Næsta skref: "Höfuðborgarlistinn" ?

Reykjavík er höfuðborg Íslands. Eins og nær allar borgir byggist byggðin á samgöngum og staðsetningu borgarinnar.

Samgöngurnar eru þrenns konar, á sjó, landi og í lofti. 

Í borginni er stærsta höfn landsins og miðstöð sjóflutninga á varningi, dreifist þaðan um land allt. Höfnin tekur um 7% af landi höfuðborgarsvæðisins vestan Elliðaáa og engum finnst neitt athugavert við það, þótt höfnin sé á svæði, sem er það nálægt þungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu, að þar væri hagkvæmt að hafa íbúðabyggð.

Engum hefur enn dottið í hug að flytja miðstöð sjóflutninga til Njarðvíkur, enda þótt styttra sé að sigla þaðan og þangað frá útlöndum en til Reykjavíkur.

Höfnin er hluti af hlutverki höfuðborgar til gagns fyrir alla landsmenn, bæði í borginni og utan hennar.

Höfuðborgarsvæðið liggur í kringum stærstu krossgötur landsins, sem eru rétt innan við þungamiðju byggðarinnar, nánar tiltekið í grennd við Mjóddina.

Um borgina kvíslast gatnakerfi og malbikuð stæði, sem þekja þrefalt stærra svæði en höfnin og flugvöllurinn til samans. Svo mun verða að mestu leyti næstu áratugina, þótt byggðin verði gerð þéttari.

Í borginni er innanlandsflugvöllur sem er miðstoð loftflutninga um landið. Flugvöllurinn þekur álíka mikið svæði og höfnin og er álíka langt frá þungamiðju byggðarinnar.

Ef hann er lagður niður og innanlandsflugið flutt til Keflavíkur lengjasta ferðaleiðir þeirra, sem fara fram og til baka milli helstu flugvalla úti á landi um 162-172 kílómetra eða tvöfalt lengra en ef Hvalfjarðargöng væru lögð niður og þeim lokað.

Flugvöllurinn er ranglega sagður vera í Vatnsmýri, en aðeins 30% hans eru þar, en 70% á Skildinganesmelum og í Skerjafirði.

Það skiptir svo sem ekki máli, félagið Hjartað í Vatnsmýri var fyrir löngu orðið tímabært.

En enda þótt 80% borgarbúa segjast í skoðanakönnunum vilja ekki færa miðstöð innanlandsflugsins vill yfirgnæfandi meirihluti borgarfulltrúa völlinn í burtu.

Borgarstjórnarkosningar eru á næsta leiti.

Vel má velta þeirri spurningu upp hvort óhjákvæmilegt kunni að verða að bjóða fram þverpólitískt framboð sem gæti til dæmis heitið "Höfuðborgarlistinn" og leitar fylgis þess fólks, sem telur ekki aðeins að höfuðborgin eigi að standa undir nafni á öllum sviðum, heldur einnig að vera stolt af því að borgin veiti öllum, hvar sem þeir búa á landinu, þjónustu sem höfuðborg sæmir.   

 


mbl.is Hjartað í Vatnsmýrinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 verður væntanlega samþykkt nú í haust, löngu fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári.

Þar að auki veit ég ekki til þess að ákveðið hafi verið að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur.

Ég man ekki betur en að nýlega hafi Ómar Ragnarsson brotlent og flugvél Mýflugs brotlent á Akureyri, þar sem fjöldi manns var samankominn.

Og að sjálfsögðu geta flugvélar einnig brotlent í þéttri byggð á Vatnsmýrarsvæðinu.

30.5.2013:


"Nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar verður samþykkt úr borgarstjórn og sett í auglýsingu í næstu viku.

Einhugur er um málið í borgarstjórn
, enda hafa allir flokkar komið að skipulagsvinnunni."

Aðalskipulag Reykjavíkurborgar klárað í sátt í næstu viku


Og Ómar Ragnarsson heldur væntanlega að miðbærinn í Reykjavík sé í íbúðinni sem hann leigir í Austurbænum eða í Kringlunni, enda þótt þangað séu sérstakar ferðir frá Kvosinni til að reyna að lokka erlenda ferðamenn úr Miðbænum í Kringluna.

Þorsteinn Briem, 16.8.2013 kl. 23:20

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mæltu manna heilastur, Ómar Ragnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.8.2013 kl. 23:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.3.1986:

"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.

Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna
, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."

Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna


3.8.1988:


"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.

Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp.
"

Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni


16.10.1990:


"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.

Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki."

Flugvél hrapaði í Skerjafjörð


23.4.1997:


"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.

Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."

Brotlenti við Suðurgötuna


9.8.2000:


"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."

Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík

Þorsteinn Briem, 16.8.2013 kl. 23:28

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Ómar. Höfnin og flugvöllurinn fái að vera og gatnakerfið og stæðin fái líka að vera til, því að bílar eru úrvals-samgöngutæki hér á fámennum klakanum, sem ber ekki almenningssamgöngur.

Við biðjum bara um að það sem hafi verið byggt upp verði ekki eyðilagt í einhverjum trúðslegum hálfkæringi, heldur haldið við til öryggis og þjónustu við alla sem ferðast um Ísland. Vonandi verður flugvöllurinn þinn á hálendinu til líka!

Ívar Pálsson, 16.8.2013 kl. 23:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nýr innanlandsflugvöllur ásamt flugsviði Landhelgisgæslunnar verður væntanlega á strjálbýlu svæði á höfuðborgarsvæðinu og þaðan flogið með sjúklinga í þyrlu Gæslunnar á þyrlupall við Landspítalann við Hringbraut, ef nauðsynlegt þykir.

Og það tekur ekki lengri tíma en að aka sjúklingum frá flugvelli á Vatnsmýrarsvæðinu að Landspítalanum við Hringbraut, enda fljúga þyrlur Gæslunnar fimm kílómetra á mínútu.

13.12.2012:


Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt


Þar að auki fæst andvirði nýs flugvallar með sölu ríkisins á því landi sem það á enn á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og mikill meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu býr austan við Kringlumýrarbrautina, og þarf af leiðandi nær nýjum flugvelli, enda þótt meirihluti Reykvíkinga starfi vestan við hana.

Þorsteinn Briem, 17.8.2013 kl. 00:58

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég tek undir það sem Steini Briem er að benda á. Mér finnst þessi öryggisþáttur fá alltof lítið vægi í umræðunni um staðsetninguna á flugvellinum. Hvað gerist ef stór farþegavél lendir óvart á "eina" sjúkrahúsi landsins? Eða á Alþingishúsið? Í öðrum löndum væru svona hlutir ræddir af alvöru.

Sumarliði Einar Daðason, 17.8.2013 kl. 01:25

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flugvöllur er í miðborg mjög margra borga og er þar talinn mikill kostur. Borgaryfirvöld líta á það sem tromp í hendi. Einhversstaðar var flugvöllur fluttur nokkra tugi kílómetra frá miðborginni (man nú ekki alveg hvar en minnir að það hafi verið í Svíþjóð eða Noregi) og það var síðar gagnrýnt mjög og talið mistök.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.8.2013 kl. 02:42

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmargir flugvellir við höfuðborgir Evrópu eru bæði innanlands- og millilandaflugvellir.

"Stockholm Arlanda Airport is located 37 km north of Stockholm."

"Oslo Airport, Gardermoen is located 35 km north-northeast of Oslo city center."

"Helsinki Airport is located 17 km north of Helsinki city centre."

"London Heathrow Airport lies 22 km west of Central London."

"Paris-Charles de Gaulle Airport is located 25 km to the northeast of Paris."

"Berlin-Schönefeld Airport is located 18 km southeast of the city centre."

"Vienna International Airport is located 18 km southeast of central Vienna, Austria."

"Fiumicino Airport, is located 35 km west southwest of Rome's historic city centre."

"Athens International Airport is located 20 km to the east of central Athens (30 km by road, due to intervening hills)."

"Henri Coandă International Airport is located 16.5 km northwest of the city of Bucharest, Romania."

"Ljubljana Jože Pučnik Airport is located 19 km north of Ljubljana, Slovenia."

"Budapest Liszt Ferenc International Airport is located 16 kilometres east-southeast of the centre of Budapest, Hungary."

"Skopje "Alexander the Great" Airport is located 17 km southeast of Skopje, Macedonia."

"National Minsk Airport is located 42 km to the east of the capital Minsk [Hvíta-Rússlandi]."

"Moscow Domodedovo Airport is located 42 kilometres south-southeast of the centre of Moscow."

"Boryspil International Airport is located 29 km east of Kiev, Ukraine."

"Tbilisi International Airport is located 17 km southeast of the capital Tbilisi, Georgia."

"Heydar Aliyev International Airport is located 20 km northeast of the capital Baku, Azerbaijan."

"Almaty International Airport is located 18 kilometers from the centre of Almaty, the largest city in Kazakhstan."

"Esenboğa International Airport is located 28 km northeast of Ankara, the capital city of Turkey."

Þorsteinn Briem, 17.8.2013 kl. 05:53

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Öruggisþátturinn er ekkert síðri en í öðrum borgum.Held að aðflugið eða þegar flugvélar hefja sig á loft séu ekki yfir spítalann.Er það ekki rétt hjá mér?

Jósef Smári Ásmundsson, 17.8.2013 kl. 06:21

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðflugið að Reykjavíkurflugvelli úr norðri er yfir miðbæinn í Reykjavík.

Og flugvélar hafa brotlent allt í kringum flugvöllinn undanfarna áratugi.

Engin ástæða er til að vera með meiri flugumferð yfir miðbænum og byggðinni á Vatnsmýrarsvæðinu en nauðsynlega þyrfti til að koma sjúklingum á Landspítalann við Hringbraut með þyrlu frá nýjum flugvelli þar sem strjálbýlt er eða landfyllingar á höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 17.8.2013 kl. 07:18

11 identicon

Þetta er nú meira ruglið þessi slysaumræða...

Það hafa engin slys orðið við Reykjavíkurflugvöll þar sem einhver hefur látist á jörðu niðri.

Ef flugvöllurinn er fluttur td. á Hólmsheiði eða á Bessastaðanes þá eru að- og brottflugsstefnur að einhverju leiti enn yfir byggð...bara annarri byggð en í miðbænum. Er það kannski málið? Það er í lagi ef bara vandamálið er flutt til innan höfuðborgarsvæðisins?

Ef völlurinn er fluttur til Keflavíkur, sem er lang líklegast að gerist, þá þarf að keyra með sjúklinga frá flugvellinum að spítalanum. Við þetta EYKST slysahætta vegna þess að hættan er meiri við ekinn kílómetra en floginn...sérstaklega í forgangsakstri neyðarflutningafólks.

Það hefur enginn haft hugmyndaflug til að láta sér detta í hug að hafa standby þyrlu á flugvelli með það hlutverk að fljúga með sjúklinga á spítala. Kostnaðurinn við það er þessvegna ekki vitaður og einfaldlega svo hár að hagræðing við "þéttingu" byggðar væri úr sögunni.

Því þrátt fyrir allt er þéttingin sem hér er stefnt að lítil, aðeins ca. 30% af þörf höfuðborgarsvæðisins fyrir íbúðahúsnæði á skipulagstímanum er mætt á þessu svæði og 70% því mætt annars staðar...nefnilega í úthverfum og nágrannarsveitarfélögum. Nettó afleiðingin er því ekki þétting heldur

1. enginn flugvöllur og

2. dreifðara höfuðborgarsvæði!!

Er þá ekki betra heima setið en á stað farið?

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 17.8.2013 kl. 11:26

12 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það má að mínu mati aldrei vanmeta slysahættu. Það er stór hópur fagfólks hér á Íslandi sem vinnur við það daglega að meta slysahættu og viðbrögð við slysum - líka stórslysum sem tengjast rútum, skipum og flugvélum. Það eru jafnvel reglulega gerðar æfingar við slysum.

Það skrýtna við slys er að þau gera sjaldan boð á undan sér, því annars væru þau ekki kölluð slys.

Við skipulag svæða er einmitt tekið mið af svona hlutum. Það er ekki bara hugsað um skammtímagróða eða sérhagsmuni. Eða á í það minnsta ekki að gera það. Þú reisir til dæmis ekki eldflaugaverksmiðju við hliðina á barnaskóla, þú hefur ekki olíubirgðastöð í íbúðahverfi og svo lengi mætti telja.

Nýlegt flugslys í San Francisco er dæmi um hluti sem fóru úrskeiðis sem eiga ekki að geta farið úrskeiðis. Flugvöllurinn í Reykjavík er ekki bara ætlaður íslenskum flugmönnum á litlum flugvélum sem þekkja staðhætti eins og lófann á sér. Reykjavíkurflugvöllur er nefnilega í I-flokki (alþjóðaflugvöllur).

Reykjavíkurflugvöllur er góður fyrir utan auðvita norðurendann þar sem alltof mikið er af lykilstofnunum samfélagsins og þar er alltof mikið af fjölmennum stofnunum. Menn voru auðvita ekkert að pæla í þessu þegar flugvöllurinn var byggður á stríðsárunum, enda voru menn að reyna að bjarga heiminum - ekki Reykjavík.

Ég er flugdellukarl og vil fluginu allt það besta. Ég vil hafa Reykjavíkurflugvöll til staðar. En ég geri mér líka grein fyrir hættunni sem fylgir flugi og flugvöllum. Mér finnst því mikilvægt að slysahættan sé tekin með í umræðuna um framtíð flugvallarins - ekki bara tala um kostina.

Sumarliði Einar Daðason, 17.8.2013 kl. 13:59

13 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Mér finnst áframhaldandi uppbygging Landspítalans á 101 vera skipulagsslys ef tekið er tillit til dreifingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. En þar virðast sérhagsmunir ráða för. Sömuleiðis finnst mér aðal slökkviliðsstöðin vera á röngum stað á sömu forsendum. En í því tilfelli er peningaleysi kennt um.
Það einnig að leigja þyrlur í stað þess að kaupa þær finnst mér vægast sagt heimskulegt - en það er vegna rangra ákvarðanna stjórnmálamanna sem hugsa um aurinn en ekki krónuna.

Sumarliði Einar Daðason, 17.8.2013 kl. 14:11

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enginn fyrrnefndra flugvalla Steina Briem er úti í horni viðkomandi lands og enginn er einjs langt frá borginni og Keflavíkurflugvöllur.

Brommaflugvöllur er nokkra kílómetra frá miðborg Stokkhólms og City of London flugvöllurinn er inni í borginni. Fjórir litlir flugvellir eru í kringum Stokkhólm og smærri flugvellir eru nær mörgum af ofangreindum borgum.

Í Los Angeles er hægt að velja um átta flugbrautir tveggja flugvalla og aðeins einn brautarendi af átta liggur ekki yfir byggð.

Með því að lengja austur-vestur-brautina og gera hana að aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar verður aðflug og fráflug í báðar áttir að og frá þeirri braut yfir auð svæði, yfir sjó til vesturs og úr vestri og yfir hlíðarfót Öskjuhlíðar og Fossvogsdal til austurs.

Ómar Ragnarsson, 17.8.2013 kl. 16:52

15 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er dálítið sniðug hugmynd hjá Ómari að lengja austur-vestur-brautina. Það væri hægt að setja Suðurgötu í stokk undir flugbrautina og svo bæta við landfyllingu til vesturs. Ég setti hérna saman eina mynd í flýti sem sýnir hvernig 2,5 km braut gæti litið út. (Smelli á myndina til þess að sjá hana stærri.

Sumarliði Einar Daðason, 17.8.2013 kl. 21:18

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurflugvöllur fer af Vatnsmýrarsvæðinu samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, sem var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024


Reykjavíkurborg hefur hins vegar ekki ákveðið að færa Gömlu höfnina í Reykjavík.

Hins vegar er hægt að færa Reykjavíkurflugvöll á strjálbýlt svæði eða landfyllingu á höfuðborgarsvæðinu.

Og ég veit ekki til þess að nokkur maður sé á móti flugvöllum.

Borgum er stjórnað samkvæmt kosningum en ekki skoðanakönnunum eða undirskriftasöfnunum og aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 verður væntanlega samþykkt nú í haust.

Nú er verið að þétta byggðina vestan Kringlumýrarbrautar
með því að skipuleggja til dæmis byggð við Gömlu höfnina í Reykjavík.

Og meirihluti Reykvíkinga starfar vestan Kringlumýrarbrautar.


Reykjavíkurborg á
, ásamt einkaaðilum, meirihluta Vatnsmýrarsvæðisins, eða 58%, 87 hektara af 150.

Verðmætasta byggingarlandið
í Reykjavík, 135 hektarar innan girðingar flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu, töldu Samtök um betri byggð árið 2001 að væri að minnsta kosti fjörutíu milljarða króna virði, um 80 milljarðar króna á núvirði.

Ríkið gæti því fengið
um 34 milljarða króna með sölu á 57 hekturum (42%) af flugvallarsvæðinu til Reykjavíkurborgar.

Kostnaður við flugvöll á Hólmsheiði var hins vegar áætlaður árið 2006 um tíu milljarðar króna, eða 15 milljarðar króna á núvirði.

16.2.2012:


Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:

Þorsteinn Briem, 19.8.2013 kl. 17:31

17 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Varðandi vind þá er Reykjavíkurflugvöllur nákvæmlega jafn góður og flugvöllur á Hólmsheiði fyrir flugvélar eins og Fokker 50 sem Flugfélag Íslands notar að mestu. Þær þola 33 kt hliðarvind á þurri braut (30 kt á blautri).

En með litlar vélar (t.d. einkaflugvélar) þá er Reykjavíkurflugvöllur aðeins skárri kostur.

Ath. hér er ég ekki að taka með í reikninginn hitastig, sem er yfirleitt rúmlega 1°C hærra á Reykjavíkurvelli, né rakastig.

Þess ber að geta að ríkjandi vindátt á báðum stöðum er úr austri.

Sumarliði Einar Daðason, 20.8.2013 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband