Þörf gagnrýni hjá Jóni Steinari.

Hæstiréttur og dómskerfið voru mjög til umræðu í C-nefnd stjórnlagaráðs, sem fékk dómsmálin í fangið.

Þarna er um að ræða einn af þremur hefðbundnum handhöfum valdsins í lýðræðisþjóðfélagi og því skiptir miklu að þar sé vel um hnúta búið.

Niðurstaðan og takmarkið í starfi C-nefndarinnar var skýrt frá upphafi: Að dómskerfið væri sem traustast, óháðast og nyti sem mests trausts.

Ekki var efi í okkar huga um það, hve mikilvæg sérstaða Hæstaréttar sem æðsta dómsvalds þjóðarinnar og þetta er gulltryggt í ákvæðum nýrrar stjórnarskrár.

Ég hef lengi verið svipaðrar skoðunar og Jón Steinar Gunnlaugsson um að lengi hafi verið nauðsyn að breyta þannig umhverfinu, sem Hæstiréttur starfar í, að álag á hann minnki svo að betri tími og aðstaða gefist til sem vandaðastrar umfjöllunar hans um oft erfið og flókin deilumál.

Ég hef líka talið ástæðu til að taka upp millistig milli almennra dómstóla og Hæstaréttar, en ekki var tekin bein afstaða til þess í frumvarpinu um nýja stjórnarskrá, heldur látið nægja að hafa skýrt ákvæði um stöðu Hæstaréttar, miðað við aðra dómstóla, hvort sem stigin fyrir neðan hann yrðu eitt eða tvö.    


mbl.is Misræmis gætt í dómsúrlausnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ekki er lengur hægt að treysta Hæstarétti, ja þá er nú fokið í flest skjól.

Í sambandi við hvort lánið er í erlendum gjaldeyri eða í ís.kr, vil ég meina, að ef lánið er í erl. mynt þá er engin ástæða til að minnast á krónur í skuldabréfinu,ef minnst er á ís. kr. þá er verið að færa lánið í felubúning.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband