Reynsluleysi þarf ekki að vera slæmt.

Ríkisstjórn þriggja ráðherra, sem settist að völdum 1934 stóð sig vel við afar erfiðar aðstæður kreppunnar miklu. Hermann Jónasson, 37 ára, og Eysteinn Jónsson, 27 ára, komu kraftmiklir og hæfileikaríkir inn í íslensk stjórnmál og voru meðal burðarása í stjórn landsins næstu þrjá til fjóra áratugi. 

Stundum getur verið ágætt að láta nýja vendi sópa. Þannig ákvað stjórnlagaráð að ganga að sínu verkefni með nánast autt blað og nýta sér aðferð, sem nefnd hefur verið ítrunarferli og hefur til dæmis verið notuð með góðum árangri í starfsemi nýsköpunar- og sprotafyrirtæki.

Sem dæmi má nefna einstök verkefni hjá CCP þegar setjast þarf niður með autt blað til þess að setja niður hugmynd að tölvuleik, sem fari sigurför um heiminn,  og vinna markvisst að útfærslu hugmyndarinnar.

Stjórnlagaráði hefði að mínum dómi aldrei tekist að ljúka verkefni sínu á þann hátt sem það tókst, ef ekki hefði verið unnið eftir ferskum hugmyndum og viðfangsefnið nálgast þannig að alllir legðu sitt af mörkum í pottinn og veldu síðan sameiginlega það besta sem kom fram.  

Vonandi farnast nýrri ríkisstjórn vel allt frá fyrsta ríkisstjórnarfundi, þar sem enginn ráðherranna hefur áður setið slíkan fund og allir koma því ferskir að því verkefni að gera ríkisstjórnarfundi sem árangursríkasta og markvissasta.  


mbl.is Fólkið í ríkisstjórn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í næfurþunnum náttkjólum,
níu hreinar meyjar,
náðu þeim úr nærskjólum,
níu tommu peyjar.

Þorsteinn Briem, 23.5.2013 kl. 14:31

2 identicon

"Reynsluleysi þarf ekki að vera slæmt". Rétt, en að það sé kostur er undantekning.

Ruglum ekki saman reynslu og íhaldsemi eða skort á nýjum hugmyndum. 

Það er einmitt reynslan sem skapar oft nýjar og frjóar hugmyndir.

"Intuition and experience" er það sem einkennir flesta góða fræði- og vísindamenn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.5.2013 kl. 17:23

3 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Mættu alveg fleiri senda þeim góðar óskir burtséð frá stétt, skoðun og stöðu. Það finnst manni kurteisi svona í upphafi.

Mér fannst í gamla daga meira fylgja góðar óskir í upphafi vega ríkisstjórna. En kannski er það misminni. Eins var oft talað um 100 daga til að tengja sig að fullu inn í ráðuneytin. Setja sig inn í málin. Fjarri núna ansi mörgum, en svartsýnin hófst á fullu sumsstaðar löngu fyrir stjórnarskipti.

P.Valdimar Guðjónsson, 23.5.2013 kl. 17:29

4 identicon

Samála Ómar. Sá áhugaverðan fyrirlestur Villa Þorsteins um vinnubrögð ykkar í ráðinu. Kannast við úr nýsköpun en var gaman að sjá þeim beitt á ykkar vettvangi með góðum árangri.

Freyr Ólafsson (IP-tala skráð) 24.5.2013 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband