagöngur séu viljalaus verkfæri.   


mbl.is Haldið upp á Búsáhaldabyltinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þessu Ómar og ég hef sagt það áður nokkrum sinnum að þessi ganga þín um árið hafi brotið blað í sögu okkar hvað varðar mótmæli.  Þá fyrst gerði almenningur sér grein fyrir því hvað við getum gert með því að standa saman.  Og það skilaði sér vel í Búsáhaldabyltingunni, þar voru margir sem ég þekki og ég sjálf tók þátt eins og ég gat miðað við fjarlægð og ástæður og ég var þarna af eigin hvötum og datt aldrei neitt annað i hug en að fólkið væri þarna til að mótmæla óréttlæti og lýðræðishalla. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2013 kl. 13:22

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í brókum sjalla búsáhald,
en býsna er það visið,
lítið undir laumast fald,
en lágt er á því risið.

Þorsteinn Briem, 25.3.2013 kl. 14:16

3 identicon

Eru þið enn að berja höfðinu við  STEIN ..... það er búið að margsanna að þessi ólæti öll við Alþinghúsið og víðar voru skipulögð af Vinstri grænum - og var Álfheiður potturinn og pannan í því.

Þið ættuð að lesa þessa bók -- og einnig bendi ég á allar skýrslur lögreglunnar sem hafa verið gerðar um málið .... viðtöl við lögreglumenn sem voru þarna á vakt ... þingmenn sem stóðu Álfheiði að verki inní Alþingishúsinu ... myndir sem birst hafa o.s.frv. o.s.frv.

Allt ber þetta að sama brunni ------ ALLT var þetta skipulagt af VG-fólki ... sem síðan fékk þetta beint í bakið þegar það tók sjálft við stjórnartaumunum ....... 

Já... það ber ekki allt uppá sama dag !!!!!!!!!!!!!! 

Magnús Jónasson (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 14:34

4 identicon

Magnús Jónasson:

Varst þú á staðnum?

Ég var það. Ef ég hefði séð þessi Álfheiði þá hefði ég kastað eggi í hana. Hverjum er ekki drullusama hvað einhver alþingiskelling var að gera?

Ég veit heldur ekki um neinn sem yfirleitt tók eftir þessari kellingu.

Þannig að troddu bara þessari þvælu. Þú varst ekki á staðnum og veist ekkert um hvað þú ert að tala.

Ef þessi bók er að halda einhverju öðru fram, þá er hún í mesta lagi nothæf fyrir skeinipappír.

palli (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 15:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosningar til Alþingis 25.4.2009:

Samfylkingin fékk 29,8% atkvæða,

Vinstrihreyfingin - grænt framboð 21,7%,

Sjálfstæðisflokkurinn 23,7%,

Framsóknarflokkurinn 14,8%,

Borgarahreyfingin 7,2%

og Frjálslyndi flokkurinn 2,2%.

Þorsteinn Briem, 25.3.2013 kl. 15:48

6 identicon

Ein sú skýring á því af hverju stjórnarskrárferlið var ómögulegt sem ég kann verst að meta er sú að hún sé runnin undan rifjum vinstri manna. Hefðin hefur verið að breyta stjórnarskránni í sátt en ef þeirri hefð verði breytt núna þá mætti allt eins búast við að sjálfstæðismenn eða framsóknarmenn eða aðrir stjórnarandstæðinga breyti bara stjórnarskránni aftur næst þegar þeir komast til valda.

Þessi samsæriskenning gerir lítið úr öllu því sem átti sér stað á seinustu fjórum árum. Allt ferlið er orðið að einhverju skuggalegum blekkingarleik vinstrimanna.

Ég hef áður látið stjórnvöld blekkja mig (fyrir hrun)... og núna velti ég því fyrir mér hvort geti verið að ég sé bara svona barnalegur að halda að þetta hafi allt verið sjálfssprottið.

Nei. Það getur ekki verið. Ég hef tækifæri núna til þess að líta í eigin barm (eitthvað sem ég hafði ekki síðast fyrr en allt er hrunið) og ég get sagt með nokkurri vissu að engin plataði mig né aðra til að styðja og gera það sem gert var.

Halldór Berg (IP-tala skráð) 27.3.2013 kl. 05:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband