Moskva hefur áður verið fordæmd árangurslaust.

Ef Reykjavík slítur stjórnmála- og menningarsamstarfi við Moskvu verður það ekki í fyrsta sinn sem menn reyna að ná árangri á stjórnmála- og menningarsviði með því að setja þá borg út af sakramentinu.

1979 stóð sem hæst undirbúningur Sovétmanna undir Ólympíuleika þar, og miklar vonir voru bundnar við að þeir yrðu glæsilegir, enda Sovétmenn í fremstu röð á íþróttasviðinu og á ýmsum öðrum sviðum, svo sem í geimrannsóknum.

Leit út fyrir að mikil þátttaka yrðu í leikunum og að ætlunin væri að láta það ekki hafa áhrif samskipti á íþróttasviðinu að öllu stórfelldari mannréttindabrot og alræðiskúgun hafði verið og var enn vandfundin meðal þjóða heims en í Sovétríkjun, og að það var Moskvuvaldið sem fyrir því stóð.

Þá gerðist það að muslimar  í Afganistan (Muhaheddin, fyrirennarar Talibana) steyptu ríkisstjórn í Afganinstan,nágrannalandi Sovétríkjanna sem var hliðholl Sovétríkjunum.

Sovétmenn brugðust við með því að senda her inn í Afganistan til að koma ríkisstjórn sér þóknanlegri til valda á ný og koma í veg fyrir að öfgatrúarmenn tækju þar völd.

Í hönd fór margra ára styrjöld þar sem Sovétmenn voru harðlega gagnrýndir fyrir herför sína og valdbeitingu og í mótmælaskyni stóðu Banaríkjamenn, Bretar og fleiri Vesturlönd fyrir því að slitið var því menningarsamstarfi sem fólst í Ólympíuleikunum og tugir þjóða hundsuðu leikana.

Voru leikarnir sem helsta íþróttahátíð heims eyðilagðir með þessu og í hefndarskyni eyðilögðu kommúnistaríkin Ólympiúleikana í Los Angeles 1984 með því að hundsa þá. .

Samtímis þessu veittu Bandaríkjamenn Talíbönum dyggan stuðning í baráttu þeirra við Sovétmenn og á endanum bar það þann árangur að Sovétmenn gáfust upp á stríðinu og Talibanar tóku völd.

En 2001 var síðan komið að Bandaríkjamönnum að gera það sama og Sovétmenn höfðu gert 1979 og Bandaríkjammn höfðu fordæmt 1979, að ráðast inn í Afganistan til að steypa þeim sömu Talibönum og þeir höfðu stutt til valda.

Þar með var málið komið í hring og ljóst, aðförin að Ólympíuleikunum 1980 hafði ekki aðeins verið gersamlega árangurslaus og byggst á tvískinnungi, heldur skaðleg og komið Könum sjálfum í koll.  

Þetta sýnir, að það er vandasamt að draga línur í þessu efni og láta sem ekkert sé gagnvart sumum þjóðum eða borgum, en fara í hart gegn öðrum.


mbl.is Segir viðhorf Jóns Gnarr barnalegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Jón Gnarr er barnalegur eins og Júlíus Vífill gefur í skyn, en sannleikann er einmitt sagt af börnum, svo takk fyrir, Jón Gnarr!

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 21.7.2013 kl. 00:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki vissi ég að Júlíus Vífill Ingvarsson og Sjálfstæðisflokkurinn væru í sérstöku stjórnmálasambandi við Moskvu.

Þorsteinn Briem, 21.7.2013 kl. 00:09

3 identicon

Tvískinningur Jóns Gnarr er himinhrópandi

Öskrandi og æpandi yfir illgresi einhvers staðar út í heimi

meðan það fær að vaxa og dafna í hans eigin bakgarði

Grímur (IP-tala skráð) 22.7.2013 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband