"Sjung om studentens lykliga dag!" "Góđar og glađar stundir!"

Ţađ er skemmtilegt ađ heyra lýsingu Sigfríđar Nieljohiusdóttur á ţví ţegar hún varđ stúdent frá M.R. 1938. Mér sýnist á ţessari lýsingu ađ minna hafi breyst milli 1938 og 1960 en eftir 1960, enda kannski eđlilegt vegna ţess ađ fyrra tímabiliđ er 22 ár en hiđ síđara er 53 ár. 

Dimmissjonar-dagurinn árangsins míns, 12. apríl 1960;  er í eins fersku minni og hann hefđi veriđ í vor. Ţađ var svo gott veđur allan daginn og hópurinn var svo samstilltur í ađ fagna ţessum áfanga, kennararnir kvaddir um morguninn, dimmittendar og remanentar sungust á á skólatröppunum,  og ég man hvađ ţađ var skemmtilegt ţegar fariđ var á bílum suđur fyrir Hafnarfjörđ áleiđis í Kaldársel; man ekki hve margir ţeir voru, en NSU-Prinzinn kom í góđar ţarfir í ţessari "picnic"ferđ.

16.-18. júní voru svipađir dýrđardagar og Sigfríđur lýsir, fariđ í hópum um bćinn og sungiđ og sungiđ međ hvítu kollana.

Mig rámar í ađ viđ hittum biskup og forsćtisráđherra, og nýlega var rifjađ upp, ađ ţeir báđir höfđu fengiđ 3ju einkunn á stúdentsprófi ţegar ţeir útskrifuđust !

Skandinavískir stúdentasöngvar, einn ţýskur og gott ef ekki eitthvađ á ensku, allt var ţetta sungiđ stanslaust auk íslenskra laga, sem voru međ svipuđum blć.  

Ég minnist samkomu í Ţjóđleikhúskjallaranum og stúdentasamkomu á Hótel Borg, ţar sem manni fannst 20 og 30 ára stúdentar vera hálfgerđ gamalmenni.

Ţegar yngsta dóttir okkar Helgu, Alma, varđ eina barniđ okkar til ađ verđa stúdent frá M.R. 1995, (hin flest fóru í M. H.), átti hún lengi erfitt međ ađ skilja, af hverju M.R. og árin ţar voru í svona miklum ljóma hjá mér og mér svona kćr.

Henni fannst skólinn gamaldags, húsnćđiđ óhentugt, og kennslan ekki alveg í takt viđ tímann.

Ekki fylgst nógu vel međ ţróuninni. Rektorinn gamall. 

Mér fannst á móti undarlegt hvernig gömlu stúdentasöngvarnir og ađrir söngvar, sem voru ein af mikilvćgum hefđum skólans, höfđu horfiđ međ árunum, og hvernig Guđni Guđmundsson gćti nokkurn tíma orđiđ gamaldags.  

En daginn eftir stúdentafagnađinn sagđi hún mér ađ síđustu vikurnar og mánuđina hefđi hún fyrst uppgötvađ ţann ólýsanlega sjarma, sem skólinn og tradisjónir hans (afsakiđ, hefđir)  hans bjuggu yfir og ţá kom í ljós ađ hefđirnar hefđu ekki veriđ eins mikiđ horfnar og ég hafđi haldiđ.

Og ţegar Guđni söng Alúettuna sína međ sínum einstćđu tilţrifum á fagnađinu sá hún hann í alveg nýju, já, í sínu rétta ljósi.  

Á sínum tíma var ég í stundum í  meira samneyti viđ bekkinn á undan mínum bekk og kannski hafđi ţađ hjálpađ mér til ađ grípa ţennan sérstaka anda skólans fyrr en ella.

En kannski var félagsstarfiđ í skólanum, einkum starfiđ í Herranótt,  međ nemendum úr bekkjunum á undan og eftir,  sem mestu skilađi í ţessum efnum.

Yrirleitt eru táningsárin ţađ tímabil ćvinnar sem í mestum ljóma skína ţegar árin líđa.

Árin í Lindargötuskólanum, Landsprófi og ţó einkum árin í M.R. eru ţau ár ćvinnar sem ég er einna ţakklátastur fyrir og reyndi löngu síđar ađ túlka ţađ í eftirfarandi texta viđ yndislegt lag Sigfúsar Halldórssonar, sem hann gerđi upphaflega viđ ljóđ á norsku eftir Kristmann Guđmundsson.

Viđ Sigfús voru félagar í Lionsklúbbnum Ćgi, og ţegar Magnús Ingimarsson, sömuleiđis félagi ţar um hríđ, gerđi fjórraddađa útsetningu viđ lagiđ, (sem Sigvaldi Snćr Kaldalóns hefur varđveitt), og lét sönghópinn M.R. 60 syngja ţađ, varđ ţađ ađ ráđi hjá okkur Sigfúsi, ađ ég gerđi viđ ţađ íslenskan texta; ţennan hér: 

 

                                                 GÓĐAR OG GLAĐAR STUNDIR. 

Góđar og glađar stundir

geymast í huga og sál

vina sem orna sér ennţá

viđ ćskunnar tryggđamál.

Ţćr stundir leiftrandi lifa;

svo ljúfsárt minningaflóđ!

Og okkur til ćviloka

yljar sú forna glóđ.

 

                           Allt er í heimi hverfult.

                           Hratt flýgur stund, lán er valt.

                           Góđar og glađar stundir

                           ţú geyma viđ hjarta skalt

                           og magna eld, sem ađ endist,

                           ţótt annađ flest reynist hjóm.

                           :,: Hann logar fegri og fegri,

                           ţótt fölni hin skćrstu blóm :,:   

 

 

 


mbl.is Fagnađarlćtin stóđu í marga daga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Sigfríđur er dóttir Nieljohníusar Zimsen Ólafssonar (1890-1969), verslunarmanns á Vesturgötu í Reykjavík, en hann var kallađur Nilli.

Sigfríđur er fćdd 9. maí 1920 og var ţví nýorđin átján ára ţegar hún útskrifađist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík áriđ 1938 en ţađ kemur ekki fram í ofangreindri frétt.


Nilli
lék međ KR gegn Fram í vígsluleik Gamla Melavallarins í Reykjavík 11. júní 1911.

Gamli
Melavöllurinn var "
200 stikur ađ lengd og 100 ađ breidd. Allur [var] hann girtur rammgerđri girđingu, 3˝ alinar hárri úr bárujárni."

Og viku síđar, 17. júní 1911, var Háskóli Íslands stofnađur í Alţingishúsinu á aldarafmćli Jóns Sigurđssonar forseta.


Theódór Niljohnius Sigurgeirsson (1895-1983) var bóndi á Brennistöđum í Flókadal í Borgarfirđi, nú í Borgarbyggđ, en á Brennistöđum hefur veriđ ferđaţjónusta frá árinu 1970.

Niljóní
us Hall (1884-1949) bókhaldari var einnig nefndur Niljohnius.

En enginn Íslendingur heitir nú
Nieljohníus, Niljohnius, Niljohníus eđa Niljóníus.

Hins vegar heitir forsćtisráđherra Íslands Sigmundur Davíđ Milljóníus Gunnlaugsson.

Ţorsteinn Briem, 2.6.2013 kl. 04:23

2 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Veturinn 1964-65 var Jón Sigurđsson, fyrrverandi formađur Framsóknarflokksins, í fimmta bekk í Menntaskólanum í Reykjavík:

"Kennarar stunduđu ţéringar á ţessum árum."

"Ólafur Hansson kenndi okkur sögu og var góđur kennari og Vigdís Finnbogadóttir kenndi okkur frönsku.

Ţá var Gunnar Norland enskukennari einstakur snillingur og sama má segja um Jón Guđmundsson íslenskukennara og Magnús Finnbogason.

Ţetta voru sterkir persónuleikar sem skildu eftir mjög sterk áhrif í okkur og fleiri mćtti nefna."

Sverrir Páll Erlendsson
, íslenskukennari viđ Menntaskólann á Akureyri, stúdent frá MA áriđ 1968 og BA í íslensku og sögu frá Háskóla Íslands áriđ 1974:

"Ég ţykist heppinn ađ hafa ađ mestu sloppiđ viđ ađ ţurfa ađ ţéra.

Ţéringar voru
á hröđu undanhaldi á skólaárum mínum og horfnar úr MA ţegar ég kom ţangađ [áriđ 1964] og varla nokkur í Háskóla Íslands sem ţérađi."

Ţorsteinn Briem, 2.6.2013 kl. 04:43

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Guđni ("kjaftur") Guđmundsson ţérađi aldrei fimlegar, virđulegar og fallegar en ţegar hann blótađi sem mest og tók mann í bakaríiđ. Snerrur okkar í tímum voru eitt af ţví sem mér ţykir vćnst um í minningunni.

Viđ fórum oft á ystu nöf í ţeim en í raun hef ég átt fáa betri vini međ jafn ljúfum minningum, ţótt sérkennilegar séu.

Ómar Ragnarsson, 2.6.2013 kl. 21:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband