Of lítið auglýstur möguleiki, - persónukjör.

Í raun eru í gildi lagaákvæði, sem gera fólki kleift að viðhafa persónukjör í kjörklefunum, jafnvel í þeim mæli að sé þátttaka nógu mikil getur það farið langt áleiðis að hreinu persónukjöri.

Í síðustu breytingu á lögum um þetta var vægi útstrikana og uppröðunar aukið, en jafnframt hefur algerlega skort á að kjósendur séu fræddir um þessa möguleika.

Þar er bæði við fjölmiðla og framboðin sjálf að sakast.

Nú kemur í ljós í Norðaustur-kjördæmi að þetta er mjög mikilvægt ákvæði varðandi frambjóðandann í 9. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi, sem hefur styggt mjög hugsanlegra kjósendur listans.

Hann bauð sig sjálfur fram í 9. sætið og aðstandendur listans segjast ekki hafa vitað að hann hefði þær skoðanir, sem hann lét í ljósi á netinu á dögunum um Hildi Lilliendahl.

Ekki er hægt að breyta listanum eftir að honum hefur verið skilað til kjörstjórnar, en í kjörklefanum geta kjósendur með útstrikunum fellt hann út af listanum án þess að taka fylgi frá listanum sjálfum, og þeir geta líka raðað nöfnum upp á nýtt eftir ákveðnum reglum.

Að sumu leyti er skiljanlegt að framboðin og flokkarnir séu hikandi við að kynna kjósendum rétt sinn og möguleika til áhrifa, af ótta við að þeir geti gert atkvæði sín ógild ef þeir gera þetta ekki rétt.

Eitt er þó að minnsta kosti afar ljóst: Að með því að strika yfir öll nöfnin á listanum nema eitt, hefur þetta eina nafn færst upp í efsta sætið á þeim kjörseðli. Hins vegar finnst mér óskiljanlegt og raunar ámælisvert að yfirvöld og fjölmiðlar skuli ekki fræða kjósendur um þennan mikilvæga möguleika. 


mbl.is Hvetja til útstrikana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eitt sem þú þarft að átta þig á Ómar, landsmönnum er nákvæmlega sama um þessa fjandans stjórnarskrá sem þið hnoðuðuð saman í óþökk allra.

bjarni (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 00:13

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt kosningaþátttakan í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október síðastliðinn hefði verið 64%, þeir sem við bættust (38.513 kjósendur) hefðu allir verið andvígir tillögum stjórnlagaráðs og öll atkvæði þeirra gild, hefðu tillögur ráðsins samt sem áður verið samþykktar þar í heild.

Já við fyrstu spurningunni hefðu þá sagt
, eins og 20. október síðastliðinn, 75.309 kjósendur, í þessu tilfelli 50,2% af gildum atkvæðum, en nei 74.815 kjósendur, eða 49,8%.

Gildir atkvæðaseðlar hefðu samkvæmt því verið samtals 150.124 en ógildir eins og áður 1.499, eða samtals 151.623 atkvæðaseðlar, og kosningaþátttakan því 64%, þar sem á kjörskrá voru 236.911.

Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 - Þorkell Helgason stærðfræðingur

Þorsteinn Briem, 14.4.2013 kl. 00:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október síðastliðinn:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.

2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.


Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 - Þorkell Helgason stærðfræðingur

Þorsteinn Briem, 14.4.2013 kl. 01:05

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta, sem þú nefnir, Steini, kallar Bjarni að sé "í óþökk allra".

Ómar Ragnarsson, 15.4.2013 kl. 01:27

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þess vegna birti ég þessar staðreyndir hér, Ómar.

Þorsteinn Briem, 15.4.2013 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband