26.4.2013 | 18:32
Hverjir verða varðmenn náttúrunnar á þingi?
Í kosningabaráttunni hafa sumar línur skýrst varðandi umhverfisstefnu framboðanna. Sú var tíðin að í fremstu röð grænna þingmanna voru þeir Birgir Kjaran Sjálfstæðisflokki og Eysteinn Jónsson, forystumaður Framsóknarflokksins og formaður Náttúruverndarráðs.
Mér skilst, að í tíð Eysteins Jónssonar hafi fleiri svæði verið sett á náttúruminjaskrá en nokkru sinni og einnig friðuð svæði.
Mikið væri nú gaman ef menn líkir þeim Birgi og Eysteini stjórnuðu þessum tveimur flokkum og væru í framboði. Stór hluti kjósenda þessara flokka eru hlynntir náttúruvernd og þyrftu að eiga málsvara í stjórn flokksins og þingflokki hans.
En þannig er það því miður ekki. Maður les í blaði í dag að álveraforstjórar geti varla beðið eftir því að ný ríkisstjórn setjist að völdum sem tekur upp stóriðju- og virkjanaþráðinn frá 2007 með Helguvíkurálveri og tilheyrandi stútun náttúrverðmæta frá Reykjanestá austur í Skaftafellssýslu og upp á hálendið.
Ástæða kæti áltrúarmanna er sú, að þeir þykjast sjá fyrir, að annað hvort Sjálfstæðisflokkur eða Framsóknarflokkur, helst báðir, verði aðilar að nýrri ríkisstjórn, og báðir flokkarnir eru stóriðjuflokkar.
Kætin minnkar ekki við það að sjá hilla undir það að grænir þingmenn muni falla út af þingi og grænir frambjóðendur í flokkum, sem lenda undir 5% þröskuldinum, komist ekki á þing þótt þessir flokkar hafi samtals um 10% fylgi.
Það er áhyggjuefni hve margir grænir þingmenn eiga nú á hættu að falla út af þingi.
Þar ekki einasta um að ræða Vinstri græna, heldur er jafnvel enn meira áhyggjuefni að meðal þeirra grænu þingmanna, sem stóriðju- og áltrúarmenn myndu vilja að féllu út af þingi, eru til dæmis Samfylkingarþingmennirnir, sem ég sá meðal gesta á frumsýningu myndarinnar "In memoriam?" í gærkvöldi, Skúli Helgason, sem tókst að ná samstöðu um Græna hagkerfið, Mörður Árnason, afar skeleggur baráttumaður fyrir náttúruverndar- og umhverfismálum á þingi, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Valgerður Bjarnadóttir.
Áltrúarmenn hlakka yfir þeirri tilhugsun að að hægt verði að fella þá Skúla og Mörð út af þingi og yrði þar skarð fyrir skildi.
Þetta græna og góða fólk á mikinn þátt í því að á síðustu landsfundum Samfylkingarinnar hefur þróast stefnuskrá í umhverfismálum, sem er orðin þannig, að öllu grænni gerast þær ekki. Þess vegna er svo mikilvægt að þessir grænu þingmenn veri áfram á þingi og geti haft áhrif í þingflokki flokks síns ef eða þegar til stjórnarmyndunarviðræðna kemur.
Það yrði gríðarlegt áfall ef stóriðjufíklarnnir fengju þvi framgengt að fella svona marga græna þingmenn í einni svipan út af þingi og þar að auki stoppa af nýja græna frambjóðendur sem eiga fullt erindi á þing.
Nú er bara að treysta á það að kjósendur reikni dæmið sem best um það hverja þeir vilja fá á þing og hugsi sig vel um í kjörklefanum.
Ákvæði um styrk brennisteinsvetnis ekki frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Björt framtíð er grænn flokkur.
Björt framtíð - Kosningaáherslur
Þorsteinn Briem, 26.4.2013 kl. 18:55
Rétt, Steini, en þar er varla um það að ræða að þeir Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson falli út af þingi miðað við núverandi tölur í skoðanakönnunum.
Ómar Ragnarsson, 26.4.2013 kl. 19:10
Ég reikna nú með að Björt framtíð, Samfylking, Vinstri grænir og Píratar fái fleiri en tvo þingmenn hver, Ómar minn.
Grænir þingmenn verði hér hins vegar ekki í meirihluta frekar en fyrri daginn.
Þorsteinn Briem, 26.4.2013 kl. 19:36
Framsóknarflokkurinn er fyrsti og eini rauverulegi græni flokkurinn, VG er rauðgrænn flokkur,Rauði liturinn er litur Samfylkingar, sem og Bjartrar framtíðar.Píratar hampa svartalitnum Það getur enginn stolið græna litnum frá Framsóknarflokknum.Hann hefur átt græna litinn frá 1916.
Sigurgeir Jónsson, 26.4.2013 kl. 23:09
Þetta á afkomandi stofnanda Framsóknarflokksins að vita.
Sigurgeir Jónsson, 26.4.2013 kl. 23:13
st.br.
Sigurgeir Jónsson, 26.4.2013 kl. 23:14
Og Sigurgeir Jónsson kaus síðast Vinstri græna, sem eru á móti stóriðju.
Samt er hann mesti stóriðjusinni landsins.
Þorsteinn Briem, 26.4.2013 kl. 23:26
Það er hlálegt að heyra að sá flokkur sé eini græni flokkurinn, sem hafði forystu um mestu óafturkræfu umhverfisspjöll, sem möguleg eru á Íslandi.
Og vill nú fara aftur út í það sama, að bæta við risaálveri sem þarf svipaða orku og álverið á Reyðarfirði og stútar náttúruperlum í minnst tíu virkjunum allt frá Reykjanestá austur í Skaftafellssýslur og upp á hálendið.
Kanntu annan?
Ómar Ragnarsson, 26.4.2013 kl. 23:54
Atvinnuleysi eða atvinna...
Stærsti hluti íslenskra byggingamanna vinni áram fyrir sér sem farandverkamenn í útlöndum...
Auknar skatttekur ríkisjóða eða áframhaldani samdráttur á Landspítalannum...
Norrænt velferðarkerfi um ókomin ár eða áframhaldandi meiri fátækt...
Ómar, þú getur ekki spurt mann eins og mig svona spurningar...
Er ekki nóg að ég sjálfur er fluttur til Noregs, viltu senda alla fjölkylduna mína þangað líka...
Af hverju vilt þú ekki nýta þá möguleika sem okkur þó býðst til að bjóða upp á atvinnu og viðunandi lífskjör á Íslandi?
Af hverju vilt þú leggja Íslandi í auðn?
Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.4.2013 kl. 00:01
Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar nú í september [2012] var atvinnuleysi komið niður í 5% (en mældist 6% fyrir ári) og skráð atvinnuleysi hjá Vinnumálastofnun nú í september var 4,9% (en var 6,6% fyrir ári).
Og samkvæmt könnun Hagstofunnar fyrir september síðastliðinn hefur starfandi fólki fjölgað um 7.500 frá september 2011."
Hér á Íslandi var einnig um 5% atvinnuleysi árið 1995 og á árunum 2002-2004 var hér rúmlega 3% atvinnuleysi.
Og Davíð Oddsson var þá forsætisráðherra.
Atvinnuleysi hér á Íslandi á árunum 1957-2004, sjá bls. 58
Og árið 2006, í miðju "góðærinu", var hér um 3% atvinnuleysi.
Þorsteinn Briem, 27.4.2013 kl. 00:07
Afsakaðu ritvillurnar hér að ofan en mér var algjörlega ofboði og las ekki yfir tekstann...
Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.4.2013 kl. 00:09
Þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.
Pólland er einnig Evrópusambandsríki og þúsundir Pólverja hafa haldið íslenskri fiskvinnslu gangandi, enda er Evrópska efnahagssvæðið sameiginlegur vinnumarkaður og Ísland er að minnsta kosti 70% í Evrópusambandinu.
Þar að auki á olíuríkið Noregur eins og Ísland aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og hefur engan áhuga á að segja upp þeirri aðild frekar en Ísland.
Þorsteinn Briem, 27.4.2013 kl. 00:17
Seini
Allar þjóðir Evrópu nýta allar sínar auðlindir til að skapa tekjur og störf.
Af hverju eiga atvinnulaus íslensk ungmenni að berjast fyrir sínu lifibrauði með aðra höndina bundna fyrir aftan bak?
Af hverju eigum við ekki að nýta okkar náttúruauðilindir, á meðan þær eru einhvers virði, til að skapa störf og tekjur?
Það vantar 9.000 verkfræðinga í Noregi í dag. Á Íslandi eigum við 1.200 verkfræðinga.
Það er ekkert vandamál fyrir íslenskt menntafólk að fá sér vinnu í Noregi og flytja af landi brott. Og þetta fólk mun flytja ef ekki verða sköpuð störf hér heima.
Fái Ómar Ragnarsson að ráða þá verður húsið mitt og sjálfsagt hús og íbúðir margar annarra Íslendinga orðið að sumarbústað innan örfárra ára, sumarbústað sem við heimsækjum nokkrum sinnum á ári.
Þjóðartekjur okkar Íslending eru í dag tæpir 40.000 USD/mann/ár. Svipað og á Spáni. Danir eru með um 60.000 UDS/mann/ár og Normenn um 80.000 USD/mann/ár.
Og Ómar Ragnason krefst þess að einn af ventlunum í vélinni sé tekin úr sambandi.
Hvernig í ósköpunum eigum við þá að keppa við Norðurlöndin um börnin okkar og barabörn?
Segja þeim að flaka fisk og búa um rúm og bera fram greiða?
En Ómar þetta eru allt láglaunastörf.
Ég þykis vita Ómar að þú og þitt fólk hefur alla tíð þegið sín laun frá hinu opinbera en þegar við sem leggjum til tekjurnar flytjum í burtu á hverju ætlar þú og þitt fólk að lifa????
Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.4.2013 kl. 01:14
Auðvitað væri það gráupplagt að við gætum öll verið á launum hjá RÚV við að sinna okkar áhugamálum. En sum okkar þurfa að skapa alvöru verðmæti sem aðrir eru tilbúnir að borga fyrir, en eru ekki neyddir til.
Sumt fólk hefur einfaldlega ekki skilning á því þjóðfélagi sem það býr í, jafnvel þótt það hafi skoðað alla staðina úr lofti.
Bjarni (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 02:51
Ómar ég geri ekki lítið úr þeirri vinnu sem þú hefur unnið með þinni baráttu. Í bók þinni um Kárahnjúka setur þú fram fleiri en eina hlið á málinu. Þær eru oft margar. Þegar ríkisstjórnin tók ákvörðun nú varðandi Bjarnaflag, þá var tækifærið að mótmæla og ef Ómar Ragnarsson hefði gert það strax þá hefði það bitið. Það var ekki gert og þá þarf að hefja baráttuna á allt öðrum og erfiðari stað. Í því fellst gagnrýni mín. Rétt eins og Vigdís Finnbogadóttir ákveður að vera utan flokka, opinberlaga, þá verða mótmæli hennar og ábendingar, teknar af allt annarri þyngd. Stuðningur þinn við núverandi ríkisstjórn, sem við blessunarlega losnum við í dag, veikir trúverðugleika þinn í baráttunni fyrir náttúruna.
Minn nánasti vinur í æsku er Árni Bragason. Þegar stofnun hans Náttúruvernd Íslands (ef ég man nafnið rétt), gaf ekki jákvæða umsögn um Kárahnjúkavirkjun strax í byrjun, þá var stofnunin lögð niður eða sameinuð í Umhverfisstofnun. Þar var Árni síðan aðstoðarforstjóri, en honum voru ekki ætlaðar frekari vegtyllur.
Minn nánasti samstarfsmaður nú, er Jóhann Ísberg, en hann er mikill áhugamaður um náttúrvernd og umhverfismál. Hann skammaði mig fyrir bloggið mitt nú og sagði mig ósanngjarnan og allt of harðan í þinn garð. Það má vel vera, hann skammar mig oft og hefur oft rétt fyrir sér. Biðst þá afsökunar á því.
Sigurður Þorsteinsson, 27.4.2013 kl. 08:44
Friðrik Hansen Guðmundsson,
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur Í SJÖ ÁR hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.
12. 6.2008:
"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með INNIFALINNI yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."
Þorsteinn Briem, 27.4.2013 kl. 11:08
Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.
(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)
Félagssvæði VR nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.
Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum - Sjá bls. 23-25
Þorsteinn Briem, 27.4.2013 kl. 11:13
Um 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið.
Þeirra laun hafa ekki verið tekin hér með í reikninginn og þau hækka að sjálfsögðu meðallaunin töluvert í ferðaþjónustunni.
Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna (FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér á Íslandi.
Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.
Félag íslenskra atvinnuflugmanna
Flugfreyjufélag Íslands
Flugvirkjafélag Íslands
Flugumferðarstjórar í BSRB
Ræstingafólk vinnur í öllum fyrirtækjum, bæði í þjónustu- og framleiðslufyrirtækjum, álverum sem ferðaþjónustu.
Herbergisþernur vinna á hótelum og sumarið 2008 voru 300 hótel og gistiheimili á landinu, misjafnlega stór að sjálfsögðu.
Og á móti þeirra launum koma mun hærri laun flugmanna, flugfreyja, flugþjóna, flugvirkja og flugumferðarstjóra.
Þorsteinn Briem, 27.4.2013 kl. 11:35
Heildarlaun (heildargreiðslur) verkfræðinga hér á Íslandi eftir þriggja ára starf voru að meðaltali 420 þúsund krónur í september 2009, samkvæmt kjarakönnun Verkfræðingafélags Íslands.
Heildarlaun þeirra voru því lægri en heildarmánaðarlaun starfsfólks í VR í ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi í ársbyrjun 2009, sem voru þá 441 þúsund krónur, samkvæmt launakönnun VR.
Og heildarlaun nýútskrifaðra verkfræðinga voru 325 þúsund krónur í september 2009 og því lægri en heildarmánaðarlaun starfsfólks í VR í stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum, sem voru 352 þúsund krónur í ársbyrjun 2009.
Verkfræðingafélag Íslands - Kjarakönnun í september 2009, bls. 14
Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25
Þorsteinn Briem, 27.4.2013 kl. 13:55
Ómar. Það er ekki auðvelt að vita hverjir verja hvað á alþingi. Það er kreppa, með tilheyrandi vandamálum út um alla Evrópu, sem mun bara aukast á næstunni. Því banka-verðbréfa-falsaðir og innistæðulausir peningar verða ekki innheimtir án enn meiri kreppu fyrir verkafólk.
Hættulegust er elítu-siðblindukreppan í toppnum á frímúraða píramídanum.
Í ESB þarf ekki að virða launakjör verkafólks, ef fyrirtækið er staðsett í öðru landi en þar sem vinnan fer fram. Þessi staðreynd hefur verið rækilega þögguð niður af forystu ASÍ, og þeirra meðhjálpurum í stjórnsýslunni. Þrælahald er ekki viðurkennt, og þess vegna þarf píramída-elítan að fara krókaleiðir að þrælahaldinu, og treysta á að fólk fatti ekki í hvað stefnir, í Evrópu og vesturlöndum öllum.
Ef heiðarleikinn og siðferðið er ekki haft að leiðarljósi, þá fellur fólk því miður stundum í þá blekkingar-gryfju, að láta borga sér banka-falsaða og innistæðulausa bankaráns-peninga, fyrir að svíkja sjálfan sig, og þar með aðra í leiðinni. Fólk þarf eiginlega að vera tilbúið að verða útskúfað og jafnvel eytt úr samfélaginu, ef það það stendur með réttlætinu og segir frá spillingunni. Ógnaröflin sjá um eineltið/aftökurnar á þeim sem segja frá spillingar-staðreyndum elítu-ógnaraflanna. Þetta er staðreynd!
Mafían er landamæralaus og grimm.
Rannsóknarskýrsla alþingis verður ekki skrifuð aftur eftir næsta siðferðiskreppuhrun.
Ég get sagt þetta allt, vegna þess að ekki er hægt að reka mig úr vinnu, o.s.frv. og komin á seinni hlutann í lífsbröltinu. Ég er í þeirri stöðu að geta sagt það sem sumir aðrir hugsa, en geta ekki sagt. Það er ekki hægt að reka mig úr neinni vinnu, né breyta mínum skoðunum á kerfið. Ég lít á það sem fangabúðir, þegar heiðarlegt vinnandi fólk hefur ekki frelsi til að tjá sig um það sem er óréttlátt.
Ef lífið á Íslandi og víðar í heiminum leyfir ekki heiðarlega tjáningu og siðferði, þá er það líf ekki mikils virði.
Ef við látum óttann og gömlu bankaglæpa-spillingar-klíkuna stjórna orðum okkar og gjörðum, þá verður búið að eyða mest öllu lífríki á Íslandi og víðar eftir einhver ár/áratugi!
Mannskepnan tilheyrir lífríkinu, og á líka rétt á að lifa.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.4.2013 kl. 14:48
Aftur og aftur er tönnlast á því að álver muni leysa atvinnuvanda Íslendinga þótt staðreynd sé að jafnvel þótt allri náttúru og orku Íslands verði fórnað í þau, mun aðeins 2% vinnuaflsins fá vinnu þar.
Og þegar búið er að virkja allt, verða allir atvinnulausir, sem hafa unnið við stóriðju- og virkjanaframkvæmdir.
Þetta fyrirbæri að telja að slátrun íslenskra náttúruverðmæta sé eina leiðin til að skapa atvinnu er eins og þegar fíkillinn verður að fá sér næsta skammt þegar timburmennirnr sækja á.
Ég hef kallað þessa stefnu skómigustefnuna. Það er ekkert horft til framtíðar heldur aðeins rétt fram á tærnar á sér.
Ómar Ragnarsson, 27.4.2013 kl. 16:51
Eitt merkasta ákvæði nýrrar stjórnarskrár er um mannréttindi og náttúru, einkum það að við nýtingu auðlindi eigi ekki að stunda rányrkju heldur góðyrkju, sjálfbæra þróun.
Með þessu er sett í stjórnarskrá mjög mikilvæg krafa um jafnrétti kynslóðanna, okkar kynslóðar annars vegar og hins vegar kynslóða milljóna Íslendinga, sem eiga eftir að lifa í landinu.
Það væri einfaldlega stjórnarskrárbrot að vaða fram og klára alla jarðvarmaorku landsins á 50 árum eins og nú stendur til, því að það er hægt að gera þetta á þann hátt að fara rólega af stað og finna það jafnvægi innstreymis vatns og hita og útstreymis, sem tryggir endurnýjanlega orku.
Þetta vilt þú ekki gera, Friðrik Hansen, og það þýðir bara eitt: Þú ert á móti ákvæðum nýju stjórnarskrárinnar um þetta. Það finnst mér bæði undarlegt og dapurlegt.
Ómar Ragnarsson, 27.4.2013 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.