28.3.2013 | 19:08
"Sigtryggur vann!" LÍÚ vann!
Fyrir 40 árum hafði Sigtryggur Sigurðsson yfirburði yfir aðra glímumenn á Íslandi. Ég gerði um þetta sérstakan gamanþátt, þar sem ég lýsti glímum Sigtryggs í dæmigerðu glímumóti þess tíma, sem allar enduðu á einn veg.
Ég flyt þennan gamanþátt einstaka sinnum enn þegar sá er gállinn á mér, þar sem hver einasta glíma er með eftirfarandi hljóðum, orð dómarans innan tilvitnunarmerkja en önnur hljóð í sviga)
"Stígið!" ( flaut, - rembingsstuna - dynkur - flaut ) "Sigtryggur vann!"
Nú, þegar síðasta þing kjörtímabilsins er á enda, er spurningin hvort einhver bar hærri hlut frá borði en aðrir. Það sýnist vera augljóst. Fiskveiðistjórnarfrumvarpinu og stjórnarskrárfrumvarpinu var rutt út af borðinu. Það er varla tilviljun. LÍÚ vann.
Fundum Alþingis frestað í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar, það er ekkert skrýtið að LÍÚ vinni, þau stjórna Íslandi!
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 28.3.2013 kl. 19:33
Geysihörð var glíman sú,
Grettisbeltið LÍÚ,
ætíð þræll og aumur þú,
áfram gakk og hægri snú!
Þorsteinn Briem, 28.3.2013 kl. 21:18
Það eru miklu fleiri en hátt í þúsund eigendur hinna 120 LÍÚ-útgerða sem hafa rétt til veiða í íslenzkri fiskveiðilögsögu -- fjöldinn allur af báta- og trilluútgerðum.
Að mála LÍÚ sem skrattann á vegginn og tala (eins og sumir samherjar Ómars) um kvótahafa sem "nokkra einstaklinga" eða sem "70 fjölskyldur" er víðs fjarri öllum sannleika.
Jón Valur Jensson, 28.3.2013 kl. 21:49
Og það, hvernig smáar útgerðir með litlar aflaheimildir lognuðust út af, þegar heildaraflamark í þorskveiðum var lækkað gríðarlega, var ekki stórútgerðum að kenna (þær urðu að lúta hlutfallslega sama samdrætti í kvóta), heldur var sökudólgurinn Hafrannsókastofnun. Sönnun fyrir "mistökum" hennar getið þið séð norður í Barentshafi, þar sem Norðmenn og Rússar hafa aukið aflasóknina gríðarlega, upp í meira en 800.000 tonn -- svo mikinn afla, að veldur jafnvel verðfalli á okkar fiskmörkuðum og gerir okkur þannig enn aumari í samkeppninni og samanburðinum.
Niður með Hafró !
Jón Valur Jensson, 28.3.2013 kl. 21:55
Ómar minn, það var Feneyjanefnd Evrópuráðsins sem felldi Stjórnarskrármálið. Ef þú hefur minni yfir þröskuld, þá ættirðu að muna að tilgangurinn með þessum sirkús var að gera okkur gjaldgeng í ESB. Þeir áliti að ekki væri nóg að gert og því tilgangslaust að samþykkja þetta nema að fara þá aftur í nauðsynlegar breytingar.
Engin stjórnarskrárbreyting, ekkert ESB. Það er ekki einu sinni hægt að ræða síðustu kaflana (sem fela í sér framsal) fyrr en búið er að breyta stjórnarskránni að þeirra forskrift, sem hintað var að í 8 liðum í frumvarpi til stjórnlagaþings.
Ég trúi því varla að þú hafír ekki hugmynd um út af hverju þú lagðir á þig þessa vinnu. Var þér aldrei sagt það? Lastu ekki blöðin í upphafi árs 2009?
Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2013 kl. 22:05
2.9.2011:
"Fimmtíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækin fá úthlutað 84% af öllu aflamarki á fiskveiðiárinu sem hófst í gær en 452 aðilar skipta með sér þeim 16% sem eftir eru.
HB Grandi á 10,4% heildarfiskveiðikvótans hér við land og Samherji 6,22% en Þorbjörn í Grindavík 5,44%."
Fimmtíu fyrirtæki eiga 84% aflakvótans - Grandi á 10,4% af heildinni
Þorsteinn Briem, 28.3.2013 kl. 22:06
"Kvótakerfinu var upprunalega komið á með lagasetningu árið 1983, sem tók gildi árið 1984, en því var breytt talsvert með nýrri lagasetningu árið 1990.
Í fyrstu úthlutun kvóta, á árinu 1984, var miðað við aflareynslu skipsins þrjú næstliðin ár."
Íslenska kvótakerfið
Sjávarútvegsráðherrarnir voru eingöngu framsóknarmenn eða sjálfstæðismenn á árunum 1980-2009, í þrjá áratugi, en sökudólgurinn var að sjálfsögðu Hafrannsóknastofnun!
Ráðuneyti Gunnars Thoroddsens 1980-1983 - sjávarútvegsráðherra Steingrímur Hermannsson
Fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar 1983-1987 - sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson
Ráðuneyti Þorsteins Pálssonar 1987-1988 - sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson
Annað ráðuneyti Steingríms Hermannssonar 1988-1989 - sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson
Þriðja ráðuneyti Steingríms Hermannssonar 1989-1991 - sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson
Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar 1991-1995 - sjávarútvegsráðherra Þorsteinn Pálsson
Annað ráðuneyti Davíðs Oddssonar 1995-1999 - sjávarútvegsráðherra Þorsteinn Pálsson
Þriðja ráðuneyti Davíðs Oddssonar 1999-2003 - sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen
Fjórða ráðuneyti Davíðs Oddssonar 2003-2004 - sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen
Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar 2004-2006 - sjávarútvegsráðherrar Árni M. Mathiesen og Einar K. Guðfinnsson
Fyrsta ráðuneyti Geirs H. Haarde 2006-2007 - sjávarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnsson
Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde 2007-2009 - sjávarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnsson
Þorsteinn Briem, 28.3.2013 kl. 23:26
Á bak við þessi fimmtíu stærstu sjávarútvegsfyrirtæki plús 452 aðila í viðbót eru þúsundir einstaklinga, sem eiga þessi fyrirtæki. Þar að auki eru fleiri á veiðum en þessir einir.
En Steini greyið Briem vill koma æðstu stjórn sjávarútvegsmála okkar undir Brusselvaldið.
Bretar hafa hins vegar misst 100.000 störf í sjávarútvegi síðan þeir hurfu inn í Evrópusambandið. Nú vantar okkur langa lofræðu frá Steina um það, í 25 innleggjum eða svo.
Jón Valur Jensson, 29.3.2013 kl. 01:10
Loðna gengur á milli lögsagna Íslands og Noregs við Jan Mayen. Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.
Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa hins vegar lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.
Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip frá Evrópusambandsríkjunum að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.
Þorsteinn Briem, 29.3.2013 kl. 01:35
Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt hér síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta úr staðbundnum fiskistofnum á Íslandsmiðum.
Aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið yrði ekki hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga og raunar allra aðildarríkjanna.
Evrópusambandsríkin eru langstærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir.
Við yrðum stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu og hefðum þar yfirburði í útgerð og fiskvinnslu.
Afli íslenskra skipa og skipa frá Evrópusambandsríkjunum
Samherji hefur tekið þátt í sjávarútvegi í öðrum löndum frá árinu 1994, þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.
Fyrirtækið hefur til að mynda átt hlut í og tekið þátt í rekstri fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækja í Póllandi, Bretlandi og Þýskalandi, sem öll eru í Evrópusambandinu.
Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12
Þorsteinn Briem, 29.3.2013 kl. 01:39
Mikil óskapar viðkvæmni er þetta út af tveimur orðum mínum: "LÍÚ vann."
Það verður bara allt vitlaust!
Í þessum tveimur orðum er ekkert sagt um fyrirbærið LÍÚ. En er það ekki staðreynd að LÍÚ lagðist gegn fiskveiðistjórnarfrumvarpinu og auðlindaákvæðinu í frumvarpi stjórnlagaráðs? Eða fer ég rangt með?
Eða er það eitthvert feimnismál sem ekki má nefna?
Ómar Ragnarsson, 29.3.2013 kl. 01:44
Afli spænskra skipa hefur minnkað mun meira en breskra skipa frá árinu 1986.
Árið 2007 var afli breskra skipa um 600 þúsund tonn, um 200 þúsund tonnum, eða 25% minni en þegar Spánn fékk aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu árið 1986.
Og árið 2007 var afli spænskra skipa um 800 þúsund tonn, um 400 þúsund tonnum, eða 33% minni en árið 1986.
Frakkland stofnaði ásamt fleiri ríkjum Efnahagsbandalag Evrópu (EEC) árið 1957. Bretland og Danmörk fengu aðild að Efnahagsbandalaginu árið 1973 en Spánn og Portúgal árið 1986.
Fiskafli skipa í Evrópusambandinu árið 2005
FAO - Fiskafli árið 2007 - Country Profiles 24.6.2010
Þorsteinn Briem, 29.3.2013 kl. 01:48
Afli skipa sem veiða í Norðursjó hefur minnkað mikið undanfarna áratugi, rétt eins og íslensk fiskiskip hafa veitt mun minna af til dæmis þorski og rækju en áður.
Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu en þær stærstu eru nú Danmörk, Spánn, Bretland og Frakkland.
Stór hluti af afla spænskra skipa kemur hins vegar úr Miðjarðarhafinu.
Fiskafli skipa í Evrópusambandinu árið 2005
Þorsteinn Briem, 29.3.2013 kl. 01:57
Ekki voru það bara LÍÚ sem hugnaðist ekki "auðlindir í þjóðareign" klásúluna. Þetta stjórnarskrármál er að hluta til rekið áfram á hatursáróðri gegn útgerðarmönnum verðugt eða óverðugt. Spuni til að dylja megintilganginn, sem er fullt ráðstöfunarvald hins opinbera yfir auðlindum í samhengi framsals.
Það verður þá í fyrsta sinn í höndum embættismanna alfarið, en ekki þjóðarinnar að höndla með ósköpin eftir geðþótta.
Heldur þú virkilega að ráðstöfunarvald flytjist til Jóns og Gunnu? Heldur þú að Jón og Gunna muni taka ákvarðanir um virkjanir og stóriðju eða útdeilingu kvóta eftir þetta Ómar? Í alvöru? Lýstu því í sem fæstum orðum hvað muni breytast?
Þetta ákvæði er inni svo þingið þurfi ekki að spyrja kóng né prest þegar kemur að því að framselja aðgang að aulindum hér í sameiginlegt púkk verðandi sambandsríkis ESB. Ákvæðið er inni að kröfu og forskrift ESB eins og allir 8 þættirnir sem í upphafi voru settir fyrir stjórnlagaþing að breyta.
Þú ert ekki bara að færa vinstri klíkunni þetta vald til að misnota, heldur ertu líka að gefa hægri klíkunni óumdeilanlegan, stjórnarskrárbundinn ráðstöfunarrétt yfir þessu og þar með slá öll vopn úr hendi ykkar náttúruverndarsinna for gúdd.
Það verður aldeilis flott arfleyfð að stæra sig af, er það ekki?
Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2013 kl. 08:48
Góðan daginn Ómar.
"Verður bara allt vitlaust" segir þú. Ég veit ekki hvort ég eigi að taka þessa upphrópun til mín, en langar þó að minna á þá fullyrðingu að íslenskir útgerðarmenn eigi undir högg að sækja með tuga eða hundruða milljarða "eign" sína í fjárhirslum banka á Kýpur þessa dagana. Ég held raunar að óhætt sé að segja að uppruni þessara erlendu innistæða í þarlendum bönkum sé almennt álitinn "vafasamur" svo vægt sé til orða tekið.
Þessar fjármunir á Kýpur eru auðvitað aðeins brota brot af þeim hagnaði sem safnast upp á leynireikningum íslenskra útgerðafursta í skattaskjólum út um víða veröld, en sem með réttu ættu auðvitað að renna til almannaheilla hér á landi, raunar líkt og frændur okkar Norðmenn virðast ráðstafa auðlindatekjum sínum svika- og undanbragðalaust
Jónatan Karlsson, 29.3.2013 kl. 08:48
Finnst þér það ekki umhugsunarvert að bæði sjálfstæðismenn og framsóknarmenn, sem eru á móti framsalsákvæðum (sem feneyjanefndin vill taka fyrirvarananaf) og allsherjarbreytingu stjórnarskrá, eru langt í frá afhuga "þjóðareignarákvæðinu" og voru raunar tilbúnir að sveifla því í gegn strax, svona til að miðla málum að eigin sögn.
Af hverju heldur þú að það hafi verið?
Ég heyri sjálfur í þeim kreðsum að þar sé komið upplagt tækifæri til að taka af allan vafa um hverjir hafi völd yfir þessum auð og geti ráðstafað honum í krafti þess valds.
Þíð eruð búin að láta plata ykkur svo kyrfilega þessir nytsömu sakleysingjar með þjóðernisglýju í augum. Bæði sú heimóttalega þjóðernisást og blint hatur á verðmætasköpun og auði hefur verið virkjað snilldarlega af almannatenglunum til að spila með ykkur eins og nikku á síldarplani.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2013 kl. 08:57
Jónatan, er hugsanlegt að ESB sjái sér hag í að brennimerkja innistæður í Kýpverskum bönkum sem illa fengið fé glæpamanna á borð við rússnensku mafíuna, til að réttlæta það rán sem þar fór fram af sambandinu sjálfu?
Er eitthvað ólöglegt við að geyma fé í skattaskjólum, sem nóta bene eru að 90% innan vébanda ESB. Sérðu engan spuna þarna? Svona spuna á borð við það að Grikkir væru drullusokkar sem ekki nenntu að vinna þegar þeir vinna meira en flestar aðrar evrópuþjóðir.
Er auður útgerðarmanna eða stóriðju illa fenginn lagalega séð?
Ég bara spyr eins og fávís kerling. Geri frekar ráð fyrir spuna, lýðskrumi og blekkingum úr þessari átt.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2013 kl. 09:09
Jón Steinar Ragnarsson,
"Þetta ákvæði er inni svo þingið þurfi ekki að spyrja kóng né prest þegar kemur að því að framselja aðgang að auðlindum hér í sameiginlegt púkk verðandi sambandsríkis ESB."
Lestu nú það sem ég skrifaði um þessi mál hér að ofan.
En þú ætlar náttúrlega að halda því fram að ég hafi enga þekkingu á þessum málaflokki eftir að hafa skrifað í mörg ár um sjávarútvegsmál í Morgunblaðið.
Þorsteinn Briem, 29.3.2013 kl. 09:14
"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.
Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna, þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi.
Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna."
Þorsteinn Briem, 29.3.2013 kl. 09:18
Steini minn, lestu áfram:
Að lokum minnir meiri hlutinn á að Lissabon-sáttmáli ESB skapar lagagrundvöll fyrir sambandið til að koma á samræmdri stefnu í orkumálum, en ekkert liggur fyrir um það hvernig hún verður. Meiri hlutinn leggur áherslu á að Ísland geri fyllilega skýrt við samningaviðræður að ekki komi til greina að sáttmálar ESB mæli fyrir um eignarhald á þeim auðlindum er hér um ræðir eða nýtingu þeirra umfram það sem umhverfisreglur á hverjum tíma mæla fyrir um. Allar bollaleggingar um sameiginlega nýtingu eða annað slíkt væru óásættanlegar fyrir Ísland. Það sem Ísland getur lagt af mörkum er m.a. yfirgripsmikil þekking og reynsla sem byggst hefur upp hér á landi, einkum hvað varðar nýtingu jarðhita.
Lissabonsáttmálinn kveður nefnilega á um þessa sameiginlegu nýtingu og alger óvissa ríkir um hvað verður á þessum tímapunkti, þ.e. Árið 2009 þegar þessi markmið eru samin. Þetta hefur aldeilis breyst og skýrst síðan.
Allt þetta álit segir í grunninn að það er engin leið að semja um inngöngu með gefnum fyrirvörum ef menn ætla að standa harðir á þeim.
Þú getur svo lesið allt þetta kannski og ef til vill í kaflanum um sjávarutveginn. Þetta er állit meirihlutans um markmið í samningum, sem einfaldlega samræmast ekki reglum sambandsins. Hér er ekki verið að álykta útfrá sáttmálum sambandsins, enda augljóst að menn eru ekki að skilja þá né sjá fyrir sér þýðingu þeirra. Það hefur hinsvegar margoft komið fram að það verður enginn afsláttur gefinn.
Þú heldur áfram að vitna í úreltar og gamlar heimildir mali þínu til stuðnings. Þar liggur þinn confirmation bias.
Það er ljóst að tillögur stjórnlagaráðs geta ekki staðið sem inngöngumiði ef þær verða samþykktar. Það er einnig deginum ljósara að ekki verður hægt að opna síðustu kaflana fyrr en þetta verður "lagað" samkvæmt Evrópuráðinu. Skjalið er votur draumur, uppfullur af þversagnarkenndum fyrirvörum og moðreyk, sem dugar ekki til upphaflegs markmiðs vinnunnar, sem mörgum var Þó ekki ljós. Reynt var að selja fólki það að upphaf þessara breytingar ætti rætur í hruninu sjálfu. Enn hefur þó engum tekist að rökstyðja með hvaða hætti það er né hvaða þættir stjórnarskrárinnar snerta þetta beint.
Engin ný stjórnarskrá ekkert ESB, Það er hið stóra samhengi. Reyndu að þræta fyrir það með tilvitnunum í grágás eða Egilsögu ef þér hugnast að leita svo langt aftur. Malstaðurinn þinn er opinber, ómerkur og dauður.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2013 kl. 13:02
Semsagt?
Meiri hlutinn leggur áherslu á að Ísland geri fyllilega skýrt við samningaviðræður að ekki komi til greina að sáttmálar ESB mæli fyrir um eignarhald á þeim auðlindum er hér um ræðir eða nýtingu þeirra umfram það sem umhverfisreglur á hverjum tíma mæla fyrir um.
Catch 22 hérna er: ...umfram það sem umhverfisreglur á hverjum tíma mæla fyrir um.
Semsagt, ekki að þetta gangi ekki í samneysluna, heldur að umhverfisreglu verði fylgt í þessu pukki. Og n.b. Reglur sem eru breytingum háðar. (á hverjum tíma).
Umhverfisreglur sem svo verða samdar af Evrópuþinginu og við höfum 0,03% áhrif á.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2013 kl. 13:09
Aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið yrði ekki hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga og raunar allra aðildarríkjanna.
Þorsteinn Briem, 29.3.2013 kl. 13:14
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:
"Varanlegar undanþágur og sérlausnir"
"Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að ESB hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar ESB og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkja."
Þorsteinn Briem, 29.3.2013 kl. 13:32
"50. gr.
1. Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að segja sig úr Sambandinu í samræmi við stjórnskipunarreglur sínar. ..."
Þorsteinn Briem, 29.3.2013 kl. 13:47
"Stórríkið":
"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.
Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."
Þorsteinn Briem, 29.3.2013 kl. 13:51
Ég vissi alltaf að nýja stjórnarskáinn færi aldrei í gegn útaf auðlindar ákvæðinu af því að LÍÚ ræður öllu hér á landi. Það veit almúginn í þessu landi en þeir sem eru í glerhúsunum reyna að samfæra aðra um að svo sé ekki. Að við Íslendingar skulum vera með stjórnarská sem var bara bráðabyrðarplagg enn í gildi árið 2013 er óskiljanlegt.
Margrét (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 21:50
Steini Briem heldur áfram að reyna að ljúga hér Evrópusambandið inn á Íslendinga. Ekki fengu Norðmenn einveldi yfir sinni fiskveiðilögsögu með aðildarsáttmálanum 1994 (sem þjóðin hafnaði) og höfðu þó búið að henni lengst af sjálfir. Ekki fengu þeir því framgengt, að "reglan um hlutfallslegan stöðugleika" fiskveiða hvers ríkis yrði innmúruð inn í þann aðildarsáttmála, enda hefði þá ekki verið unnt að breyta henni eftir á nema með samþykki allra Esb-ríkjanna (eða meirihluta þeirra, þegar búið væri að afnema neitunarvald); en það vildu Brusselmenn ekki, því að þá þegar voru þeir með aðra og raunverulega grundvallarreglu, um jafnan aðgang borgara Esb. að fiskimiðunum!
Jón Valur Jensson, 29.3.2013 kl. 22:42
Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip frá Evrópusambandsríkjunum að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.
Þorsteinn Briem, 29.3.2013 kl. 22:57
Bla bla, og glottu svo! Þetta var lögsaga Noregs, og þjóðin hafði vit á að hafna yfirráðasýki Brusselmanna, þrátt fyrir rembingsvilja stjórnmálastéttarinnar, atvinnurekenda og verkalýðsrekenda að troða landinu inn í stórveldið. Innantómt og innistæðilaust er raus þitt allt, Steini Briem stórveldaþjónn.
Jón Valur Jensson, 30.3.2013 kl. 01:58
Ég vissi ekki að páfinn væri íslenskur, sjúki lygamörðurinn Jón Valur Jensson.
Þorsteinn Briem, 30.3.2013 kl. 03:00
Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!
Hvaða íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu?!
Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa engan áhuga á að taka þátt í starfi sambandsins.
Þeir vilja eingöngu taka við meirihlutanum af lögum Evrópusambandsins, án þess að hafa nokkur áhrif á lagasetninguna.
Í Evrópusambandinu eru mörg smá ríki og þau hefðu að sjálfsögðu ekki viljað fá aðild að sambandinu ef þau hefðu þar engin áhrif.
Og íslenska ríkið tekur nú þegar upp meirihlutann af lögum Evrópusambandsins án þess að hafa þar nokkur áhrif.
Þorsteinn Briem, 30.3.2013 kl. 03:06
"In 1963, Norway and the United Kingdom applied for membership in the European Economic Community (EEC). When France rebuffed the UK's application, accession negotiations with Norway, Denmark, Ireland and the UK were suspended. This happened twice.
Norway completed its negotiations for the terms to govern a Norwegian membership in the EEC on 22 January 1972.
Following an overwhelming parliamentary majority in favour of joining the EEC in early 1972, the government decided to put the question to a popular referendum, scheduled for September 24 and 25.
The result was that 53.5% voted against membership and 46.5% for it."
"Norway entered into a trade agreement with the community following the outcome of the referendum. That trade agreement remained in force until Norway joined the European Economic Area in 1994.
On 28 November 1994, yet another referendum was held, narrowing the margin but yielding the same result: 52.2% opposed membership and 47.8% in favour, with a turn-out of 88.6%."
Þorsteinn Briem, 30.3.2013 kl. 03:11
Steini heldur áfram að rembast, hann bara er svona, greyið, óstöðvandi í því að cópera eigin innlegg og fjölfalda þau úti um allt og er einna fyndnastur þegar hann fer í kennarahlutverkið. Hvað sem hann segir getur hann ekki þrætt fyrir að vilja koma okkur undir hin tvö löggjafarþing Evrópusambandsins, sem fengju hér YFIRÞINGSSTÖÐU ALGERA og myndu ryðja burt öllum íslenzkum lögum, sem í andstöðu væru við Esb-lög.
Jón Valur Jensson, 31.3.2013 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.