24.8.2013 | 17:14
Laghentir menn í blokkum.
Þessi stutti pistill felur ekki í sér alhæfingar. En samt er það svo að óska má sumum laghentum monnnum, sem hafa mikið yndi af smíðum, þess að þeir eigi heima í einbýlishúsum frekar en blokkum.
Stundum eru þetta duglegir og vinnusamir menn sem vinna langan vinnudag.
Af því leiðir að helstu tómstundir þeirra eru á kvöldin og um helgar, einmitt á þeim tímum, sem það kemur sér verst fyrir þá sem búa með þeim í blokk, ef þeir búa í blokk, að hamarshöggin dynji og borar syngi.
Með ólíkindum er hvað hljóð frá slíkum höggum og borunum geta borist víða í stórri blokk.
Það getur stundum verið gaman að fylgjast með verkum þessara manna í huganum, en almennt séð ættu mjög laghentir menn, sem hafa yndi af smíðum snemma á morgnana og seint á kvöldin og um helgar helst ekki að búa í blokkum.
Í sumum blokkum eru margar leiguíbúðir, og ef mikið er um íbúaskipti í þeim fylgir því oft ýmsar tilfæringar eins og flísalagnir og fleira eins og skiljanlegt og eðlilegt er í lifandi samfélagi.
Athugasemdir
Ómar hatar Einar Maack,
allt hans bor og slípirokk,
kvölds og morgna fokkings fokk,
því fíflið býr í Ómars blokk.
Þorsteinn Briem, 24.8.2013 kl. 18:16
æ, æ, ó, ó, var nú einhver bora og berja í blokkinni þinni?
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 19:48
Það stóð nú bara þannig á að ég ætlaði fyrir löngu að henda inn svona góðlátlegu spaugi um þetta efni og þegar ég sá, að best væri að henda inn bloggpistli um einhvern fjandann í á nokkrum mínútum áður en ég færi á tónleika Kristjáns Hreinssonar og Þorvaldar Gylfasonar í Hörpu, mundu ég ekki eftir neinu öðru en þessu.
En hver er þessi Einar Maack?
Ómar Ragnarsson, 24.8.2013 kl. 21:21
Einar Maack er gæinn sem rímar við fokking slípirokkinn í blokkinni.
Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 01:43
Grunaði mig ekki? Rétt eins og að örnefnið Eyktarás er ekki til og hefur aldrei verið til, heldur vantaði Jónas orð sem rímaði við Bolabás.
Ómar Ragnarsson, 25.8.2013 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.