Best að fagna varlega. "Sama athugasemdin"?

Ég man hvað ég varð glaður í mars 2000 þegar sú frétt barst út, að vegna þess að 120 þúsund tonna álver í Reyðarfirði væri allt of lítið til að vera arðbært væri hætt við Fljótsdalsvirkjun.

En fögnuðurinn stóð aðeins í nokkra mánuði. Þá kom í ljós að þetta var bara upptakturinn að því að fara út í þrefalt stærra álver með margfalt verri óafturkræfum náttúruspjöllum.

Skipulagsstofnun, Landsvirkjun og fleiri mæltu gegn þeirri framkvæmd en sá fögnuður stóð aðeins í nokkra mánuði þangað til þáverandi umhverfisráðherra sneri úrskurðinum við af dæmafárri ósvífni. 

Af þessu má læra það, að enda þótt fagna megi einstökum sporum, sem tekin eru í rétta átt, má ekki vanmeta einbeittan brotavilja virkjanafíklanna gegn íslenskrum náttúruperlsum, sem finnur jafnvel stórtækari leiðir fyrir framgang sinn en áður hafði þekkst.

dscf0916[1]

Ég lagði talsverða vinnu og tíma í það á sínum  ásamt henni Helgu minni að kynna mér virkjanafyrirætlanir í Skjálfandafljóti, bæði skýrslur og áætlanir um þær og ekki síður að fljúga yfir virkjanasvæðið og ferðast um það á landi til að taka af því myndir og gera síðan eins vandaða umsögn um það fyrir Framtíðarlandið til rammaáætlunar og mér var unnt.

Þá kom bara blaut tuska framan í mig og 225 aðra, sem unnið höfðu að umsögnum um virkjanakostina í rammaáætluninni: "Þetta var allt sama athugasemdin." Fjölfölduð.

p1012569[1]

Ég hef nokkrum sinnum áður sýnt með umfjöllun og myndum hér á bloggsíðunni um hvað er að ræða.

Það á að sökkva 25 kílómetra djúpum dal, Krókdal, grónum að hálfu, undir miðlunarlón og þurrka upp fossa, þeirra á meðal Aldeyjarfoss og Hrafnabjargarfoss.

Sífellt sé tönnlast á að með miðlunarlónum á hálendinu sé bara verið að sökkva gróti, urð og eyðisöndum, þótt með Kárahnjúkavirkjun hafi til dæmis verið sökkt 40 ferkílómetrum og næstum svo miklu gróðurlendi með Blönduvirkjun, svo dæmi séu tekin.

p1012582[1]

  

Krókdalur er lítt þekkt en einstök gróðurvin og veðraskjól sem teygir sig inn langt í norðurhálendið, en nær engir vita um, af því að Sprengisandsleið þræðir hálsa og hálendi vestur af dalnum í stað þess að liggja eftir honum í skjóli hans, gróðri og fegurð, þar sem Bárðarbunga gnæfir í fjarska í suðri á fallegum dögum.

dscf0852[1]

Fagna ber að sjálfsögðu ákvörðunum Þingeyjarsveitar og Orkuveitu Reykjavíkur um að koma ekki nálægt þessum náttúrufórnum, en á hitt ber að líta, að Hrafnabjargavirkjun er enn í biðflokki og að mikil ásókn er í að koma slíkum virkjunarkostum í orkunýtingarflokk.

Því ber okkur í ljósi fyrri reynslu að vera áfram á varðbergi og láta ekki stinga okkur svefnþorni.

Fyrir neðan myndina af Aldeyjarfossi er mynd af skála í miðjum dalnum, þar sem við Helga hittum fólk sem þar var.

Það trúði okkur ekki þegar við sögðumst vera að taka myndir af skálanum og dalnum, vegna þess að til stæði að sökkva bæði dal og skála, auk þess að þurrka upp fossana.

Ég sagði þeim, að venjulegasta leiðin í svona málum væri, að bjóða upp á að skálinn yrði færður það ofarlega upp í austurhlíð dalsins að hann yrði á þurru landi.

p1012590[1]

Og enn síður trúði blessað fólkið þessu.

Íslenska virkjanasóknin felst í því að fara að með leynd, - sjá svo um að sem fæstir og helst engir viti hvað til stendur.

Það eitt, að sýna það eða upplýsa það nægir til að stimpla þann, sem gerir það, sem "óvin landshlutans númer eitt."  

 


mbl.is Fagna niðurstöðu Þingeyjarsveitar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki er sá flokkur fríður,
fremstur Bjarni Ben. þar ríður,
fjandi er það ljótur lýður,
landi öllu við þeim býður.

Þorsteinn Briem, 1.6.2013 kl. 00:27

2 identicon

Nýja Ísland = Land hinna löngu háspennulína

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.6.2013 kl. 10:35

3 identicon

Sæll Ómar.

Vinsamleg leiðrétting á örnefnum .. Skálinn á Réttartorfu er á Hafursstaðaeyrum. Krókdalur byrjar við Krossá að austan , Galthól að vesran .. Fossarnir við Hrafnabjörg heita Hrafnabjargafossar , fossarnir eru nokkrir og þarafleiðandi í fleirtölu.. Utan þinnar greinar ..Ingvararfossar skamt ofan Aldeyjarfoss eru tveir og þarafleiðandi einnig í fleirtölu.

Bestu kveðjur.

Jónas Sigurðarson

Lundarbrekku.

Jónas Sigurðarson (IP-tala skráð) 1.6.2013 kl. 11:19

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kær þökk, Jónas. Lét það blekkja mig að í fréttum af þessu máli hefur verið talað um Hrafnabjargafoss enda þótt ég viti vel að í ánni eru fossarnir fleiri en einn þar sem hún fellur í sveig fram hjá Hrafnabjörgum.

Hélt kannski að svipað gilti þarna og til dæmis um fossinn Dynk, sem er í raun margir fossar, allt upp undir 20, á þremur þrepum.

Það er erfitt að fjalla um lónsstæðið án þess að reyna að nota eitthvert heiti yfir dalinn, sem það verður í, því að landfræðilega er lónstæðið ein heild, hlíðarnar að vestanverðu samfella út að Hrafnabjörgum og Hafursstaðahlíð teygir sig hálfa leiðina út eftir að austanverðu.

Ómar Ragnarsson, 1.6.2013 kl. 12:53

5 Smámynd: Stefán Stefánsson

Vil svona til gamans segja frá því að fyrir nokkrum árum fór ég þessa leið á stórum vörubíl með fjallaskála í Slakka upp í Hraunadal.

Þú þekkir leiðina trúlega Ómar og hefur kannski komið í þennan skála, en við fórum upp frá Stórutungu.

Skemmtileg ferð, mikill nákvæmnisakstur, en gekk allt upp í rólegheitunum á þýskum eðaltrukk.

Stefán Stefánsson, 2.6.2013 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband