Nær allir vinna ómeðvitað fyrir Framsókn.

Freistandi er að varpa fram ákveðinni skýringu á sífelldri fylgisaukningu Framsóknarflokksins.

Hún er sú, að jafnt og þétt koma fram ný framboð sem gera málefni heimilanna að aðalkosningamáli sínu og auglýsa með því óvart aðalmál Framsóknarflokksins með reglulegu millibili, sem sé því að heimilunum verði gefnir tugir milljarða króna, sem líkt og detti af himnum ofan.

Sigmundur Davíð og hans fólk þarf því ekkert sérstaklega að hafa fyrir því að minna á aðalstefnumál flokksins, - aðrir sjá um það.

Auðvitað er öruggara fyrir kjósendur að láta Framsókn fá atkvæði sín til að bera þessi mál fram heldur en eitthvað af "litlu" framboðunum, vegna þess að í höndum Framsóknar er tryggt að atkvæðin skili þingmönnum, en atkvæðin verði ónýt, ef þau eru greidd litlu framboðunum.

Að þessu leyti vinnur hinn ósanngjarni 5% atkvæðaþröskuldur það verk sem fjórflokkurinn vildi að hann ynni þegar þessi regla var sett.

Sjálfstæðisflokkurinn hjálpar líka Framsókn á fimm vegu.

1. Með því að leggja ekki í loforðakapphlaup við hann um milljarðatuga skuldaafslátt handa heimilunum.

2. Með því að færa sig til hægri út af miðjunni í íslenskum stjórnmálum í ýmsum málum. Framsóknarflokkurinn gætir þess að staðsetja sig á miðjunni þar sem langmesta atkvæðafylgið liggur.  

3. Með því að bjóða upp á frambjóðendur, sem burðast enn með vafasöm tengsl við Hrunið og aðdraganda þess, svo sem Bjarna Ben, Guðlaug Þór og Illuga Gunnarsson.

4. Með því að tapa óvænt í happdrættinu um úrskurð EFTA-dómstólsins, sem féll öllum að óvörum Íslendingum í vil og þar með í vil veðmáli Framsóknarmanna á þann hest.

5. Loforð flokksins um að létta mest sköttum af hinum ríkustu og tekjuhæstu fæla marga kjósendur á miðjunni frá.

28% fylgi er ekkert einsdæmi hjá Framsókn. Hún fékk 28,1% fylgi í kosningunum 1967 og 28,2% 1963. En það er fylgishrun Sjálfstæðisflokksins sem er það því að 1963 fékk flokkurinn 41,4 og 37,5% í kosningunum 1967.

Samt var hann í ríkisstjórn þá en er nú í stjórnarandstöðu.  

    


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf minnkar Bjarni Ben.,
með böggum hildar Andersen,
evrur horfnar, einnig jen,
einn í horni liggur Ken.

Þorsteinn Briem, 2.4.2013 kl. 19:41

2 identicon

Það eru gömlu skarfarnir sem kunna ekki að þegja, sem skemma stórlega fyrir Íhaldinu. Þar fer fremstur í flokki Davíð Oddsson, síðan Styrmir, Kjartan Gunnarsson, Þorsteinn Pálsson, Baldur Líndal, Jón Steinar, Hannes Hólmsteinn etc, etc. Þá atvinnubloggarar eins og Skafti Harðarsson og Birgir Þór Runólfsson. Allir orðnir hundleiðir á þeim.

Jafnvel Vigdís Hauks er skemmtilegri.

Framsókn var sniðugri. Halldór Ásgrímsson sendur í útlegð, Valgerður norður í sveit, Ólafur Ólafsson til Lausanne, Finnur upp á öræfi, Guðni staupar sig í Teneriffa og enginn veit hvar Alfredo er niðurkominn.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 20:19

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Haukur, ég er svo sannarlega sammála þér. En verst þykir mér að allir þeir sem ætla að kjósa framsókn  skoða ekki málin aðeins betur. 'eg er einmitt núna að horfa á stjórnmálaumræður í sjónvarpinu og Sigmundur Davíð hefur ekkert til brunns að bera nema einhverjar fimmaurarbrandara að hætti Dabba.

Úrsúla Jünemann, 2.4.2013 kl. 21:14

4 identicon

Hvernig væri nú að reyna að horfa bjart fram á veginn ef ske kynni að eitthvað jákvætt gerðist í framtíðinni.

Sveinn (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 21:47

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er rétt sem kemur fram í pistli. Flest þessara ótal nýju framboða gera ekkert annað en hjálpa framsókn í lýðskruminu. því þetta er bara lýðskrum. ,,Heimilin og bla bla bla".

Samt sem áður eru alltaf ákveðin takmörk fyrir hve langt er hægt að ganga í lýðskrumi til lengdar. það þarf að halda vel á spilinum og það má eiginlega enginn misstíga sig. Allra síðst fremstu menn á listum. það er mikil hætta á að það einmitt gerist hjá framsókn fram að kjördegi.

Pólitískur performans formanns framsóknar var ósannfærandi í sjónvarpssal í kvöld, að mínu mati. Reynsluleysið og óöryggið skein af honum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.4.2013 kl. 22:53

6 identicon

Að fá aframhaldandi vinstristjórn er ávísun á áframhaldandi efnahagslega píslarvættisgöngu þjóðarinnar með áframhaldandi háu atvinnuleysi, efnahagslegri hnignun og öruggri leið fyrir land og þjóð að verða eitt af fátækari löndum Evrópu.

Eiríkur Brynjólfs. (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 23:09

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Starfandi Íslendingum hefur fjölgað um 7.500 á einu ári.

Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar nú í september [2012] var atvinnuleysi komið niður í 5% (en mældist 6% fyrir ári) og skráð atvinnuleysi hjá Vinnumálastofnun nú í september var 4,9% (en var 6,6% fyrir ári).

Og samkvæmt könnun Hagstofunnar fyrir september síðastliðinn hefur starfandi fólki fjölgað um 7.500 frá september 2011."

Hér á Íslandi var einnig um 5% atvinnuleysi árið 1995 og á árunum 2002-2004 var hér rúmlega 3% atvinnuleysi.

Og Davíð Oddsson var þá forsætisráðherra.

Atvinnuleysi hér á Íslandi á árunum 1957-2004, sjá bls. 58


Og árið 2006, í miðju "góðærinu", var hér um 3% atvinnuleysi.

Þorsteinn Briem, 2.4.2013 kl. 23:40

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.8.2012:

"Skattlagning á hagnað fyrirtækja er með minnsta móti á Íslandi af 34 OECD-ríkjum, þó ríkisstjórnin hafi hækkað hana úr 15% 2008 í 20% nú.

Það eru einungis fimm lönd sem hafa lægri skattlagningu fyrirtækja en Ísland árið 2011. Þau eru Slóvakía, Pólland, Ungverjaland og Tékkland með 19% og svo Írland með 13%.

Fjögur lönd eru með svipaða skattbyrði fyrirtækja og Ísland, þ.e. Grikkland, Chile, Slóvenía og Tyrkland. En Japan og Bandaríkin eru með helmingi meiri skattlagningu fyrirtækja en Ísland, eða 39-40%.

Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum leggja allar meiri skatta á fyrirtæki en Ísland.
Samt gengur flest mjög vel í þeim löndum.

Ef við skoðum hverju tekjuskattur á fyrirtæki skilar í ríkissjóð, sem % af vergri landsframleiðslu, þá er Ísland í 4. neðsta sæti 2010.

Fyrir hrun var búið að færa atvinnurekendum, fjárfestum og bröskurum ótrúleg fríðindi í skattamálum á Íslandi. Betri en í sumum erlendum skattaparadísum. Hófleg hækkun skatta á þá eftir hrun hefur litlu breytt. Skilyrðin eru enn góð.

Það eru því staðlausir stafir hjá talsmönnum atvinnulífsins og hægri róttæklingum þegar þeir fullyrða að fyrirtæki séu sérstaklega skattpínd á Íslandi.

Íslensk fyrirtæki eru með einna minnstu skattlagninguna sem þekkist í hagsælli ríkjunum.

Spurningin er þá hvort atvinnurekendur telji að þeir eigi ekki að bera kostnað af hruninu?
Eiga þeir að vera stikkfrí eftir að hafa grætt óhóflega á árunum fyrir hrun og átt sjálfir stóran hluta í orsökum hrunsins?

Margir af forystumönnum atvinnulífsins þá og nú voru framarlega í útrás og braski bulláranna."

Skattpíning fyrirtækja á Íslandi? - Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands

Þorsteinn Briem, 2.4.2013 kl. 23:42

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru 18% haustið 2008 og verðbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra.

Þorsteinn Briem, 3.4.2013 kl. 00:04

10 identicon

Sættið ykkur við það Framsókn er besti flokkurinn. Eina lesanlega út úr þessum athugasemdum er V,Æ,L. Vælubíllinn er ekki langt frá

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 03:55

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn er áreiðanlega besti flokkurinn fyrir suma, Kristján Loftur Bjarnason.

En fyrir suma er Besti flokkurinn besti flokkurinn.

Og fyrir enn aðra eru aðrir flokkar bestu flokkarnir.

En þetta atriði er sumum greinilega ekki ljóst, eins og sjá má á þinni heimskulegu athugasemd.

Þorsteinn Briem, 3.4.2013 kl. 04:12

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Mér er nokk sama hvaða flokkar komast í stjórnaraðstöðu upp á puntið.Væri gott ef þeir réðu síðan einhverja verktaka til að stjórna landinu fyrir sig.Landinu hefur ekki verið stjórnað af neinu viti frá stofnun þess.Það er samt athyglisvert í könnun félagsvísindastofnunar við hliðina á fréttinni að þar kemst alþýðufylkingin á blað með 0.0%.Spurning hvort hún ætti ekki að mynda minnihlutastjórn eftir kosningar.

Jósef Smári Ásmundsson, 3.4.2013 kl. 05:02

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Capacent Gallup eru Hægri grænir nú með 2,1% fylgi, Dögun 1,5%, Landsbyggðarflokkurinn 1%, Regnboginn 0,5%, Húmanistaflokkurinn 0,2%, Alþýðufylkingin 0,2% og Flokkur heimilanna 0,1%.

Þorsteinn Briem, 3.4.2013 kl. 06:05

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er alveg ótrúlegt að Hægri Grænir skuli þó vera með 2%. Maður skildi ætla að framsókn og sjallar væru nógu mikið til hægri.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2013 kl. 12:22

15 Smámynd: K.H.S.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik Framsókn eftir að stjórn þeirra hélt velli eftir næstsíðustu kosningar og myndaði stjórn með erkióvininum að undirlagi Þorgerðar Katrínar og annarra laumusamverja innan flokksins. Þar fór sem fór Geir var fíflaður og síðar þakkað með ævarandi sakamannsneglingu á spjald sögunnar. Nú treystum við ekki Bjarna fyrir málum, eftir margan vingulinn og hrukkum einnig í kút, er Hanna Birna fór að vola utan í Samspillinguna með að Landsfundur hafi farið offari. Sannir Sjálfstæðismenn kjósa Framsókn nú, meðan þaðan er helst að vænta að stefnumálum flokksins sé fylgt.

Bjarni gerði í buxurnar í Stjórnlagaráðsmálinu á ógleimanlegan asna og aulahátt. Hann færði Jóhönnu pálmann í hendurnar með að hvetja til þáttöku í atkvæðagreiðslunni. Eyðilagí þar með mótmæli þeirra Sjálfstæðismanna og annarra sem  ákváðu að taka ekki þátt og kjósa ekki.

Taka ekki þátt í ólöglegu athæfi.

Þessi aðkoma Bjarna að þessu máli færði minnihluta er kaus í kosningunum  kórónuna. Þau sem mest fengu í sitt glundur þá, segja  þá sem ekki tóku þátt, tapsára aula. Þetta vopn færði Bjarni þeim og verður ævarandi blettur á hans ferli. Verði það mikið  lengra.

það má segja að Bjarni hafi verið helsti stuðningsmaður Jóhönnu stjórnarinnar með aulahætti og gróðaferli.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 11:23

Smámynd: K.H.S.

Við færum okkur tímabundið yfir á Framsókn þar sem við treystum ekki forystunni í ESB málum. Bjarni og Illugi eru báðir ESB sinnar og Hanna Birna sem var eina vonin fór að draga í land með að loka ESB áróðurssetrinu. Það fyllti mælinn.

Bjarni klikkaði í Icesave og Stjórnlagaráðsruglinu.

Ný forusta fyrir þarnæstu kosningar og aldrei að vita nema við komim tilbaka. Samfylkingamerðirnir reyna að snúa þessu á haus og njóta til þess aðstoðar RUV DV og Kærujónssneplanna allra.

Það mætti benda Benedict flokksandremmu á að ef Davíð sneri til baka næði flokkurinn einn og sér meirihluta.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 13:53

16 Smámynd: K.H.S.

Davíð snúi aftur er eina von Sjálfstæðisflokksins.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 14:01

17 Smámynd: K.H.S.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik Framsókn eftir að stjórn þeirra hélt velli eftir næstsíðustu kosningar og myndaði stjórn með erkióvininum að undirlagi Þorgerðar Katrínar og annarra laumusamverja innan flokksins. Þar fór sem fór Geir var fíflaður og síðar þakkað með ævarandi sakamannsneglingu á spjald sögunnar. Nú treystum við ekki Bjarna fyrir málum, eftir margan vingulinn og hrukkum einnig í kút, er Hanna Birna fór að vola utan í Samspillinguna með að Landsfundur hafi farið offari. Sannir Sjálfstæðismenn kjósa Framsókn nú, meðan þaðan er helst að vænta að stefnumálum flokksins sé fylgt.

Bjarni gerði í buxurnar í Stjórnlagaráðsmálinu á ógleimanlegan asna og aulahátt. Hann færði Jóhönnu pálmann í hendurnar með að hvetja til þáttöku í atkvæðagreiðslunni. Eyðilagí þar með mótmæli þeirra Sjálfstæðismanna og annarra sem  ákváðu að taka ekki þátt og kjósa ekki.

Taka ekki þátt í ólöglegu athæfi.

Þessi aðkoma Bjarna að þessu máli færði minnihluta er kaus í kosningunum  kórónuna. Þau sem mest fengu í sitt glundur þá, segja  þá sem ekki tóku þátt, tapsára aula. Þetta vopn færði Bjarni þeim og verður ævarandi blettur á hans ferli. Verði það mikið  lengra.

það má segja að Bjarni hafi verið helsti stuðningsmaður Jóhönnu stjórnarinnar með aulahætti og gróðaferli.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 11:23

Smámynd: K.H.S.

Við færum okkur tímabundið yfir á Framsókn þar sem við treystum ekki forystunni í ESB málum. Bjarni og Illugi eru báðir ESB sinnar og Hanna Birna sem var eina vonin fór að draga í land með að loka ESB áróðurssetrinu. Það fyllti mælinn.

Bjarni klikkaði í Icesave og Stjórnlagaráðsruglinu.

Ný forusta fyrir þarnæstu kosningar og aldrei að vita nema við komim tilbaka. Samfylkingamerðirnir reyna að snúa þessu á haus og njóta til þess aðstoðar RUV DV og Kærujónssneplanna allra.

Það mætti benda Benedict flokksandremmu á að ef Davíð sneri til baka næði flokkurinn einn og sér meirihluta.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 11:28

Smámynd: K.H.S.

Þessi maður er svo langt frá  Sjálfstæðisflokknum að líta má á hann sem innanmein, ef hann framkvæmir af fávísi, eða hefndarverkamann, ef gert er af hyggjuviti. Hann á ekkert sannmerkt með sönnum Sjálfstæðismönnum. Mesta lagi áhangandi og aulatrýni verstu mistaka í sögu flokksins. Þau svíða nú.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 18:21

18 Smámynd: K.H.S.

Alltaf minnkar Bjarni Ben.,
með böggum hildar Andersen,
evrur horfnar, einnig jen,
einn í horni liggur Ken.   s breim

K.H.S., 3.4.2013 kl. 18:26

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

K.H.S.

Þetta finnst þér greinilega sniðugt.

Birta alla vísuna aftur og uppnefna svo þann sem hana samdi.

Þorsteinn Briem, 3.4.2013 kl. 19:23

20 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ætla mætti að KHS sé málpípa versta afturhaldsins á Íslandi í dag.

Ekki má gleyma því að bæði Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum er stýrt af fulltrúum braskara og spillingaliðsins sem lék íslensku þjóðina mjög grátt.

Þessu verður ekki breytt, því miður ef blekkingarnar fái að vaða uppi.

Ein spurning: Af hverju var nánast engu mótmælt gegn Magma en öllum lífsins sálar kröftum beitt til andófs gegn Icsave og stjórnarskrármálinu?

Magma málið var mun þýðingarmeira og afdrifaríkara en Icesave. Nú er það erlendur hagsmunaaðili sem knýr á skjóttekinn gróða af rányrkju náttúruauðlinda Reykjaness.

Leyfi mér að vísa nánar á blogg mitt.

Góðar stundir en helst án ríkisstjórna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, - verstu spillingaflokka landsins!

Guðjón Sigþór Jensson, 4.4.2013 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband