Sparakstur: Sæmilegt tímakaup.

Þegar niðurstöður eru birtar úr keppni í sparakstri finnst mörgum niðurstöðurnar svo ótrúlegar að þær geti ekki verið réttar. En þær gefa ákveðna hugmynd um það hvernig hægt er að ná furðu miklum sparnaði í akstri, svo góðum, að ef menn reikna út þann tíma, sem það tafði þá í ferðinni við að aka á hagkvæmum hraða, er tímakaupið bara furðu gott, jafnvel meira í sumum tilfellum en ef þeir hefðu unnið þessar "glötuðu mínútur" fyrir kaupi í atvinnugrein sinni.  

Sparaksturinn á leiðinni frá Reykjavík til Akureyrar þyrfti hins vegar að vera þannig, að keppendum sé sett það fyrir að fara leiðina á ákveðnum lágmarkstíma.

Ástæðan er sú að í raunveruleikanum eru takmörk fyrir því hve hægt sé hægt að aka án þess að valda vandræðum fyrir aðra umferð.

Á sumum köflum er ekki hægt að bjóða þeim sem eru á eftir manni upp á það að þurfa að lenda á eftir slíkum "lestarstjóra".

Því þyrfti til dæmis að setja aksturinn þannig upp, að bílstjórunum sé skylt að stansa í 20 mínútur á tveimur stöðum á leiðinni til eðlilegrar hvíldar og að ferðin taki ekki meira en 5 klukkustundir í akstrinum sjálfum, en það samsvarar um 77 kílómetrum á klukkustund.

Reynsla mín af því að aka þar sem það er hægt vegna annarrar umferðar á rúmlega 80 kílómetra hraða í staðinn fyrir að liggja við 95 eins og svo margir gera, skipuleggja aksturinn þannig, að lítið sé um snögga hraðaaukningu, og láta fríhjóla niður þar sem það kemur ekki um of niður á heildarrennslinu, er sú, að það sparist um 2 lítrar á klukkustund á bíl, sem eyðir annars um 10 lítrum á hundraðið.  

Svona akstur verður um 40 mínútum lengri til Akureyrar en eyðslan minnkar um alls 8 lítra, sem kosta um 2000 krónur. Það gerir um 3000 króna á tímann þessar auka 40 mínútur, sem er álíka kaup og menn með 500 þúsund krónur á mánuði fá.

Ef bíllinn er einn af þeim nýjustu, minnstu og sparneytnustu, verður sparnaðurinn minni, kannski helmingi minni, en er nokkuð að því að fá borgaðar 1500 krónur á tímann?


mbl.is Sparaksturskeppendur langt komnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í umfjöllun um rafbílamálin í Morgunblaðinu segir Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Even, 17. apríl síðastliðinn fyrirtækið eiga von á að fá á næstunni indverskan rafbíl, e2o, og geti hann orðið ódýrasti bíllinn á markaðnum.

Þá sé von á bíl með um 500 kílómetra drægni í sumar."

Hámarksdrægni rafbílsins Nissan LEAF er 200 km., samkvæmt NEDC.

Nissan LEAF rafbíll í ELKO


Rafmagnskostnaður rafbílsins Nissan LEAF er 3 krónur á kílómetra, samkvæmt ELKO, eða 1.164 krónur á milli Reykjavíkur og Akureyrar (388 km.) og 1.437 krónur á milli Reykjavíkur og Húsavíkur (479 km.)

Og Hringvegurinn (þjóðvegur númer 1) er 1.332 km.

En meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11.000 km. á ári, eða 30 km. á dag
.

Vegagerðin - Vegalengdir


Og miðað við rafbíla með 500 kílómetra drægni gæfist í langflestum tilfellum nægur tími til að hlaða bílana á Húsavík og í Reykjavík.

Þar að auki er hægt að stinga rafbílum í samband við innstungur íbúða.

"Nissan LEAF var valinn bíll ársins í Evrópu árið 2011."

Og Nissan LEAF kostar hér á Íslandi frá 4,69 milljónum króna.

"Rekstrarkostnaður rafbíla er umtalsvert lægri en bensínbíla.

Viðhald minnkar um allt að 2/3
og orkukostnaður er einungis brot af bensínkostnaði venjulegra bíla."

"Hröð þróun hefur orðið á rafhlöðum og hleðslutækni síðustu ár.

Hægt er að hlaða flesta rafbíla í venjulegri innstungu (210 volt), en þá tekur um 6-8 tíma að fullhlaða rafhlöðurnar.

Hægt verður að fá sérstaka hleðslustaura sem veita meiri orku inn á bílana (þriggja fasa rafmagn - 380 volt) sem styttir hleðslutímann í um 3 tíma.

Stefnt er að því að setja upp hraðhleðslustöðvar um allt land sem gerir flestum rafbílaeigendum mögulegt að 80% hleðslu á 15-30 mínútum."

Even rafbílar hf.

Þorsteinn Briem, 1.6.2013 kl. 19:21

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hins vegar er alltaf best fyrir Sjálfstæðisflokkinn að láta allar nýjungar eiga sig.

Amish lifestyle

Þorsteinn Briem, 1.6.2013 kl. 19:26

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rafbílar yrðu væntanlega einnig mjög hagkvæmir hér á Íslandi sem bílaleigubílar, til dæmis fyrir erlenda ferðamenn.

Þorsteinn Briem, 1.6.2013 kl. 20:01

4 Smámynd: Stefán Stefánsson

Steini Briem, ef dæmið er reiknað til enda hugsa ég nú að rafmagnsbíllinn sé ekki hagkvæmari vegna þess að í útreikningum er aldrei tekið inn í dæmið að endurnýja þarf rafhlöðurnar eftir ákveðinn tíma (4 - 6 ár?).

Svo þegar talað er um mengun er heldur ekki tekið inn í dæmið að farga þarf ónýtu rafhlöðunum og framleiðsla þeirra er líka mengandi.

Og ekki býð ég í þá í alvöru vetraraðstæðum. Niðurstaðan er því að þetta sé ekki raunhæfur kostur.... því miður.

Ómar, þar er hárrétt hjá þér að aksturslag skiptir höfuðmáli. Þetta sér maður vel á bílum með aksturstölvum þar sem hægt er að fylgjast með eyðslunniog maður keyrir eftir hanni. En niður brekkur er best að láta gírana halda við bílinn í stað þess að láta fríhjóla vegna þess að þá er það þungi bílsins sem sér um að halda vélinni í gangi og því lágmarks eldsneytiseyðsla.

Stefán Stefánsson, 1.6.2013 kl. 20:09

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.6.2013 (í dag):

"Ferðaþjónustan er að verða sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur hér á Íslandi og er að fara fram úr sjávarútvegi.

Og búist er við að það gerist á þessu ári."

"Á síðasta ári fór ferðaþjónustan upp fyrir álframleiðslu og þá námu gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar 238 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en það gerir 23,5% af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins."

"Skýringarnar eru eðli málsins samkvæmt stöðugur straumur erlendra ferðamanna, enda er ferðaþjónustan í mikilli sókn."

"Daníel Svavarsson, aðalhagfræðingur Landsbankans, segir að frekari vöxtur ferðaþjónustunnar hafi ekki verið ófyrirséður."

"Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands.

Fjórir af hverjum fimm
ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins.

Fjárfesting hins opinbera í umhverfisvernd er því vel til þess fallin að styðja við áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar, sem er að verða verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar."

Ferðaþjónustan verður að öllum líkindum nú í ár verðmætasta atvinnugrein okkar Íslendinga

Þorsteinn Briem, 1.6.2013 kl. 20:25

6 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Þegar svona keppni er haldin ætti að vera 2 bílar af sömu gerð.  Annar ekur leiðina á hraðastilli en hinn í sparakstri.  Þá sést munurinn á aksturslagi.

Eins hefði verið gamann að aka sparakstur suður líka til að sjá hvað munar á eyðslu suður miðað við norður.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.6.2013 kl. 20:33

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.10.2012:

"Tvær sænskar vísindakonur, doktorsnemar við Konunglega sænska tækniháskólann, Matilda Klett og Marianne Giesecke, vinna að því að þróa aðferð við að stórbæta rýmd og afköst líþíumrafgeyma.

Takist þetta mun drægi rafbíla stórlega aukast og miklu sjaldnar þarf að stinga þeim í samband en nú þarf."

Stóraukið drægi rafbíla - Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB)

Þorsteinn Briem, 1.6.2013 kl. 20:43

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Atóm-rafhlöður fela í sér mikla möguleika."

Atóm-rafhlöður
hafa verið notaðar í gervihnöttum og gangráðum, þar sem langur líftími rafhlaðna er nauðsynlegur.

"Nú hafa sérfræðingar við University of Missouri þróað nýja gerð atóm-rafhlaðna sem eru á stærð við litla mynt og eru með líftíma sem nemur meira en 100 árum."

"Jafnframt vinnur hópur vísindamanna við Graz University of Technology með rafhlöðuframleiðandanum Varta að þróun nýrrar gerðar litínjóna-rafhlaðna sem nýtir kísil í staðinn fyrir grafít.

Kísill er mun heppilegri
, enda getur hann geymt allt að tíu sinnum meira rafmagn en grafít.

Tölvuframleiðandinn IBM hefur komið á laggirnar verkefni sem er ætlað að gera litínjóna-rafhlöður fyrir rafbíla miklu skilvirkari.

Og MIT hefur þróað tækni sem getur stytt hleðslutíma litínjóna-rafhlaðna í fáeinar sekúndur - nokkuð sem gæti skipt sköpum fyrir framtíð rafbíla.

Nánast allir helstu bílaframleiðendur heims, allt frá Chrysler í Bandaríkjunum til Toyota í Japan, vinna að nýrri rafhlöðutækni og General Electric leggur mikið í þróun nýrra natríum-nikkel-rafhlaðna fyrir samgöngur."

Framtíðin knúin rafhlöðum - Orka og farartæki

Þorsteinn Briem, 1.6.2013 kl. 21:37

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park


"Hann var það
, Steini, þegar ég kom þangað 2008."

Ómar Ragnarsson
, 20.3.2013 kl. 21:12

Þorsteinn Briem, 1.6.2013 kl. 22:08

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér í gamla daga var ráðið frá því að láta bíla renna í hlutlausum niður brekkur af því að vélin kólnaði og eyddi því meiru á eftir.

Sömuleiðis var ráðið frá því að "pína" bílan í háum gírum af því að þá væri hætta á að kertin sótuðu sig.

Nú eru kælikerfi bíla orðin svo góð að fyrri mótbáran er að mestu úr sögunni, nema þá í mjög köldu veðri.

Allir bílar eru nú með beinni og rafeindastýrðri eldsneytisinnspýtingu og seinni mótbáran því líka úr sögunni.

Það fer eftir aðstæðum hvort betra sé að hafa bílinn í gír niður brekku.

Það gefur augaleið að það að vélin malli afllaus á 7-800 snún/mín gefur minni eyðslu en ef hún heldur við á 2000-3000 snúningum.

Þetta er þó ekki algilt. Þegar allt er reiknað með, getur verið betra að láta vélina halda hraða bílsins í skefjum þegar hann vill verða of mikill, heldur en að hemla og slíta hemlunum.

Hraðastillir er sparandi, miðað við óheppilegt ökulag, en meiri árangur næst með því að hengja sig ekki gagnrýnislaust á hann.

Það getur kostað óþarfa eyðslu ef hraðastillirinn er til dæmis látinn halda 90 kílómetra hraða upp allbratta brekku og halda síðan í við hraðann á leiðinni niður hinum megin.

Betur kemur út að lækka hraðann upp brekkuna og lofa honum að vaxa niður hinum megin, að sjálfsögðu innan skynsamlegra marka.

Ómar Ragnarsson, 2.6.2013 kl. 02:02

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðan vil ég bæta einu við. Oft eru aðstæður þannig, til dæmis á norðurleiðinni, að hluta af leiðinni er ekið á móti stífum vindi og aðra hluta undan stífum vindi.

Eða að aðrar leiðina er ekið á móti stífum vindi en leiðina til baka undan stífum vindi.

Eyðslan eykst hlutfallslega meira með auknum hraða á móti stífum vindi heldur en undan vindi.

Ef vindurinn er kannski þetta 20 m/sek lækka ég hraðann um 10 km/klst á þeirri leið en eyk hann undan vindi.

Ómar Ragnarsson, 2.6.2013 kl. 02:06

13 identicon

Langar að skjóta því inn að það eyðir minna að láta bíl með innspýtingu halda við niður brekku heldur en að láta hann ganga lausagang. Ef hann heldur við, gefur tölvan ekkert bensín inn á vél en ef hann gengur lausagang þarf bensín til að vélin gangi.

Kristinn Magnússon (IP-tala skráð) 2.6.2013 kl. 04:04

14 Smámynd: Stefán Stefánsson

Hárrétt hjá þér Kristinn. Svo sparast bremsurnar líka með því að láta bílinn halda við.

Já Ómar, vindurinn hefur mikil áhrif og það finnur maður mjög vel á stórum bílum.

Hraðastillirinn (cruise cintrol)er ótrúlega gott verkfæri eftir að hafa kynnst honum. En eins og þú bendir á er ekki sama hvernig hann er notaður.

Ég fylgist nú mest með þróuninni í stóru bílunum og nefni t.d. nýja Volvo FH vörubílinn sem kynntur var í vetur með mörgum nýjungum. Þar á meðal er eitt kerfi sem heitir I-See (mætti þýða Ég-Sé) sem virkar þannig að bíllinn veit hvernig vegurinn er framundan og stýrir hraðastillinum þannig að eyðsla verði sem hagkvæmust hverju sinni.

Stefán Stefánsson, 2.6.2013 kl. 11:05

15 Smámynd: Stefán Stefánsson

! Þetta átti að sjálfsögðu að vera (cruise control).

Stefán Stefánsson, 2.6.2013 kl. 13:53

16 identicon

Eins og allir hér inni vita, eykst eyðsla og mengun með því að þurfa að ná bíl úr t.d. kyrrstöðu í eðlilegan umferðarhraða. Þessa staðreynd virða skipulagsfræðingar ekki og í Reykjavík er eins og þeim líði best ef þeir geta komið upp gatnamótum með helst fjórum hraðahindrunum og flottast er líka ef hægt er að koma þar líka fyrir hringtorgi.Við þetta eykst bensíneyðslan verulega og hvergi hef ég séð nein skrif um þetta. Ég hef prófað þetta sjálfur, flækjast í hringtorgum og hraðahindrunum, mæla svo eyðsluna og svo að fara t.d. á Reykjanesbrautina og aka sama kílómetraflölda, það var ótrúlegur munur. Þessi hraðahindrunarárátta er ótrúleg, alveg eins og íslenskað börn séu í sérstakri útrýmingarhættu. Undarlegt er að ég hef hvergi séð svona vitleysu erlendis, kannski er þeim skítsama um börnin þar.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 2.6.2013 kl. 15:10

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég kynntist hraðahindrunum fyrst árið 1969 þegar ég var á ferð í Bretlandi . Hélt að þetta væru leiðslur, sem lægju yfir göturnar, huldar malbiki.

Tel að sums staðar séu þær hér heima komnar yfir strikið, þegar aðeins 10-30 metrar eru á milli þeirra.

En svo eru aðrir staðir þar sem þær eiga rétt á sér. Hér áður var Háaleitisbraut bein og breið og banaslys og alvarleg slys urðu árlega. Gatan var ógn við alla þá, sem áttu börn og bjuggu við hana.

Í borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar var götunni breytt endanlega í 30 km götu með hæfilegum sveigum og mátulega mörgum hraðahindrunum.

Síðustu fimm ár hefur ekkert slys orðið á þessum stórslysakafla.

Ég á barnabörn sem eiga heima við götuna og vil frekar nokkurra sekúndna tafir í akstri mínum um en að þarna sé sama slysagildran og var þegar börnin mín ólust upp við hana.

Á leiðina niður götuna í norðurátt tapast ekkert eldsneyti. Bíllinn er einfaldlega látinn rúlla þetta á 30 km hraða og bílstjórinn tapar nokkrum sekúndum miðað við það sem var á meðan þetta var ein hættulegasta gata landsins.

Eyðsluaukningin upp götuna á 30 km hraða getur varla verið nein miðað við það sem var áður fyrr þegar menn voru að þeysa hana á 60-70 kílómetra hraða og gefa inn þegar ekið var frá umferðarljósunum.

Ómar Ragnarsson, 3.6.2013 kl. 13:22

18 identicon

Sæll meistari Ómar....

 Allt eru þetta réttar pælingar hjá þér og af visku settar fram.   

 Undirritaður var í keppnisstjórn og mældi leiðina norður og var þess utan með fullt af gögnum úr fyrri eyðslumælingaferðum mínum á sama bíl og sömu dekkjum.  Þessi keppni var skv. tíma, sem byggði á þessari keyrslu.  Menn fengu 4:40 í akstri og við bættist 30 mínútur í stopp á Gauksmýri, samtals 5 klukkustundir og 10 mínútur.  Þetta miðaðist því við að aka á uppgefnum löglegum hraða alla leiðina, þ.e. 50, 70 og 90 eftir því sem merkin sögðu.  Þannig var meðalhraðinn í akstri uþb. 79 km/klst.

Þá vil ég bæta við, að nánast allir nýir bílar í dag eru með cruze control og halda við niður brekkur.  Þegar bílarnir eru að halda við, lokar tölvan fyrir eldsneytisflæði inn á vélina, þannig að algjör óþarfi er að svissa af, fyrir utan hættur sem af því geta skapast.

Við vorum heppnir með veður síðastliðinn föstudag, nánast þurrt og ekki mikill vindur, sem stóð einnig þannig að hann ver mest á hlið og síðan þokkalega jafnt með og á móti megnið af leiðinni. 

Þannig, að ég held að þetta hafi verið nokkuð raunsönn mynd af því sem flestir bílarnir eyddu í þessum akstri milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Kveðja.

Ólafur Guðmundsson.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.6.2013 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband