Óviðunandi vegur efst í Landssveit.

Ég hef tvívegis undanfarnar vikur þurft að aka frá Hrauneyjum niður í Landssveit og undrast hve slæmur malarvegurinn er frá vegamótum austan við Sultartanga og niður að Galtalæk. 

Þetta er einhver allra versti malarvegur landsins, jafnvel verri en þeir verstu á Vestfjörðum, og það í stærsta og fjölmennasta landbúnaðarhéraði landsins þar sem umferð ferðamanna er einna mest á landinu á sumrin.  

Þegar ekið norðan frá til suður inn á veginn er fjótlega lent í fyrstu slysagildrunni, stórum hvörfum og skvompum í veginum sem valda því að bílar fara þar í loftköstum, því að engin aðvörunarskilti eru um það sem framundan er.

IMG_9037

Það er lágmarkskrafa að varað sé við svona lúmskum slysagildrum.  

Á stórum köflum á þessum endemis vegarkafla, sem er 26 kílómetra langur, verður að minnka hraðann stórlega til að komast hjá skakkaföllum.

IMG_9029

Myndirnar hér á síðunni eru teknar af handahófi á þessari leið.  

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli verða þarna mörg slys og óhöpp vegna þess hve slæmur vegurinn er, enda er þetta vinsæl leið fyrir þá sem eru á leið inn á hálendisleiðirnar til Landmannalauga, Veiðivatna, í Jökulheima og norður Sprengisand.

IMG_9040

Nú er verið að lagfæra lítinn hluta leiðarinnar en það er eins og upp í nös á ketti.  

 


mbl.is Misstu stjórn á jeppabifreið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér skilst að það sé nýbúið að renna yfir þessa vegi, og að færð sé ágæt. Allar ypplýsingar vel þegnar, þar sem maður er spurður að þessu nánast daglega.

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.6.2013 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband