Á hvaða leið eru menn ?

Ég sé nú að bloggpistill minn frá því í fyrradag um löngu tímabæra stækkun friðlands í Þjórsárverum var byggður á þeim misskilningi miínum og fleiri að málið væri loksins í höfn.

Ég hélt að eftir margra áratuga vinnu við rannsóknir á svæðinu, bæði innan rammaáætlunar og utan, væri búið að komast að þeirri niðurstöðu að snerta ekki við landslagsheild Þjórsárvera né að þurrka upp og eyðileggja með Norðlingaölduveitu stórfossana sem eru efst í Þjórsá og að fyrirhuguð undirritun samkomulags um það í dag væri til merkis um það.

Til staðfestingar á því að ofantalin náttúruverðmæti væru í verndarnýtingarflokki.  

En það virðist öðru nær. Í gærkvöldi virtist þetta mál vera þannig að iðnaðarráðherra þyrfti ekki annað en að segja nokkur orð á netmiðli til þess að í ljós kæmi undir hvaða ráðherra þetta mál heyri nú í raun.

Á sama tíma og stóriðjuhraðlestin er sett í gang í Helguvík, virðist búið að gangsetja aðra lest í umhverfisvernd, sem gengur hratt aftur á bak í því skyni að hjálpa til við að stóriðjulestin fái orku til hraðferðar sinnar.

Ummælin um að sérstakt umhverfisráðuneyti sé óþarft gengur meira en 20 ár aftur í tímanum, aftur fyrir forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar.

 

P. S. Í hádegisfréttum útvarpsins heyri ég nú, að Landsvirkjun og tvö sveitarfélög hafi sent inn athugasemdir í gær, sem hafi að mati umhverfisráðherra verið það alvarlegar, að miðað við vönduð vinnubrögð, sem lögð sé áhersla á að viðhafa í ráðuneytinu, hafi verið óhjákvæmilegt að fresta undirrituninni.

Gott og vel, en það vekur spurningar um það, að miðað við langan undirbúning málsins, hvernig það geti gerst að eftir að búið er að auglýsa undirritun, sendi þrír aðilar inn athugasemdir degi áður en hún á að að fara fram. Ekki minnst ég svona uppákomu fyrr.    


mbl.is Segir vinnubrögðin „fúsk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svandís þakkað forsætisráðherra fyrir svörin og sagði þó misjafnt hvenær samráð ætti að hafa við aðra aðila

Grímur (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 12:37

2 identicon

Þeir láta dólgslega í nýju ríkisstjórninni, en við öðru var ekki að búast.

Pólitískir analphabetar kusu þessa vitleysu yfir sig enn einu sinni.

Því get ég ekki sýnt þeim neinn skilning.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 13:26

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er náttúrulega ljóst að tilgangur manna með þessu - er ekkert annað en hverfa frá verndunarstefnunni.

Eg er farinn að halda að núverandi stjórnvöld geti tæplega verið með réttu ráði. Algjörlega veruleikafirrt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.6.2013 kl. 13:58

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landsvirkjunar björg í bú,
byggð er nú á heimskri trú,
í Herði ekki heil er brú,
herðir jarl í Ómars Frú.

Þorsteinn Briem, 21.6.2013 kl. 14:30

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landsvirkjunar þræll á þingi,
þurs er hann Sigurður Ingi,
með Herði hann oft lá í lyngi,
lá við af ástinni spryngi.

Þorsteinn Briem, 21.6.2013 kl. 15:29

6 identicon

Það var svo stórkostlegt að Sigurður Ingi skyldi ætla að taka þetta langþráðaskref. Var víst alltaf of gott til að vera satt. Nú er að fljúga með Ragnheiði í Þjórsárver og skilja hana eftir hjá heiðagæsunum. Hún getur þá leiðbeint þeim, þegar þær þær þurfa að fara.

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 18:51

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Verndunarsinnar telja málstað sinn svo góðan að það þurfi ekkert samráð við nokkurn mann. Svandís Svavarsdóttir taldi þetta líka og lét dæma sig lögbrjót í Hæstarétti fyrir slíka veruleikafirringu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.6.2013 kl. 19:56

8 identicon

„Samráð“.

Þetta orð notaði þinn kæri vinur Sigmundur Davíð í hádegisfréttum.

"Samráð og fagmennsku“.

Hættu að láta spila með þig Gunnar Th.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 20:17

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Afhverju er Landsvirkjun að stoppa þetta á þessu lagatæknilega atriði? Jú, augljóslega vegna þess að þeir vilja helst fara þarna inn. Skagfirðingar vilja lík að Landsvirkjun virki þarna, að mér skilst.

Ef það næst ekki alveg 100% sátt allra aðila, þá er svo að skilja að valdið sé í raun í höndum stjórnvalda hveð verði gert og þá helst umhverfisráðherra.

Miðað við sögu framsóknar, og bar nýliðna sögu og hægt að nefna sögu framsóknarflokksins í dag 21.6.2013, þá liggur framsókn undir grun þarna. Þeir ætla að reyna í samstarfi við sjalla að knýja fram jarðrask í þjórsárverum.

Þetta er ótrúlega bíræfið jafnframt að vera alveg veruleikafirrt.

Það verður einfaldlega ekki hróflað við þjórsárverum. Almenningur mun aldrei leyfa það. það eru gjörbreyttir tímar að þessu leiti frá bara fyrir örfáum árum. Algjör viðhorfsbreyting. Eg held að margir hafi líka horft á myndina um Laxárdeiluna á RUV í vetur.

Þá kann einhver að segja sem svo: á ekki að láta framsókn njóta vafans? O.s.frv.

Þá er því til að svara að reynslan af því er ekki góð. Má nefna dæmið með Lagarfljót. Þar lofuðu þeir því að vera góðir við fljótið. þá trúðu menn framsóknarmönnum. Svo rétt litu menn af þeim - búnir að drepa það!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.6.2013 kl. 21:35

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta eru ýkjur með Löginn. Veiði hefur aldrei verið mikil í þessu jökulvatni, 20-150 (sumir segja óætir fiskar) á ári á hinum ýmsu veiðistöðum, samtals nokkkur hundruð fiskar. Á einum veiðistað minnkaði veiðin úr 80 fiskum á ári í 20 og því slegið upp með stríðsfréttaletri í fjölmiðlum.

Nýleg frétt úr  austurfrett.is/ : http://www.austurfrett.is/frettir/605-tunfiskveidhar-a-heradhi

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.6.2013 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband