Tíu ára afmæli fyrirbærisins "því meira lofað, því meira fylgi."

Framsóknarflokkurinn bætti við sig fylgi og komst upp í 18,8% í kosningunum 2003 en fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkaði. Fyrir bragðið náði Halldór Ásgrímsson því fram að verða forsætisráðherra á síðari hluta kjörtímabilsins.

Sigurinn byggðist á loforðum um mestu sápukúlu og seðlaspilaborg Íslandssögunnar,sem fyrirsjáanlegt var að myndi springa og hrynja.

Ríkisstjórn Sjalla og Framsóknar stóð fyrir stærstu framkvæmd Íslandssögunar með tilheyrandi ofþenslu en bætti á sama tíma við mjög þensluhvetjandi framkvæmdum á Suðvesturlandi og þandi út ríkisbáknið á methraða.

Stjórnarflokkarnir voru nýbúnir að afhenda í helmdingaskiptum einkavinum sínum ríkisbankana á gjafverði og að sjálfsögðu stukku þessir bankar á græðgisbóluna og spóluðu allt upp.

Ekki skemmdi fyrir möguleikum bankanna að ofan á allt framangreint lofuðu Framsóknarmenn 90% íbúðalánum, sem urðu auðvitað 100% þegar bankarnir fóru í samkeppni á lánamarkaðnum.

Glöggir menn spáðu því og vöruðu við því að þetta myndi gerast en ekki var tekið mark á þeim.

Sömuleiðis spáðu þessir menn því óhjákvæmilega, að húsnæðislánabólan með háu íbúðaverði myndi springa og fólk sitja uppi með eignir, sem nægðu ekki fyrir skuldum.

En auðvitað var ekki hlustað á þá og jafnvel þegar spár þeirra gengu eftir, sem og þær spár þeirra, að uppspennt gengi krónunnar gæti ekki annað en farið aftur niður með geigvænlegum afleiðingur fyrir skuldar voru þeir áfram afgreiddir sem úrtölumenn og sérvitringar, og einn hinna erlendu í þeirra hópi talinn þurfa að fara í endurhæfingu!

Eini flokkurinn sem ekki lét freistast til svona galdraloforða 2003 var Vg enda fór sá flokkur illa út úr kosningunum með álíka fylgi og þeir eru með nú í skoðanakönnum, einnar tölu fylgi.

Á tíu ára afmæli fyrirbærisins "því meira lofað, því meira fylgi" er það endurtekið af sama hæstbjóðanda og 2003 og einnig með sama lægstbjóðanda að því er séð verður.

Og útkoman er borðleggjandi, enda trixið með tíu ára "reynslu": Framsóknarflokkurinn er í frjálsri uppstigningu og Sjallarnir og aðrir í frjálsu falli og þær í hröðustu falli sem lofa minnst.

Hvílík dýrð, hvílík dásemd!


mbl.is Framsóknarflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Ekki verður fjöður yfir þá sök Framsóknar að stuðla að þenslunni sem hruninu olli. Halldór Ásgrímsson dróg framsóknarmenn með sér til hægri undir merkjum Blairisma og alþjóðahyggju inn í hinn vota draum sjálfstæðismanna um dásemdir frjálshyggjunnar.   Allt vegna eigin persónulega metnaðar.

Merkilegt hverni Steingrímur J. endurtók svo nákvæmlega sama leikinn nema nú skyldi farið í jafnvotan ESB draumaleiðangur Samfylkingar.

Rétt er það, við þessu var varað. Ég man eftir viðtali við Eddu Rós Karlsdóttur í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar, þar sem hún lýsti nokkuð vel þeim þenslu og ruðningsáhrifum sem framkvæmdin gæti valdið ef ekki væri rétt að staðið. 

En hvað er í boði!   

Urmull af smáframboðum þar sem undanvillingar fjórflokkanna eða eilífðar framboðskandidatar sem enginn vill í bland við hávaðasama og freka vandræðagemsa, splundra allri samstöðu þar sem hin bjarta framtíð dagar uppi með eitthvað allt annað en lýðræði en píratar ósamstöðunnar ná að naga allt niður í duftið?

Sjálfstæðisflokkurinn sem veit ekki hvað hann vill?

Samfylking sem getur ekki dregið sjálfa sig upp á asnaeyrum úr ESB umsóknarforaðinu?

Vinstri Grænir sem eru í sárum eftir  hinn loforðasvikula formann og einræðissegg sem fór með þá nákvæmlega þangað sem honum sýndist og þjónaði hans pólitísku hagsmunum þar sem varaformaðurinn  verður síðan í eilífum vandræðum með að þvo af sér fylgispektina?

Verður mður þá ekki að gefa Framsókn tækifærið?

Kanski hafa þeir þó lært af reynslunni.  Þeir stóðu sig vel í Icesave, hafa stöðugt talað fyrir réttlæti í skuldamálum og af einurð talað fyrir hagsmunum Íslendinga en ekki undirlægjuhætti við ESB og vogunarsjóði!

Er a.m.k. ekki lágmark að þeir sem bjóða sig fram hafi eitthvert markmið en rorri ekki um í stefnuleysi?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 18:11

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bjarni Gunnlaugur,

"Merkilegt hvernig Steingrímur J. endurtók svo nákvæmlega sama leikinn nema nú skyldi farið í jafnvotan ESB draumaleiðangur Samfylkingar."

Er umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu draumaleiðangur?!


Hvað hefur þú fyrir þér í því?!

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 18:17

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Danska krónan, og þar með færeyska krónan, er bundin gengi evrunnar.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

Pólland
er einnig Evrópusambandsríki og þúsundir Pólverja hafa haldið íslenskri fiskvinnslu gangandi, enda er Evrópska efnahagssvæðið sameiginlegur vinnumarkaður.

Þar að auki á olíuríkið Noregur eins og Ísland aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og hefur engan áhuga á að segja upp þeirri aðild frekar en Ísland.

Króatía fær aðild að Evrópusambandinu 1. júlí næstkomandi.


Og Eistland tók upp evru árið 2011.

Gjaldmiðlar Lettlands og Litháens hafa einnig verið bundnir gengi evrunnar og þessi Evrópusambandsríki taka einnig upp evru á næstunni.

4.3.2013:


"Lettar sóttu í dag formlega um aðild að evrópska myntsamstarfinu og vonast til að geta tekið upp evru fyrir næstu áramót.

Seðlabankastjóri Lettlands sagði Letta nú uppfylla Maastricht-skilyrðin um verðstöðugleika, vaxtamun, stöðugleika í gengismálum, afkomu hins opinbera og skuldir þess.

Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra, er vongóður um áhrif evrunnar. Vextir yrðu lægri, enginn kostnaður við gjaldeyrisviðskipti og erlendar fjárfestingar vænlegri."

Lettar vonast til að geta tekið upp evru fyrir næstu áramót


19.2.2013:


"Guardian hefur eftir Butkevicius, forsætisráðherra Litháens, að Litháar stefni að því að sækja um aðild að myntbandalaginu á næsta ári og taka upp evru árið eftir."

Litháar stefna að því að taka upp evru eftir tvö ár

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 18:30

5 identicon

Er það svo relevant hvernig fylgi Íhaldsins og hækjunar mælist hvert fyrir sig? Ég held ekki.

Summa stærðanna tveggja, D + B, er það sem skiptir máli. Stefna og áherslur þessara flokka eru meira og minna eins, identical, eru búnar að vera það í mörg kjörtímabil. Látið ekki blekkjast af sýndar-átökum þeirra rétt fyrir kosningar, minnir á átök í prófkjörum.

Þetta eru flokkar sömu hagsmunahópanna, enda undir forystu skilgetinna afkvæma mestu braskara og fjárglæframanna samfélagsins á mölinni fyrir sunnan. Samanlagt fylgi ætti því að vera áhyggjuefni þeirra sem bera hag hins almenna borgara fyrir brjósti.

Íhaldið getur alltaf reiknað með 25% fylgi, það er kjarninn sem notið hefur góðs af stuðningi við flokkinn, hefur ekkert með einhverja hugmyndafræði að gera, heldur eigin hagsmuni. Kemur ekki á óvart eftir langan valdatíma FLokksins og fyrirgreiðslur til fólks með rétt flokksskírteinið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 18:32

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 18:48

7 identicon

Steini @3

Með vísan í hinn vota draum Sjálfstæðismanna um m.a. að Ísland verði alþjóðleg fjármálamiðstöð (Kýpur norðursins!) og aðra frjálshyggjuóra, þá er hægt að draga upp samlíkingu um svipaðar draumfarir hjá Samfylkingu um aðild að ESB. Jafn óraunhæft, jafn vitlaust, jafn vonlaust að sýna mönnum fram á að þetta er bara draumur!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 20:29

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.

Það er nú allt fullveldið.

Og teljið nú upp fyrir mig þá íslensku stjórnmálaflokka sem vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 20:40

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 20:48

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar hér, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 20:53

11 identicon

Steini@8

Simpansar eru með yfir 90% sama erfðamengi og menn, samt er nú talsverður munur! (a.m.k á yfirborðinu)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 21:24

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, þú ert apinn sem var að fitla við skaufann á sér í sjónvarpinu í gærkveldi, Bjarni Gunnlaugur.

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 21:35

13 identicon

Þetta eru í senn frekar sorgleg skrif og hlægileg. Það er dálítið magnað að enn skuli menn vera að reyna halda því fram að 90% lán Íbúðarlánsjóðs hafi haft einhver marktæk áhrif á þá þennslu sem menn vilja meina að hafi hafist á húsnæðismarkaði upp úr 2003. Í fyrsta lagi var þennslan byrjuð fyrr og það sem skiptir mestu máli að það var þak á lánum íbúðarlánasjóðs sem var innan við 16 milljónir. Vegna þessa þaks reyndi ekki nema í undantekningartilfellum á 90% regluna og þá helst þegar ungt fólk var að kaupa sína fyrstu íbúð sem eðli máls samkvæmt var lítil og ódýr. Það var líka markmiðið með breytingunni þ.e. að koma á móts við ungt fólk sem hefði átt erfitt með að koma þaki yfir ný stofnaðar fjölskyldur. Ómar þetta er sorglegur málflutningur.

Það hlægilega er þegar pistlahöfundur er að býsnast yfir því að ekki hafi verið farið að ráðum glöggra manna. Ég hef nú ekki tekið eftir því Ómar að þú viljir mikið taka mark á glöggustu mönnum í stjórnskipunarrétti þegar verið er að ræða það framvarp sem kom frá stjórnlagaráði.

Þegar ákvörðum var tekin um Kárahnjúkavirkjun var engin þennsla heldur þvert í móti var búin að ríkja samdráttur með miklu atvinnuleysi. Það er hinsvegar rétt að leið um að ákvörðinin var tekin fylltist efnahagslífið aukinni bjartsýni og hjólin fóru aftur að snúast og fólk fór að fá vinnu og tekjur að hækka en svei því.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 21:41

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirbúningur að Kárahnjúkavirkjun hófst árið 1999 og framkvæmdir hófust árið 2002 en virkjunin var formlega gangsett 30. nóvember 2007.

Til verksins voru fengnar þúsundir erlendra iðnaðarmanna og aðalverktakafyrirtækið, Impregilo, er ítalskt.

Samtök atvinnulífsins í ársbyrjun 2005:


"Það er staðreynd að á atvinnuleysisskrá er ekki að finna iðnlærða byggingamenn, menn með réttindi á stórvirkar vinnuvélar eða vana byggingaverkamenn, þ.e. menn í þeim starfsgreinum sem nauðsynlega þarf til verka við virkjunarframkvæmdir.

Vinnumálastofnun hefur ítrekað staðfest þetta og nú síðast í nýrri skýrslu þar sem fram kemur það mat stofnunarinnar að gefa þurfi út 1.800 atvinnuleyfi vegna yfirstandandi og fyrirhugaðra virkjana- og stóriðjuframkvæmda.

Framboðið er einfaldlega ekki til staðar hér innanlands.
"

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 21:46

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.2.2013:

Eiríkur Bergmann Einarsson, sem sæti átti í Stjórnlagaráði:


"Langþráð álit Feneyjanefndarinnar svokölluðu, sem ráðleggur um nýjar stjórnarskrár aðildarríkja Evrópuráðsins, var birt í dag.

Þar kennir ýmissa grasa, ýmsu hrósað og athugasemdir gerðar við annað. Eins og gengur.

Nokkrar athugasemdir eru til að mynda gerðar við forsetaembættið sem nefndin telur þó að breytist lítið að eðli og inntaki í nýju stjórnarskránni.

Nefndin veltir því upp hvort betur kunni að fara á því að stjórnmálamenn og jafnvel sveitastjórnarmenn að auki velji forsetann í stað almennings, eins og nú er.

Þá telur nefndin að málskotsréttur forseta (sem hér hefur lengi verið í gildi) sé sérkennilegur og að heppilegra geti verið að hann vísi málum til lagalegrar nefndar sem meti stjórnarskrárgildi laganna eða þá aftur til Alþingis.

Svo má nefna að Feneyjarnefndin telur að betur fari á því að þingmenn einir breyti stjórnarskrá, helst með auknum meirihluta en að óþarfi sé að bera stjórnarskrárbreytingar undir þjóðina, eins og Stjórnlagaráð leggur til."

Álit Feneyjanefndarinnar á frumvarpi Stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 21:52

16 identicon

Steini@12 segir "Jamm, þú ert apinn sem var að fitla við skaufann á sér í sjónvarpinu í gærkveldi, Bjarni Gunnlaugur."

Ósköp ertu nú ómálefnalegur greyið,svona þá sjaldan að þú kemur með eitthvað frá sjálfum þér en ekki þessar kjánalegu og misvelviðeigandi "copy paste" athugsemdir!   

Maður er hálf partinn hættur að nenna að lesa athugasemdir við annars oft ágæt blogg hjá Ómari út af þessar skrifræpu þinni!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 22:12

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú telur þig sem sagt nauðbeygðan að lesa allt sem aðrir birta á annarra manna bloggum, Bjarni Gunnlaugur.

Þar að auki var ég að svara þessum "málefnalegu rökum þínum":

"Simpansar eru með yfir 90% sama erfðamengi og menn, samt er nú talsverður munur! (a.m.k á yfirborðinu)"

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 22:33

18 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvernig væri að fá þessa töluglöggu menn hér á blogginu, að upplýsa okkur hina um það, hvernig þensla gat orðið á Íslandi við að flytja erlenda verkamenn tímabundið inn á Austurland, sem fóru til síns heima að verki loknu?

Hvernig er jafnframt hægt að rekja þenslu á Íslandi, til byggingar álverksmiðju, sem fjármögnuð er með erlendu fé eiganda verksmiðjunnar? 

Benedikt V. Warén, 26.3.2013 kl. 23:30

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar 2008.

Og fyrir þessa upphæð hefði verið hægt að kaupa sex þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu
, miðað við 24,2ja milljóna króna meðalverð á íbúðarhúsnæði á því svæði árið 2006, en í árslok það ár voru 8.260 íbúðir í Hafnarfirði.

Þorsteinn Briem, 26.3.2013 kl. 23:59

20 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steini Viðförli.  Á þetta að vera svar við spurningum mínum?  Ertu líka lesblindur?

Benedikt V. Warén, 27.3.2013 kl. 00:21

21 identicon

Gaman væri ef Ómar svaraði þeim Stefáni og Benedikt hér að framan. Þessi pistill hans er í besta falli illa ígrundaður, í versta falli skrifaður af illu innræti til að blekkja fólk og afvegaleiða umræðuna.

Bjarni (IP-tala skráð) 27.3.2013 kl. 00:38

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum fækkaði í sjö sveitarfélögum af níu á Austurlandi árið 2008, samkvæmt Hagstofunni.

Og Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, hefur þurft að greiða tugi milljarða króna í vexti af erlendum lánum.

Bygging Kárahnjúkavirkjunar var hluti af ofþenslunni hér á Íslandi
og hækkaði laun iðnaðarmanna og byggingaverkamanna hérlendis enn frekar, enda er íslenskur vinnumarkaður í raun agnarsmár.

Við Kárahnjúkavirkjun störfuðu gríðarlega margir útlendingar og þeir fluttu launatekjur sínar að langmestu leyti úr landi.

Og Íslendingar unnu einnig við Kárahnjúkavirkjun.

25.6.2008:

"
Haldi einhver að framkvæmdum sé að mestu lokið við Kárahnjúkavirkjun er það hinn mesti misskilningur.

Lætur nærri að um 700 manns verði þar að störfum í sumar."

"Aðalverktakinn, Impregilo, er enn með um 350 manns á sínum vegum."

Þar að auki unnu allt að 1.800 manns við byggingu álversins í Reyðarfirði frá árinu 2004 til 2007.

Samtök atvinnulífsins í ársbyrjun 2005:


"Það er staðreynd að á atvinnuleysisskrá er ekki að finna iðnlærða byggingamenn, menn með réttindi á stórvirkar vinnuvélar eða vana byggingaverkamenn, þ.e. menn í þeim starfsgreinum sem nauðsynlega þarf til verka við virkjunarframkvæmdir."

Þorsteinn Briem, 27.3.2013 kl. 00:56

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Með vísan í hinn vota draum Sjálfstæðismanna um m.a. að Ísland verði alþjóðleg fjármálamiðstöð..."

bjarni gunnlaugur, hvað er langt síðan að þú varðst framsóknarmaður? Í gær eða?

Hvernig fór það framhjá þér, bara fyrir örfáuum árum, að ein meginstefna Framsóknarflokks var að gera Ísland að ,,aðlþjóðlegri fjármálamiðstöð"? Ok. við skulum hressa uppá minnið hjá ykkur framsóknarmönnum:

,,Ég á mér þann draum að í framtíðinni verði Ísland þekkt um víða veröld sem alþjóðleg fjármálamiðstöð," sagði Halldór í ræðu sinni."

http://www.visir.is/island-verdi-althjoda-fjarmalamidstod/article/2005111210054

Halló! ,,ég á mér draum" hahaha. Og þarn kemur fram að hann skipaði Sigurð Einarsson, framsóknarmann, sem formann nefndar fyrir framsóknarmenn til að troða þessu ofan í kokið á innbyggjurum hérna. þetta endaði svo með þvi að framsjallar rústuðu landinu sem vonlegt var.

Sko, eru framsóknarmenn alveg búnir að þurrka úr minni sínu að Kaupþing - að var bara framlenging á framsóknarflokknum.

Margir sem núna tala og tala og kunna öll ráð við fjárhagsvandamálum - þetta voru mestanpart klappstýrur útrásarvíkinga á gróðærisárum framsjalla. það er eins og fólk horfi alveg framhjá því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2013 kl. 12:04

24 identicon

Það er ágætt hjá þér Ómar Bjarki að minna á þetta,ég setti þessa athugasemd inn á hjá þér og læt hana flakka hér líka:

"Já, ekki var það fallegt hjá Blairistanum Halldóri. Framsóknarmenn eiga sína stóru sök á hruninu, því verður ekki neitað. Halldór dróg þá (misviljuga) út í forað frjálshyggunnar svona á svipaðan hátt og Steingrímur J. dróg VG með sér út í ESB,IMF og Icesave forað Samfylkingar.

En nú eru hnattvæðingar og frjálshygguórar að baki, Halldór horfinn úr pólitík,Framsóknarmenn vonandi búnir að taka sönsum og reynslunni ríkari og dæmið af Kýpur á jafnvel við báða órana, þ.e. Ísland sem fjármálastöð norðursins og hitt að inngangan í ESB leysi einhvern skuldavanda eða komi í veg fyrir hann!

Er þetta þá ekki bara spurning um XB næst, Ómar?" 

Ómarar?   ;-)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.3.2013 kl. 15:35

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei. Aldrei. Sko, sjáðu til, þú þarft að spurja: Hvað er framsóknarflokkurinn? Ef við lítum á pólitíska litróf hefðbundinna flokka, þá hefur það verið Sjallar lengst til hægri sem vinna fyrir fyrirtæki og hina auðugu. Jafnaðarmenn sem vinna á miðju útfrá skynsemi og raunsæi og leitast við að jafna kjör. VG og fyrirrennar þess sem vinna til vinstri og leggja áherslu á félagsleg úrræði og hina verst settu í samfélaginu.

Ok. Hvar kemur framsókn inní þetta á seinni tímum? það er nefnilega spurningin. Fyrr á tímum vitum við alveg hvar framsókn stóð. þetta bar bændaflokkur að meginupplagi. Flokkur bænda og hinna dreifðu byggða. Lagði áherslu á sameiginlega verslun o.s.frv. Að mörgu leiti sneddý hugmynd.

þessir tímar eru bara löngu liðnir. Framsóknarflokkur nútímans á alþingsivísu er aðeins armur vissrar klíku í viðskiptum - að möru leiti svipað og Sjallaflokkur þó Sjallar séu miklu víðfemari og hafi mun meira undir. þetta sást svo vel í árunum fyrir hrun. Flokkurinn var ár eftir ár eftir áratugi fastlímdur uppvið sjallaflokk og enginn munur á afstöðu þeirra til mála.

Eg get enganvegin séð að nokkur breyting hafi orðið á Framsóknarflokki og ef eitthvað er þá hefur hann versnað.

Hinsvegar hef ég sagt það og get sagt enn, að það er hálf kjánalegt að sjá framsóknarmenn lýðskrumast svona óskaplega eins og þeir gera þessi misserin. Svona vandræðalegt. Maður fer hjá sér að horfa uppá þessi ósköp. þetta er ekki alveg í stíl Framsóknarflokks og hefð að missa sig svona í lýðskrumi. það bendir til að mikið liggi undir Hagsmunir ákveðinna klíka eru stórir. Allt skal gert til að komast að kjötkötlunum og moka hinum feitu bitum á framsóknardiskinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2013 kl. 17:46

26 identicon

Þú einfaldar þetta ansi mikið Ómar en svo sem ekki alveg úr leið, en af hverju svararðu mér hér en ekki á þínu eigin bloggi, ertu hræddur um að enginn lesi ;-)

Gleymdu ekki að það hefur allaf verið rennirí milli krata og sjálfstæðisflokks.

Kratarnir eru menn formúla og útreiknaðra lausna, segja stundum að spáin hafi verið rétt en veðrið vitlaust.

V.G. er að grunni til og eðli Framsóknarflokkur með mikla vinstri slagsíðu, ruglaðir af sviklum formanni (fyrrverandi).  Umhugsunarefni hvort þetta að láta fallerast af formanni sé í eðli framsoknarmanna?En kommarnir gömlu gleymdu sér gjarnan í ismanum og hatrinu á auðvaldinu. Þeirra fortíðarvandi var undirþjónkun við skelfilegt erlent vald.  Spurning hvort þessi undirþjónkun sé í eðli vinstrimanna sbr. ömurð (orð fengið frá Ólafi Ísleifssyni) Samf. í Icesave

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.3.2013 kl. 19:38

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg get ekki séð að það sé relevant fyrir efnið hvar er svarað.

Staðreyndin er þessi: Málflutningur Framsóknarflokksins má lýsa þannig í dag, að hann sé í besta falli kjánalegt lýðskrum sem er bókstaflega vandræðalegt að horfa uppá þar sem virðulegir bændur úr Hrunamannahreppi eru komnir á mölina og eru að leika þar einhverjar lýðskrumshetjur.

Í versta falli má lýsa málflutningi framsóknar sem illa innrættum ofsaáróðri og öfgaskap.

Í báðum tilfellum er tilgangurinn að koma framsóknarelítuklíkunni að kjötkötlunum svo þeir get mokað feitu bitunum á framsóknardiskinn, gefið sjálfum sér banka og þess háttar.

þessi aðferð framsóknar er bæði heimskuleg og stórskaðleg landi og lýð. þessum peyjum er drullusama. það eina sem skiptir máli er kjötketillinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2013 kl. 20:18

28 identicon

Það er pínu vandræðalegt að við skulum vera að skiftast á skoðunum hér á athugasemdasíðu við blogg Ómars Ragnarssonar, ekki síst í því ljósi að ég er þegar búinn að svara þinni athugasemd sem þú birtir á eigin bloggi! 

Náði ekki alveg þessu með bændurna ofan úr Hrunamannahreppi!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.3.2013 kl. 23:13

29 Smámynd: Benedikt V. Warén

Merkilegt, - og þó ekki, að enginn skuli treysta sér í að svara því sem ég lagði inn hér #18.

Meira að segja er merkilegt að Steini viðförli Briem, blaðamaður, skrifstofumaður, sjómaður og ég veit ekki hvað, kemur ekki með neitt copy/paste í þetta sinn.  Það sýnir betur en allt annað að það er ekki orð að  marka þetta þenslukjaftæði sem gengur hér aftur og aftur eins og hver annar heimilisdraugur þeirra sem um fjalla.  Þeir eru einnig einir um að sjá þennan Þenslu-Móra í hverju horni austanlands.

Þó slær öllu við, hvað merkilegheit varðar, að síðuhöfðinginn sjálfur skuli ekki ropa neitt meira um þetta mál.  Hvað veldur?  Veit hann upp á sig skömmina, um að fara ekki rétt með? 

Annað.  Er síðuhöfðinginn sáttur við að umræddur Steini skuli stöðugt vera að slá eigin met í dálksentimetrum, á bloggi hans?    
 

Benedikt V. Warén, 28.3.2013 kl. 00:22

30 identicon

Benedikt @29

Kárahnjúkavirkjun setti af stað þensluferli sem gekk ekki til baka þegar henni lauk.

Lántökurnar og umstangið í upphafi ollu því (líklega vegna rangra hliðarráðstafanna) að gengi krónunnar hækkaði. Seðlabankinn hækkaði þá stýrivexti (sem virðist vera hið eina ráð sem hann notar) sem olli aðstreymi fjármagns og meiri þenslu. Aum matvælafyrirtæki uppi á Íslandi urðu t.d. við þetta allt í einu veðhæf fyrir erlenda lántöku enda skítnógt framboð á erlendu lánsfé og stjórnendur þeirra m.a. gerðust útrásarfjárfestar í tískuvöruverslunum í Bretlandi og víðar.Snjóboltinn rúllaði og stækkaði og endaði reyndar sem snjóhengja. Þannig varð Kárahnjúkavirkjun tundrið sem kveikti í púðurtunnunni! Eða snjóboltinn sem varð að flóði.

Það dugar semsagt ekki að líta á Kárahnjúkavirkjun eina og sér sem inn og út streymi fjármagns. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 00:53

31 identicon

Merkilegt hvað sumir teygja sig langt til að sýna fram á að framkvæmd upp á 150 milljarða gat orðið til þess að nokkrum árum seinna skuldaði íslenska bankakerfið 30.000 milljarða. Skuld bankakerfisins varð semsagt ekki tvöföld Kárahnjúkavirkjun, ekki tuttuguföld Kárahnjúkavirkjun, heldur tvöhundruðföld Kárahnjúkavirkjun, allt vegna Kárahnjúkavirkjunnar. Einfeldningar eru einfaldir af því þeir skilja ekki flókna hluti, og kjósa því að einfalda þá.

Bjarni (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 02:08

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt V. Warén,

Ég svaraði þér hér að ofan í athugasemdum nr. 19 og 22.

Og ég hef ég aldrei verið skrifstofumaður.

Þar að auki hefur Ómar Ragnarsson ekki gert athugasemdir við það hversu mikið ég birti hér.

Þvert á móti.

Þorsteinn Briem, 28.3.2013 kl. 02:23

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og ég hef aldrei verið það sem venjulega flokkast undir það að vera skrifstofumaður, átti þetta nú að vera.

Hins vegar hef ég verið til dæmis sjómaður, rétt er það.

Og ég hef ekki ferðast meira en margur annar Íslendingurinn.

Þorsteinn Briem, 28.3.2013 kl. 02:43

34 identicon

@31

Það er einmitt út af tilhneigingu einaldra manna að gera einfalda hluti flókna að 150 miljarða fjárfesting verður að þessum ósköpum!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 08:45

35 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Bjarni gunnlaugur, það er ekki mitt vandamál þó þið framsóknarmenn skammist ykkar fyrir eigin bull. það er ykkar vandamál. Jafnframt skuli þið framsóknarmenn hugsa ykkar gang og yfirfara ómálefnaflutning ykkar og framsetningu sem einkennist af rógskap og illu innræti. það er aldrei gott veganest að hafa í mal sínum slíka fæðu. Aldrei nokkurntíman reynst vel.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.3.2013 kl. 12:40

36 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steini Briem, skrifstofumaður í hjáverkum. Þessi svör þín má í besta falli kallast léttan útúrsnúning. Ef þú skilur ekki spurningarnar skaltu sleppa því að svara.

Bjarni Gunnlaugur er með þetta á tæru. Hann man ekki eftir því þegar ekki sá til sólar í Reykjavík fyrir byggingakrönum. Það hafði náttúruega ekkert með þenslu að gera, að hans mati. Af hverju þurfit að flytja inn megnið af iðnaðarmönnunum til að vinna á Austurlandi? Hvers vegna þurfti svona marga verkamenn einnig? Var ekki farið af stað með virkjunarframkvæmdi, þegar annað var ekki í "pípunum"?

Ómar Bjarki. Skilur þú eitthvað í því sjálfur hvað þú ert að fjasa?

Þögn Ómars Þorfinns er einnig áhugaverð.

Benedikt V. Warén, 28.3.2013 kl. 13:21

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt V. Warén,

Ég hef aldrei verið skrifstofumaður og því síður í hjáverkum.

Þú hefur hins vegar greinilega verið fábjáni og drullusokkur að aðalstarfi.


Karlfauskur á Egilsstöðum sem skammast hér stöðugt út í allt og alla.

Hefur greinilega ekki glóru um hvað hann er að blaðra og lokar augunum fyrir staðreyndum.

Þorsteinn Briem, 28.3.2013 kl. 14:04

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allt var það nú ferlegt fikt,
fæddist þar svo Benedikt,
af skarfi þeim er skítalykt,
skeinir aldrei lagið þykkt.

Þorsteinn Briem, 28.3.2013 kl. 14:19

39 identicon

Benedikt, það er dálítið fróðlegt að sjá hvað gerist þegar Steini Briem dettur út fyrir þægindasvið copy/paste áráttunnar og reynir að svara með rökum.  Áður en við er litið er hann kominn út í skítkast og sóðakjaft. Það væri fróðlegt að rökræða betur um hugsanleg áhrif Kárahnjúkavirkjunar á þensluna en varla vært undir þessu copy/paste éli. 

           Hér er smá gátuvísa handa þér Steini Briem, svona eins og vinsælt er í morgunútvarpi rásar 2 um þessar mundir.   Nokkurnvegin í þínum stíl! (Meira að segja með tillögu að svari)

Forsendurnar fær að láni

fátt hann veit um stuðla og rím

Er hann fífl? - eða  - er hann kjáni?

Er þetta hann Steini Briem?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 18:26

40 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það skiptir ekki lengur höfuðmáli hvað hver flokkur lofar, því stór hluti svikinna lánþega sér ekki tilgang í að sinna frekar glæpabönkum, heldur en sinni eigin fjölskyldu.

Fólk hættir auðvitað frekar að borga vestrænum glæpabönkum, heldur en að svelta og svíkja sjálfan sig og sína.

Það hljóta flestir að skilja þessa staðreynd.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.3.2013 kl. 18:28

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bjarni Gunnlaugur,

Ég var í mörg ár blaðamaður á Morgunblaðinu áður en Netið kom til sögunnar og skrifaði þar mörg þúsund fréttir og fréttaskýringar.

Og ég er að sjálfsögðu í fullum rétti til að svara hér skítkasti í minn garð.

Einnig af þinni hálfu.

Þorsteinn Briem, 28.3.2013 kl. 18:40

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér eru brot úr frétt sem ég skrifaði í Morgunblaðið 4. júlí 1990:

"Norsk-íslenska síldin hrygnir við Noreg í febrúar til apríl. Síldin hefur leitað út á hafið milli Noregs og Íslands í fæðuleit og til Íslands var hún oftast komin í júní eða byrjun júlí."

"Á sjöunda áratugnum voru veidd allt að 650 þúsund tonn af síld hér við land á ári.

Árið 1972 voru hinsvegar einungis veidd 300 tonn af síld á Íslandsmiðum en tvö síðastliðin ár hafa verið veidd hér 90-100 þúsund tonn úr íslenska sumargotsstofninum á ári."

Norsk-íslenski síldarstofninn: Síld komin vestar en gerst hefur frá hruni

Þorsteinn Briem, 28.3.2013 kl. 18:45

43 identicon

Þú ert ekkert að svara skítkasti, Steini, Þú ERT með skítkast. Auðvitað endar með því að þú færð eitthvað af þessum slettum yfir þig aftur!

Hvers vegna í veröldinni ertu svo að koma með þessa tilvitnun í síldveiðar?

Nei annars ekki svara því, ég hef ekki áhuga á þessu bulli þínu!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 19:17

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bjarni Gunnlaugur,

Þú varst að gefa það sterklega í skyn að ég gæti ekki skrifað neitt sjálfur.

Og hver heldurðu að hafi skrifað þetta hér að ofan í athugasemd nr. 11:

"Steini@

Simpansar eru með yfir 90% sama erfðamengi og menn, samt er nú talsverður munur! (a.m.k á yfirborðinu).


Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 21:24"

Þorsteinn Briem, 28.3.2013 kl. 19:32

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og hver heldurðu að hafi skrifað þessa frétt hér sjálfur og mörg hundruð aðrar fréttir, sem hafa birst hér á bloggi Ómars Ragnarssonar, Bjarni Gunnlaugur:

"Í febrúar 2012
var innkaupsverð á bensíni hér á Íslandi um 94,50 krónur, flutningur, tryggingar og álagning um 32,40 krónur, fast kolefnisgjald 5 krónur, fast bensíngjald samtals um 64 krónur og virðisaukaskattur um 50 krónur.

Í ágúst 2007
var innkaupsverð á bensíni um 34,40 krónur en í febrúar 2012 um 94,50 krónur, tæplega þrisvar sinnum hærra en í ágúst 2007.

Bandaríkjadollar kostaði um 61 íslenska krónu 1. ágúst 2007 en um 123 krónur 1. febrúar 2012, 102% eða tvisvar sinnum meira en í ágúst 2007.

Bensín kostaði hér um 120,70 krónur í ágúst 2007 en um 245,90 krónur í febrúar 2012, 104% eða tvisvar sinnum meira en í ágúst 2007.

Á sama tímabili hækkaði hins vegar gengi Bandaríkjadollars gagnvart evrunni einungs um 4,4%.


Og heimsmarkaðsverð á olíu er skráð í Bandaríkjadollurum
.

Samsetning bensínverðs - DataMarket


Steini Briem
, 26.3.2013 kl. 17:03"

Þorsteinn Briem, 28.3.2013 kl. 19:40

46 identicon

Ómar..þú ert fínasti karl, þótt ég sé ekki alltaf sammála þér þá les ég flest allt sem þú lætur frá þér..en nýlega kom óþægileg breyting í blogg þitt sem breytir óþægilega miklu......

Pirrar það þig jafn mikið og mig hversu harkalega steini breim helspammar bloggið þitt ?

Ég nenni varla orðið lengur að lesi þitt ágæta efni sökum þess að þessi hundleiðinlegi copy/paste fáráður malbikar hjá þér kommentakerfið.

Steini gerir þetta reyndar á fleiri stöðum en yfirleitt nenni ég ekki að lesa efnið sem þar er að finna svo truflun af völdum steina hefur verið í lágmarki hingað til.

steini mun eflaust hrauna vel yfir mig núna líkt og hann gerði síðast er ég reyndi að karpa við hann...ekkert að því en hann má þó, ef af verður,vanda málfar sitt betur..

bestu kveðjur og takk fyrir oftar en ekki fræðandi bloggsíðu Ómar minn...

runar (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 22:51

47 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Runar",

Þú ert enn eitt fíflið, sem uppnefnir hér fólk og þorir ekki að skrifa undir nafni!

Ég hef birt hér athugasemdir frá því Ómar Ragnarsson byrjaði að blogga hér á Moggablogginu fyrir sex árum.

Þorsteinn Briem, 29.3.2013 kl. 01:27

48 Smámynd: Már Elíson

Ágæti Ómar,

Er nú ekki kominn tími til að farir að eiga orðastað við þennan rit-vitfirring sem kallar sig

Steina breim.

Það er varla að maður nenni að skoða bloggið þitt nú orðið, nema fyrirsagnirnar, og hvað þá

heldur að "commenta" á þínar ágætu greinar fyrir þessum ómálefnalega viðbjóði, leirburði og svívirðingum á menn og málefni frá hendi þessa ógæfumanns.

Reyndu að sigta úr þessu skarni hans og copy/paste eða hreinlega loka á þessar eyðileggingar

svo hægt verði að lesa bloggið þitt sér til skemmtunar og fróðleiks.

Már Elíson, 29.3.2013 kl. 10:34

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

Már Elíson,

Sjálfur ertu vitfirringur og fáviti!!!

Þorsteinn Briem, 29.3.2013 kl. 16:43

50 Smámynd: Benedikt V. Warén

Auðvita á Steini Briem alla mína samúð, að vera svona sérkennilega innrættur.

Benedikt V. Warén, 30.3.2013 kl. 13:27

51 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert sjálfur sérkennilega innrættur, Benedikt V. Warén.

En ég hef enga samúð með þér og þínum líkum.

Þorsteinn Briem, 30.3.2013 kl. 13:45

52 Smámynd: Benedikt V. Warén

Samt er langt í land að slá innræti Briem-arans við, - mjög langt.

Benedikt V. Warén, 30.3.2013 kl. 14:17

53 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er þitt eigið mat og þinna líka, Benedikt V. Warén.

Og kemur engan veginn á óvart.

Þorsteinn Briem, 30.3.2013 kl. 14:49

54 Smámynd: Benedikt V. Warén

Briem-arinn hefur þó vinninginn, skv. léttri yfirferð hér að ofan, þar sem fleiri hafa gert athugasemdir við framferði hans og færslur. Það er því langt í land hjá mér að jafna það, hvað varðar sérkennilega dómgreind hans á samferðamönnum. Það undrar mig einnig mjög, hve áhugasamur hann er að koma þeirri skoðun hjá landsmönnm, að hann sé ekki alveg eins og fólk er flest. Hjá sumum er það síður en svo galli, ein hjá Steina Briem er það yfirþyrmandi, svo ekki sé dýpra í árina tekið.

Benedikt V. Warén, 30.3.2013 kl. 15:59

55 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ætlar greinilega að teygja lopann hér út í það óendanlega í fáráðlingshætti þínum og fábjánaskap, Benedikt V. Warén.

Þorsteinn Briem, 30.3.2013 kl. 16:20

56 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sömuleiðis.

Benedikt V. Warén, 30.3.2013 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband