Ein af fyrirmyndum allra sjónvarpsmanna.

David Frost hefur líklega verið fyrsti erlendi sjónvarpsmaðurinn sem íslenskir sjónvarpsmenn vildu taka sér til fyrirmyndar. Í upphafi sjónvarps á Íslandi fór séra Emil Björnsson, fyrsti fréttastjóri og dagskrárstjóri frétta- og fræðsluefnis í kynnisferð til Bandaríkjanna en hafði líka dvalið við nám í Bretlandi áður en brautryðjendastarf hans við sjónvarpið hófst.

Það ér því áreiðanlega ekki tilviljun að einn af fyrstu bresku sjónvarpsþáttunum, sem sýndir voru í íslenska sjónvarpinu, ef ég man rétt, voru þættir með nafninu "Frost over England", '- nafnið dæmigert fyrir húmor og hugkvæmni David Frost.

Fyrir fyrstu íslensku sjónvarpsfréttamennina og dagskrárgerðarmennina skemmdi ekki fyrir að Frost var á svipuðum aldri þeir og angaði af æskufjöri, gáfaður, ferskur og fjörugur.

Hann var kornungur miðað við aðra þekkta menn, aðeins einu ári eldri en ég, og ég og jafnaldrar mínir hrifumst af honum.

Á hans tíma voru fjölmiðlamenn í sjónvarpi eins og hann og Walther Chroncite að verða áhrifavaldar í þjóðmálum og stjórnmálum heimsins.

Sagt er að eftir ferð Chroncite til Vietnam 1968 eftir Tet-sókn Vietkong þar sem hann endaði magnaðan pistil með hinum fleygu orðum, sem hann endaði oft fréttir sínar og pistla á: "That´s the way it is", hafi Johnson þáverandi forseti sagt: "Fyrst Chroncite segir þetta er málið tapað." Og í kjölfarið ákvað hann að bjóða sig ekki fram um haustið, en það jafngilti afsögn.

Nú safnast helstu erlendu brautryðjendurnir einn af öðrum til feðra sinna. Þeir komu sjónvarpinu og áhrifum þess á kortið og þar með samlíkingunni um fjórða valdið. Á því valdi er vandasamt að halda en David Frost gerði það flestum öðrum betur.   


mbl.is Sir David Frost látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sumarið 1975 sá ég sjónvarpsþátt þar sem David Frost ræddi við Jóhann Risa. þar tóku þeir af sér skóna, og báru saman stærðirnar, en skór David Frost virtust sem barnaskór í samanburði.

Hrefna Coe (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband